Ísland séð erlendis frá

Ég hef verið búsettur í Danmörku núna í rétt rúmlega tvö ár núna. Á þessum tveim árum hefur margt breyst á Íslandi og ekkert endilega til góðs. Það sem hefur þó helst breyst hefur ekki orðið til góðs, vegna þess að þær hugmyndir og hugmyndafræði sem þar er að finna. Uppgangur þess sem er ekkert annað hægt að kalla en öfgar hefur verið hræðilegur á Íslandi síðustu ár en kemur lítið á óvart. Þar sem það er verið að ýta á þetta opinberlega af stjórnmálaflokkum á Íslandi og síðan hinum ýmsu félagslegu hópum sem komst upp með að halda fram næstum því hverju sem er án athugasemda.

Þetta vandamál nær ekki eingöngu til stórra hópa, heldur einnig til einstaklinga. Nýlega tapaði ég vini vegna þess að hann sættir sig ekki við þá skoðun mína að konur eigi að vera frjálsar og ákveða sjálfar hvað þær gera. Hann vill nefnilega banna vændi og styður slíkt að fullum krafti. Síðan tekur þessi fyrrverandi vinur minn ekki í mál að sætta sig við þá skoðun og staðreynd að slíkt er í reynd skerðing á frelsi fólks og hefur alltaf verið. Þetta fór þannig að umrædd persóna talar ekki lengur við mig og hefur lokað á mig (blokkað) á Facebook. Jafnvel þó svo að hann væri með hástemmdar yfirlýsingar að hann hefði fengið verra yfir sig í umræðunni á internetinu (sem ég hallast að sé kjaftæði miðað við viðbrögðin). Þessi viðbrögð voru hinsvegar mjög íslensk, þar sem íslendingar almennt taka gagnrýni sem árás svo að þeir þurfi ekki að horfast í augu við gagnrýnina. Síðan til þess að toppa vitleysuna þá sakaði hann mig um að vera öfgafullan fyrir að vilja að konur hefðu það frelsi yfir líkama sínum og ættu að njóta þess réttar að ríkisvaldið væri ekki að skipta sér af því hjá hverjum þær væru að sofa hjá og afhverju þær gerðu það. Síðan eyddi hann mér út af Facebook og blokkaði mig þar. Líklega er þetta endinn á þessari vináttu sýnist mér. Þar sem ég reikna ekki með að þessi hugsunarháttur renni af manninum á næsta áratug og líklega lengur sýnist mér.

Staðreyndin er sú að öfgamönnum finnst þeir ekkert vera öfgafullir. Þeir bregðast þó allir ókvæða við þegar þeir eru gagnrýndir og rök færð fyrir því að málflutningur þeirra sé ekki upp á mikið og jafnvel ómerkilegur oft á tíðum. Það sem gerðist með þennan fyrrverandi vin minn er hinsvegar lýsandi fyrir það sem er að gerast á Íslandi og í íslensku þjóðfélagi. Íslenskt þjóðfélag yfir heildina er að verða öfgafullra og fólk sem berst gegn þessum öfgum fær oft yfir sig hótanir og jafnvel mannorðs-morð á internetinu. Löggjafarvaldið gerir ekkert í þessu, enda eru öfgamenn sjálfir komnir við völd á Íslandi [Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur] enda eru það öfgamenn einir sem vilja drepa menningu og koma í veg fyrir starfsemi listamanna eins og núna er verið að gera á Íslandi. Ég reikna ekki með að þetta batni á næstu árum og jafnvel ekki áratugum. Uppgangur öfgamanna og hugmynda þeirra í efnahagskreppum eru þekkt stærð. Á Íslandi hefur hinsvegar öfgafólkinu tekist að komast til valda og þegar slíkt gerist verður fjandinn laus og ekkert gott mun koma útúr þessu ástandi.

Þegar maður horfir á Ísland utanfrá þér sér maður geðveikina, valdasýkina, öfgarnar og klíkuskapinn. Þetta verður augljóst þegar maður býr erlendis í einhvern tíma og mann langar ekkert í þetta ástand aftur. Hvað fyrrverandi vin minn varðar. Þá var hann kóngur í einn dag en ekkert meira en það.

Þegar maður horfir á efnahagsmálin utanfrá þá áttar maður sig fyrst á því hversu mikil geðveiki efnahagsmál á Íslandi eru. “Skuldaleiðréttingin” er ekkert nema ein stór blekking og mun ekki skila neinu. Ódýrara hefði verið fyrir íslendinga að fella niður verðtrygginguna á lánum en halda verðtryggingunni hugsanlega á sparnaði í bönkum. Þannig hefði verið tryggt að fólk hefði getað borgað niður húsnæðislánin sín á skynsamlegum tíma og án þess að eiga það á hættu að lánið hækki yfir greiðslutímann. Eins og er raunin núna í dag og verður raunin þrátt fyrir þessar “björgunaráætlanir” ríkisstjórnarinnar á skuldamálum íslenskra heimila. Núverandi áætlun ríkisstjórnarinnar er því ekkert nema skyndilausn sem mun til lengri tíma eingöngu skapa fleiri vandamál en henni er ætlað að leysa.