Yfirgenglegar lygar Evrópuvaktarinnar um Evrópusambandið

Það er ótrúlegt að sjá hvernig Evrópuvaktin lýgur stöðugt að fólki um Evrópusambandið. Nýjasta dæmið er fullyrðing þess efnis að fjöldi þeirra laga sem eru tekin upp í aðildarríkjum Evrópusambandsins séu í kringum 78%. Þessi fullyrðing er haugalygi og ekkert sannleikanum samkvæm. Samkvæmt könnun sem ég fann frá árinu 2009 á vef hjá Bresku Evrópusamtökum. Þá kemur þar fram að fjöldi þeirra laga sem eru tekin upp í Bretlandi er ekki meiri en 8 til 10% að mestu er fjöldi laga frá Evrópuþinginu/Framkvæmdastjórn ESB/Ráðherraráðinu aldrei meiri 30% af þeim fjölda laga sem er tekinn upp á hverju ári hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Styrmir Gunnarsson kemur með þessa fullyrðingu í dag í færslu sem heitir „Yfirgengilegur hroki ESB„. Þar setur hann fram þessa hérna fullyrðingu.

[…] Hún fagnaði því að 70% af löggjöf Breta kæmi frá Brussel. Hún fullyrti að þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um ESB gæti ekki verið trúverðug. […]

Í þeirri könnun sem ég vitna í hérna að ofan kemur þetta hérna fram um uppruna þessar fullyrðingar.

[…] The 75 per cent figure used by one political party is as misleading as the claim of 84 per cent. It originates from a speech made by the-then President of the European Parliament, Hans-Gert Pottering, when he was emphasising the importance of the role of the Parliament because it had to consider and approve three-quarters of the EU’s legislation. This has been misrepresented as Mr Pottering claiming that 75 per cent of „Europe’s laws“ derive from the EU. […]

Hægt er að lesa greinina hérna í heild sinni.

Þeir einu sem eru hrokafullir á Íslandi eru Evrópuandstæðingar. Það er ekki nóg með að þeir séu hrokafullir. Þeim er einnig alveg sama um hagsmuni almennings, sem hefur hvað mesta hagsmuna að gæta við aðild Íslands að Evrópusambandsins með upptöku Evru [Eurozone] í kjölfarið (mundi einhver í alvörunni sakna stöðugu hruni íslensku krónunnar).