Efnahagslegur sannleikur um íslensku krónuna

Hérna er smá efnahagslegur sannleikur um íslensku krónuna.

Þann 1-Október-1981 var gengi íslensku krónurnar þetta hérna á miðgengi. Hérna nota ég USD, DKK og GBP þar sem þeir eru til allt þetta tímabil sem ég skoða. Aðrir gjaldmiðlar í Evrópu hafa hætt og evran hefur verið tekin upp í staðin í flestum tilfellum.

1 USD = 7,775 ISK.
1 GBP = 14,139 ISK.
1 DKK = 1,0658 ISK.

Þann 1-Október-1986 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 40,43 ISK.
1 GBP = 58,4535 ISK.
1 DKK = 5,2798 ISK.

Þann 1-Október-1991 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 59,4 ISK.
1 GBP = 103,7985 ISK.
1 DKK = 9,2286 ISK.

Þann 1-Október-1996 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 67,12 ISK.
1 GBP = 105,07 ISK.
1 DKK = 11,475 ISK.

Þann 1-Október-2001 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 100,56 ISK.
1 GBP = 148,4 ISK.
1 DKK = 12,325 ISK.

Þann 2-Október-2006 var þetta gengi íslensku krónunnar (gengi var ekki skráð þann 1-Október-2006 vegna þess að það var sunnudagur svo að ég tek næsta virka dag á eftir hérna).

1 USD = 70,12 ISK.
1 GBP = 131,39 ISK.
1 DKK = 11,945 ISK.

Þann 3-Október-2011 var þetta gengi íslenskur krónunnar (1 og 2-Október-2011 voru laugardagur og sunnudagur þannig að ég notaði næsta virka dag á eftir hérna).

1 USD = 118,48 ISK.
1 GBP = 184,15 ISK.
1 DKK = 21,286 ISK.

Þann 1-Október-2013 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 120,39 ISK.
1 GBP = 195,48 ISK.
1 DKK = 21,867 ISK.

Eins og hérna má sjá þá hefur gengi íslensku krónunnar farið stöðugt versnandi með tímanum og verðgildi íslensku krónunnar minnkað á móti. Slæmt gengi íslensku krónunnar er ekki bara hluti af efnahagshruninu sem varð á Íslandi árið 2008. Þetta er hluti af miklu stærra vandamáli sem hefur verið til staðar á Íslandi mjög lengi og er ennþá í gangi. Þetta vandamál mun ennfremur aldrei hverfa á meðan íslendingar nota íslensku krónuna sem gjaldmiðil.

Þegar ég heyri íslenska stjórnmálamenn tala um að þeir vilji halda í íslensku krónuna sem framtíðargjaldmiðil íslensku þjóðarinnar. Þá ofbýður mér vitleysan og ruglið, enda veit ég að fullyrðingar þessara manna eru ekkert nema kjaftæði og hafa alltaf verið það.

Tölurnar eru fegnar af vefsíðu Seðlabanka Íslands.