Íslenska fátæktaránauðin

Á Íslandi er komin ný stefna, ég kýs að kalla þessa stefnu fátæktarbandið eftir því hvað hún gerir almenningi á Íslandi. Við upphaf 20 aldarinnar var vistaránauðin (vistarbandið) fellt úr gildi á Íslandi að orðinu til. Þar sem nútíminn hafði komið til Íslands þvert á óskir hins íslenska bændaveldis sem hélt öllum almenningi á Íslandi við fátæktar og hungurmörk. Í stað þess að íslenskur almenningur losnaði úr þeirri fátækt sem hann sat í, þá hélt fátæktin áfram og þannig er þetta ennþá í dag. Enda er fjöldi fólks í því sem er kallað millistétt mjög lítill á Íslandi, og eftir efnahagshrunið var hin íslenska millistétt nánast alveg þurrkuð út. Árið 2008 voru algeng laun íslendings í kringum 355.000 kr [gögn hérna], og það er rétt svo hin íslenska millistétt. Eftir efnahagshrunið árið 2008 hefur kaupmáttur allra íslendinga skerst mjög mikið, og þetta hefur í reynd þurrkað út meirihlutan af hinni íslensku millistétt.

Lægstu laun á Íslandi eru fyrir neðan fátæktarmörk sé miðað við neysluviðmið Velferðarráðuneytsins. Tekjur öryrkja og ellilífeyrisþega á Íslandi eru einnig langt undir þessum mörkum á Íslandi, og þekki ég það mjög vel sjálfur hversu ómögurlegt það er að lifa af þessum tekjum núna í dag sem örorkubætur eru. Þó er ég betur staddur en öryrkjar sem búa á Íslandi, þar sem verðlag er stöðugt hérna í Danmörku og Þýskalandi við hliðina á mér. Það er engu að síður ekki hægt að bjóða öryrkjum og láglaunafólki að lifa við svona aðstæður, þar sem þetta veldur því að fólk festist í skuldavandamálum og greiðsluvandamálum, þar sem það getur ekki lifað af þeim launum sem það fær, og slíkt er ólýðandi að mínu mati. Þessu verður að breyta á Íslandi, en ég óttast að áhuginn sé ekki til staðar og verðbólgu afsökunin muni verða notuð þegar það kemur að því að semja um kjör fólks á Íslandi [frétt um það hérna]. Hvað öryrkja og ellilífeyrisþega varðar, þá er ljóst að þeir semja ekki um kjör sín og eru því sá hópur íslendinga sem er hvað fátækastur í dag.