ESB andstæðingar tapa glórunni

Það er ljóst að ESB andstæðingar á Íslandi hafa endanlega tapað glórunni, eru búnir að sannfæra sjálfa sig um að þeir séu upphaf og endir alls á Íslandi. Þetta sést vel í orðum Ólaf Ragnars, Forseta Íslands sem er gjörsamlega búin að tapa því litla viti sem maðurinn augljóslega hafði. Enda er það svo að Ólafur Ragnar telur sig vera færan um að fullyrða eitthvað sem hann hefur enga hugmynd um, eins og flestir andstæðingar ESB hafa verið að gera undanfarna áratugi á Íslandi.

Staðan er lítið skárri hjá Heimssýn og Vinstri vaktin gegn ESB, báðir þessir aðildar hafa tapað glórunni fyrir nokkru síðan. Málflutningur þessara aðilda er stjórnlaus, og ekki í neinu samræmi við raunveruleikan. Það þarf ekki að gera annað en skoða staðreyndir um stöðu mála (ekki fréttir æsifréttamanna) innan Evrópusambandsins til þess að átta sig á því að staða mála er alveg ágæt, þrátt fyrir verstu efnahagskreppu í heiminum síðan árið 1929 (The great depression) sem olli síðan síðari heimsstyrjöldinni árið 1939.

Allur málflutningur þess efnis að Evrópusambandið geti ekki tekið því að íslendingar standi utan þess er fáránlegur. Sérstaklega þar sem Ísland er smáríki og hefur engin sérstök áhrif á gang mála í Evrópu (vegna þess að íslendingar vilja standa fyrir utan við Evrópusambandið). Það er ennfremur lygi í Ólafi Ragnari að Evrópusambandið hafi ekki getu til þess að klára samninga við íslendinga, staðreyndin er sú að þjóðir Evrópu hafa verið að semja um svona málefni í margar aldir (saga Evrópu er mjög flókin og löng), á sama tíma voru íslendingar að hýrast í moldarkofum með hor í nös og gátu ekki einu sinni komið sjálfum sér útúr þeim vegna heimsku og vanþekkingar. Það þurfti erlend áhrif á Íslandi áður en slíkt fór að gerast, og það tók engu að síður rúmlega 50 ár fyrir íslendinga að komast útúr moldarkofanum fyrir fullt og allt í upphafi 20 aldarinnar.

Evrópusambandið hefur því alveg getuna, og þekkinguna til þess að semja við íslendinga. Ég efast hinsvegar um að íslendingar hafi getuna til þess að semja við Evrópusambandið án þess að fara á nokkura mánaða námskeið í svona samningaviðræðum. Það er einnig staðreynd að ESB andstæðingar á Íslandi eru sjálfir ábyrgir fyrir þeim töfum sem urðu á aðildarferlinu, helstu ábyrgarðmenn á þessum töfum eru fyrrverandi ráðherrar Vinstri Grænna. Þar ber helst að nefna Jón Bjarnarson og Ögmund Jónasson sem stóðu fremst í því að tefja aðildarferli Íslands að Evrópusambandinu eins lengi og hægt er.

Evrópuandstæðingar á Íslandi tala síðan eins og allt sé á hallandi fæti í Evrópu. Staðreyndin er sú að Evrópuandstæðingar hafa alltaf (neðst á blaðsíðunni) talað svona, og það verður engin breyting á þessum málflutningi á næstunni. Enda er hérna um að ræða skipulagðan pólitískan áróður af hálfu ESB andstæðinga á Íslandi, og þeir hafa engan áhuga á því að hætta honum á næstunni.

Staðreyndin er sú að andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi er eingöngu að finna hjá fólki sem hefur annað hvort ekki kynnt sér málið, er fastur kredduhugmyndum um Evrópu og Evrópusambandið. Síðan er það andstaða sérhagsmunahópa á Íslandi, samtaka eins og LÍÚ, Bændasamtaka Íslands, Heimssýn og fleiri aðila sem berjast í dag gegn Evrópusambands aðild Íslands án þess að hafa fyrir því neitt annað en sína eigin kreddu og þröngsýni.

Ef þú vilt kynna þér nánar glórulósan málflutning ESB andstæðinga á Íslandi. Þá er hægt að gera það hérna fyrir neðan.

Ólafur Ragnar: ESB vill ekki Ísland (DV.is)
Ólafur Ragnar sagði stjórnarskrána hafa staðið af sér allar helstu prófraunir (Vísir.is)
Annar veruleiki í Evrópusambandinu (mbl.is)
ESB hefur þá lítinn áhuga á okkur eins og staðan er (blogg Heimssýnar)
Mikið ósætti í Evrópu um ESB – stór hluti þjóðanna á móti aðild (blogg Heimssýn)
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður við ESB á þessari stundu er út í bláinn (blogg Heimssýn)
Forsetinn talar gegn ESB-aðild: Segir sambandið hvorki hafa vilja né getu til að klára viðræður (Eyjan.is)
ESB hættir ekki á þriðju höfnunina (Rúv.is)