Heimssýn vill vegabréfáritanir á Íslendinga til Evrópu (Evrópusambands ríkjanna)

Heimssýn vill að íslendingar lendi allir sem einn í vegabréfsáritunum hjá ríkjum Evrópu. Hvort sem fólk væri að fara í sumarfrí eða að gera eitthvað annað. Þetta er augljóst hjá þeim, sérstaklega þegar þeir tala á móti Evrópusambandinu, EFTA og EES. Staðreyndin er nefnilega sú að íslendingar geta eingöngu flutt til og ferðast til Evrópu (ESB ríkjanna) á grundvelli EES og EFTA. Þegar Heimssýn talar gegn EES og gegn Evrópusambandinu, þá eru þeir einnig að tala gegn frjálsri för íslendinga til Evrópu.

Ef íslendingar færu úr EES samningum eða honum yrði sagt upp (eftir lætin í Sviss, þá gæti það gerist). Þá yrðu íslendinga sem ætluðu sér að flytja til annara ríkja Evrópu fyrir utan Norðurlöndin að sækja um búsetuleyfi, atvinnuleyfi, sýna fram á hæfniskröfur og fleira á þeim nótunum áður en viðkomandi sem ætlaði sér að flytja kæmist jafnvel frá landinu. Það yrði nú ljóta vesenið á íslendingum sem ætluðu að fara í frí til Spánar að þurfa að sækja um vegabréfsáritun allt að einu ári áður en lagt yrði af stað í fríið. Ólíkt því sem er núna í dag. Þar sem íslendingar geta bara farið í flugvélina á leið í sólina án þess að þurfa nokkurntímann að hugsa um vegabréfsáritanir og hugsanlegar kröfur sem slíkum áritunum fylgja.

Evrópusambandið er nefnilega meira en bara evran, efnahagsleg samvinna og pólitísk samvinna. Þarna kemur margt fleira við sögu sem íslendingar taka sem sjálfsögðum hlut í dag. Réttindi sem eru ekki sjálfsögð og mun erfiðara er að fá til baka ef íslendingar tapa þeim hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins.