Uppskrift að nýju efnahagshruni á Íslandi

Þessa dagana er framsóknarflokkurinn og sjálfstæðisflokkurinn að leggja grunn að nýju efnahagshruni á Íslandi. Það er ekki langt í þetta efnahagshrun, svona 3 til 8 ár í mesta lagi. Ástæðan liggur í efnahagsstefnunni sem núna er verið að taka upp á Íslandi. Þessi efnahagsstefna er sú sama og gerði Ísland gjaldþrota árið 2008, og ölli stærsta efnahagshruni í Evrópu þangað til að efnahagur Grikklands hrundi nokkrum árum síðar.

Kjarni efnahagsstefnu framsóknarflokksins og sjálfstæðisflokksins er sú að gefa hinum ríku skattalækkanir og skera niður á móti. Þetta er nú þegar orðið augljóst í þeim yfirlýsingum sem hafa komið frá stjórnarþingmönnum undanfarna daga og vikur. Jafnvel IMF er farið að vara við þessari efnahagsstefnu og segir að hún gangi einfaldlega ekki upp, og muni ekki gera það. Þessi efnahagsstjórn sem núna er verið að tala um mun eingöngu leiða af sér meiri fátækt, aukið atvinnuleysi, verri lífsgæði á Íslandi. Síðan mun þetta leið af sér hærri stýrivexti og hærra verðlag á sama tíma.

Síðan er það spillingin sem ríkir í framsóknarflokknum og sjálfstæðisflokknum. Þessir tveir stjórnmálaflokkar hafa ekkert gert varðandi spillinguna sem ríkir innan þessara flokka, og hafa einfaldlega ekki áhuga á því að gera neitt. Þar sem öll yfirstjórn þessara flokka er einnig gjörspillt og ónýt.

Á meðan stjórnarflokkanir lækka tekjur ríkissjóðs, þá tala þeir bara um niðurskurð á móti lækkjandi tekjum. Aðgerðir sem eru ekki fallnar til þess að auka hagvöxt á Íslandi og hagsæld íslendinga. Vigdís Hauksdóttir talar um að það eigi að reka Ísland eins og bandarískt fyrirtæki. Það er bara ein gerð af stjórnmálum sem reka þjóðir eins og fyrirtæki, það eru stjórnmál öfgamanna, fasista og fólk sem stundar alræðisstefnu. Það kemur mér lítið á óvart að Vigdís Hauksdóttir skuli hallast að þeirri stefnu í sínum stjórnmálum, enda hefur hún sjálf upplýst um þessa pólitísku stefnu sína síðan hún byrjaði í stjórnmálum, og sérstaklega eftir að hún komst inn á Alþingi íslendinga. Það er auðvitað skelfing að Vigdís Hauksdóttir skuli vera komin með völd á Íslandi núna í dag, og ég er hræddur um að til þess að losna við hana þurfi íslendingar að gera alvöru uppreysn, ekki þetta tilgangslausa pottaglamur sem hefur fengið að hljóma undanfarin ár á Íslandi í mótmælum almennings.