Ríkisstjórnin segi af sér án tafar

Ríkisstjórn Íslands á að segja af sér án tafar. Fólkið sem er í ríkisstjórn Íslands og viðkomandi stjórnmálaflokkum er ekki fært um að stjórna Íslandi og huga á sama tíma að hagsmunum almennings. Það hefur sýnt sig að núverandi ríkisstjórn hugsar meira um hagsmuni fárra á Íslandi frekar en alls almennings. Á þessum grundvelli hefur ríkisstjórnin brugðist hlutverki sínu og því ber henni að segja sér nú þegar. Boða ber til nýrra Alþingiskosninga eins fljótt og mögulegt er.