Undarlegar verðmyndanir olíufélaganna

Mér þykja viðskiptahættir olíufélaganna vera mjög furðulegir um þessar mundir. Sérstaklega í ljósi þess að verð á olíu erlendis er núna rúmlega $10 lægra en þegar það var sem hæst. Um daginn var verð á olíu hæst $147 og verðið á bensíni hérna á landi miðast ennþá við það olíuverð meira eða minna. Það er ekki hægt að kenna þessu bensínverði á gengið, það er mjög svipað og það var þegar olíuverðið var sem hæst og gengið breytist ekkert um helgar.

Samkvæmt frétt AP, þá er olían komin í rúmlega $130 á mörkuðum í Asíu.

Það þarf greinilega að framkvæma rannsókn á olíufélögnum. Þessi verðlagning hjá þeim getur ekki átt sér eðlilegar skýringar.

Tengist frétt: Eldsneytisverð hækkaði um helgina