Yfirvofandi hrun kaupfélagsveldisins í Skagafirði

Kaupfélagsveldið í Skagafirði er að hruni komið, þökk sé spillingu og græðgi innan kaupfélagsins sjálft (umfjöllun DV er að finna hérna). Þetta hrun er yfirvofandi, það er ekki hafið og mun væntanlega ekki skella á fyrr en ný efnahagskreppa hefst á Íslandi eftir nokkur ár. Í dag er Kaupfélag Skagfirðinga á toppnum, alveg eins og þegar Ísland var á toppnum árið 2007. Ári síðar var allt saman hrunið og mikil efnahagsvandræði komin af stað á Íslandi, efnahagsvandræði sem ekki sér fyrir endan á ennþá.

Í dag er Kaupfélag Skagfirðinga gífurlega valdamikið, er með Utanríkisráðherra í vasanum. Enda er Gunnar Bragi (sjá hérna) innanbúðarmaður KS á Sauðárkróki og því er stutt fyrir forstjóra KS að hringja og fá sínum hagsmunamálum framgengt. Eitt af þessum málum var stöðuvun aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Enda geta Bændasamtök Íslands, Kaupfélag Skagfirðinga og LÍÚ ekki hugsað sér frjálsa samkeppni á Íslandi með fisk og landbúnaðarvörur. Þetta verður nefnileg allt saman að vera innan þeirrar einokunar sem þessir aðildar halda uppi á Íslandi í þessum vöruflokkum. Enda er Kaupfélag Skagfirðinga síðasta kaupfélagið í einokunarveldi SÍS sem hrundi árið 1992.

Áhrif Kaupfélags Skagfirðinga byggja á spillingu, frændskap og ættartengslum. Slíkt er afskaplega óheilbrigt og er alltaf grunnur af efnahagslegu hruni og spillingu, enda er spillingin nú þegar komin fram hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og það er grunnurinn að hruni þeirra eftir örfá ár. Við þetta hrun þá munu völd KS einnig hrynja og það verður áhugavert að sjá hvernig það valdahrun mun koma fram á Íslandi, bæði til styttri og lengri tíma.

Yfirlýsingar Grunnars Braga um Evrópusambandið einkennast af vanþekkingu og viljanum til þess að blekkja og ljúga að fólki. Gott dæmi um þetta er sú fullyrðing Gunnars Braga að „[…] Spurt var um traust til sambandsins og var niðurstaðan sú að 60% treysta ekki sambandinu. Svo afgerandi lýsing á vantrausti hlýtur að valda stjórnendum ESB áhyggjum.[…]“ Vitnar Gunnar Bragi í frétt Daily Mail máli sínu til stuðnings. Sem er eiginlega vonlaust dæmi, þar sem Daily Mail er þekkt fyrir þá hegðun að skálda upp hlutina ef það hentar þeim.

Vor könnun Eurobarmeter sýnir að traust til Evrópusambandsins er lágt, en á sama tíma er traust til ríkisstjórna og þjóðþinga almennt lágt á sama tíma og þetta tvennt fer saman. Samkvæmt vorkönnun Eurobarmeter þá er 30% íbúa Evrópusambandsins með jákvæða mynd af því, á meðan 29% af fólki er með neikvæða mynd af Evrópusambandinu. Fólk með hlutlausa mynd af Evrópusambandinu er 39% samkvæmt vorkönnun Eurobarmeter. Þannig að fullyrðing Gunnars Braga (og Daily Mail) er því röng og ekki byggð á neinum staðreyndum. Slíkt kemur mér lítið á óvart, enda hafa Evrópuandstæðingar á Íslandi ekki verið þekktir fyrir að fara rétt með staðreyndir ef slíkt hentar þeim ekki.

Þegar þjóðin verður laus við Gunnar Braga, framsóknarflokkin og sjálfstæðisflokkinn. Þá mun íslenska þjóðin ganga í Evrópusambandið, taka upp evruna og hugsa til með hryllingi þegar þjóðin lét menn eins og Gunnar Braga, Sigmund Davíð og Bjarna Ben ljúga að sér og blekkja sig með stöðugum rangfærslum og lygum um Evrópusambandið.

Bloggfærsla uppfærð þann 18-Ágúst-2013 klukkan 23:56.