Að svipta fólk réttindum sínum

Á vefsíðu íslenskra öfga-feminisma má finna lýsingu á vændi [kynlífsþjónustu] í Reykjavík. Þar sem konan er algerlega svipt réttindum sínum sem manneskja með lögum á Íslandi. Þetta er raunsönn lýsing á því sem gerist þegar fólk lendir í mansali og tengdri glæpastarfsemi.

Það sem kemur ekki fram í þessari grein er hverjir sviptu þessa konu réttindum sínum á Íslandi með lagaboði frá Alþingi íslendinga. Það eru íslenskir öfga-feministar, þar á meðal þeir sem reka og skrifa á vefsíðuna Knúz.is. Staðreyndin er nefnilega sú að þessar konur, og þessar öfgar hafa svipt fullt af fólki vernd sem áður var að finna í lögum á Íslandi (þó takmörkuð væri). Þar sem þessar konur og karlar starfa við kynlífsþjónustu þá nýtur þetta fólk ekki lengur neinnar verndar í íslenskum lögum og er í raun réttindalaust. Lögreglan rannsakar skjólstæðinga þessa fólks og þeir eru dæmdir fyrir dómstólum náist til þeirra.

Með því að banna kaup á kynlífsþjónustu á Íslandi, hafa íslenskir öfga-feministar tryggt hagsmuni glæpamanna á Íslandi í kynlífsþjónstu. Þar sem glæpamenn starfa utan ramma lagana og hafa alltaf gert slíkt (þess vegna eru þeir kallaðir glæpamenn). Íslenskir öfga-femininstar hafa því gert glæpamönnum Íslands stóran greiða í þessum málefnum og tryggt þeirra hagnað um ókomin ár, og jafnvel áratugi ef eitthvað má marka söguna á Íslandi af svona bönnum.