Ruglið í Evrópu-andstæðingum á Íslandi

Það er eins og að Evrópu-andstæðingar á Íslandi kunni ekki stjórnmál, skilji þau ekki og átti sig ekki á innihaldi hlutanna. Þetta á sérstaklega við þegar það kemur að umræðum um Evrópusambandið, sem þetta fólk er á móti, röksemdafærslur þessi, sem er reyndar of vel í gefið, standast ekki neina skoðun eða rök og hafa aldrei gert.

Þetta fólk veit fullvel að Evrópusambandið er samvinnuverkefni 28 aðildarríkja þess og allar reglur og lög sem þar eru sett eru samþykktar af öllum aðildarríkjum þess. Engin lög eða reglur sem þarna eru til staðar eru í andstöðu við eitthvað af aðildarríkjum þess. Fullyrðingar um annað eru lygi af hálfu þeirra sem setja þær fram.

Það er annað sem einkennir umræðu Evrópu-andstæðinga á Íslandi, það er tal um „bjölluat“[1] og að „kíkja í pakkann“[1]. Þetta er kjaftæði og þjónar eingöngu áróðurstilburðum þeirra að setja þetta svona fram. Íslendingar hafa alltaf vitað hvaða skyldur og reglur fylgja því að ganga í Evrópusambandið, eitthvað af þessum reglum er hægt að semja um, þar sem ekki allar reglur eða lög Evrópusambandsins ná til íslenskra aðstæðna (það er í raun óþarfi að semja um þessi atriði, það er þó hægt upp á formsatriðin að gera). Í þeim tilfellum þar sem þarf að semja um sér-reglur vegna Íslands þá verður það gert, gott dæmi um slíka þörf er innflutningur á lifandi dýrum sem þarf að njóta sérstakra reglna vegna aðstæðna lífríkis á Íslandi og þeirra dýrastofna sem eru á Íslandi. Hvort sem þeir eru náttúrulegir eða fluttir inn af mannavöldum til ræktunar matvæla.

Endalaus þvættingur í Evrópu-andstæðingum á Íslandi er orðin mjög þreytandi, sérstaklega delluna sem er að finna í Bændablaðinu um Evrópusambandið[2]. Þar sem ýmislegt sett fram um Evrópusambandið sem stenst ekki og oft á tíðum eru settir fram hlutir þar sem eru ekkert annað en uppspuni Bændablaðsins og Bændasamtaka Íslands sem reka blaðið. Hvers vegna Bændablaðið fær að komast upp með svona lyga áróður er ofar mínum skilningi, þar sem að í alvöru ríki væru aðrir fjölmiðlar búnir að taka þetta blað og rífa það sundur fyrir þann áróður sem þar er skrifaður.

Heimssýn og Evrópuvaktin hjá Birni Bjarnasyni eru gott dæmi um skipulagðan áróður sem stenst ekki neina skoðun. Þarna eru á ferðinni vefir og samtök sem standa fyrir það eitt að dreifa ranghugmyndum um Evrópusambandið á Íslandi. Heimssýn var á sínum tíma stofnuð upp úr andstöðunni við EES samninginn, samning sem hefur reynst íslendingum afskaplega vel á þeim tuttugu árum sem hann hefur verið í gildi.

Það versta sem íslendingar gera er að hlusta á þetta rugl sem er að finna hjá Evrópu-andstæðungum á Íslandi. Það hefur það sannast að þetta fólk hefur rangt fyrir sér og efnahagslega þá þýðir stefna þessa fólks að Ísland mun standa verr en það annars gerði. Heimurinn er að breytast og hefur verið að breytast síðustu 35 árin, ef íslendingar taka ekki þátt í þeim breytingum. Þá verða íslendingar einfaldlega skildir eftir, fátækir, einangraðir og með ónýtan gjaldmiðil auk þeirra láglaunastarfa sem fylgja slíkri stöðu landsins.

1: Forvitnin drap köttinn
2: http://www.bbl.is/baendabladid/