Nýr álftanesvegur lyktar af spillingu

Bygging nýs álftanesvegar lyktar af spillingu og pólitískum kaupum. Slíkt ætti ekki að koma á óvart, enda minna aðferðir spillingar á Íslandi á þær aðferðir sem spillingin mafíunnar í Ítalíu notar. Það er einnig staðreynd að álftanesvegur er mjög fáfarin vegur á höfuðborgarsvæðinu, þarna fara í kringum 7000 bílar á sólarhring. Það gerir um 583 bílar á klukkutíma allan sólarhringinn (umferð er auðvitað misjöfn yfir daginn og þetta er áætluð tala). Fyrir höfuðborgarsvæðið þá er þetta nákvæmlega engin umferð. Þarna á að fara byggja veg fyrir umferð upp á 20.000 til 30.000 bíla á sólarhring, með tilheyrandi hringtorgum um vegagerð. Staðreyndin er hinsvegar sú að þessi mikla umferð sem þarna er gert ráð fyrir mun aldrei koma fram, enda er þróun úthverfa á höfuðborgarsvæðinu ekki á þessa leið.

Spillingin í kringum þetta mál er ótrúleg, þar sem það á augljóslega að koma þessum veg á grunni úreltu umhverfismati. Þetta umhverfismat er orðið 13 ára gamalt og er bæði útrunnið og ónýtt. Bæjarstjórn Garðabæjar virðir þessa staðreynd að vettugi, það gerir einnig verktakinn í þessu verki, auk innanríkisráðuneytisins og annara lögaðila sem að þessu máli koma. Slíkt er auðvitað ekkert annað en spilling og merki um þá slæmu stjórnsýslu sem þrífst á Íslandi þegar sjálfstæðismenn eru við völd.

Síðan er núna verð að vanvirða réttarkerfið á Íslandi með því að halda framkvæmdum áfram á meðan þetta mál er fyrir dómstólum á Íslandi. Það breytir engu um það hversu lengi málið í kringum þennan veg er fyrir dómstólum, það á ekki að framkvæma á meðan svo er. Slíkt er ólöglegt að mínu mati og það á að sekt og jafnvel fangelsa þá sem standa í slíkum framkvæmdum á meðan kæra þeirra sem vilja vernda þetta hraun er fyrir íslenskum dómstólum. Staðreyndin er sú að það er ekki hægt að taka aftur þær skemmdir sem þarna hafa verið unnar á íslenskri náttúru. Þær eru óafturkallanlegar með öllu og það er því algerlega óásættanlegt að þarna skuli vera framkvæmt á meðan þessi framkvæmd er fyrir dómstólum á Íslandi. Það er einnig staðreynd að mun ódýrara hefði verið að laga og breyta núverandi veg heldur en að leggjast í þessa framkvæmd þarna. Það er engin ástæða til þess að byggja nýjan veg, sérstaklega þegar ljóst má vera að umferðin sem um hann á að fara mun aldrei koma.