Loftkastalar evrópuandstæðinga

Á Íslandi er stór hópur sem berst gegn Evrópusambands aðild Íslands, þessir hópar hafa það sameiginlegt að vera sérhagsmunahópar, vera í einokunarstöðu og stýðir af fólki sem er mjög þröngsýnt og með alvarlegan skort á framtíðarsýn. Eina framtíðarsýnin sem evrópuandstæðingar á Íslandi hafa er fátækt, verðbólga og lægri kaupmáttur íslendinga. Ásamt óstöðugleika í hagkerfi Íslands með tilheyrandi vandamálum, samdrætti og krepputímabilum. Þetta er stórt atriði sem evrópuandstæðingar einfaldlega horfa fram hjá í umræðunni, láta sem það skipti ekki máli og halda síðan áfram að tala illa um evruna og Evrópusambandið. Á meðan hæla þeir íslensku krónunni fyrir að hafa „bjargað“ íslenskum efnahag á krepputímum og hag íslensku þjóðarinnar, á meðan staðreyndin er sú að íslenska krónan hefur aldrei þjónað íslendingum jafn illa og núna í dag.

Loftkastalar um að íslenska krónan hafi bjargað íslendingum eru nákvæmlega það og ekkert annað. Staðreyndin er sú að íslenska krónan bjargði ekki íslendingum og hefur aldrei gert það, þessi örgjaldmiðill íslendinga ber ábyrgð á lágum launum, skertum kaupmætti íslendinga. Árið 2008 voru laun íslendinga lækkuð um meira en 50% í upphafi kreppunar, reyndar var á tímabilið ástandið þannig að íslendingar voru fátækasta þjóð í allri Evrópu þó víðar væri leitað vegna íslensku krónunnar. Það hefur með gjaldeyrishöftum og öðrum aðgerðum tekst að draga úr þessum mun og er íslenska krónan þessa dagana á genginu 20 til 23 kr gagnvart dönsku krónunni (sem ég miða alltaf við þar sem ég er búsettur í Danmörku).

Daumsýn evrópuandstæðinga er nákvæmlega það sem hún er, draumsýn sem byggir ekki á neinu nema hugmyndafræði einangrunar og draumsýn um að Ísland geti staðið eitt fyrir utan hnattræn viðskipti og stefnur. Staðreyndin er sú að engar þjóðir geta leyft sér að standa fyrir utan viðskiptabandalög, enda hentar slíkt ekki neinum þjóðum og er gegn hagsmunum þeirra. Enda er það staðreynd að heimurinn hefur verið að skipta sér upp í svæðisbundin viðskiptabandalög sem stunda viðskipti sín á milli. Hérna er ágætt yfirlit yfir þau viðskiptabandalög sem eru nú þegar til staðar í heiminum.

Það er því til marks um ótrúlega skammsýni og þröngsýni að fara fram á viðræðuslit eins og Heimssýn vill núna að stjórnvöld geri. Það er einnig til marks um þröngsýni og skammsýni að báðir stjórnarflokkanir skuli vera á móti Evrópusambands aðild Íslands. Þetta ætti reyndar ekki að koma á óvart, yfirstéttin á Íslandi hefur alltaf verið bæði hrokafull, þröngsýn og heimsk svo öldum skiptir og það er ekkert að fara breytast á næstunni. Frekar láta þeir alla íslendinga lepja dauðan úr skel frekar en að skipta um skoðun. Síðan koma hinir íslensku sérhagmunir inn í Evrópusambands málið, á meðan LÍÚ gerir upp í evrum að mestum hluta (einhverjir gera upp í bandarískum dollurum), þá borga þeir starfsmönnum sínum í íslenskum krónum fyrir aðeins brot af þeim hagnaði sem uppgjör þeirra í evrum skilar sér. Enda sleppa fyrirtækin innan LÍÚ við kerfisbundin óstöðugleika íslensku krónunar með því að gera upp í evrum eins og núna er gert. Fyrirtækin græða en almenningur situr uppi með reikninginn endalausa á Íslandi.

Bændasamtök Íslands eru einnig á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu, enda geta þau ekki hugsað sér samkeppni á Íslandi eða leyft íslenskum bændum að komast upp úr þeirri fátækt sem þeir lifa við. Bændasamtök Íslands geta ekki hugsað sér samkeppni og það geta verslanir á Íslandi ekki heldur, þar sem þá er ekki hægt að hækka verðlag upp úr öllu valdi reglulega og mokgræða á því í leiðinni. Samkeppni eykur einnig þjónustu og gæði verslunar, slíkt má ekki sjást í dag á Íslandi. Þjónustan er öll eins lítil og hægt er að komast upp með og eins ódýr og hægt er að komast upp með það. Þetta er eitthvað sem Bændasamtök Íslands geta ekki hugsað sér að gerist, og verslun á Íslandi ekki heldur þegar á reynir. Til hvers að selja fólki góða vöru þegar hægt er að selja almenningi á Íslandi vonda vöru á dýru verði.

Á meðan evrópuandstæðingar stjórna umræðunni þá mun umræðan alltaf verða byggð á loftköstulum og draumsýn íslendinga um eigið ágæti og hæfileika. Það er hinsvegar lítið hægt að treysta á þessa draumsýn og loftkastala, enda er næsta víst að þeir muni hvorki koma með peninga í kassan eða bæta lífsgæði íslendinga á næstu árum og áratugum.