Heimssýn stefnir Íslandi fram af bjargbrúninni

Það er margt sem fólkið í Heimssýn skilur ekki. Tvö af þeim hugtökum sem þetta fólk skilur ekki eru orðin „fullveldi“ og „sjálfstæði“ þýða í raun. Þessi hugtök eru engu að síður mikið notuð af Heimssýn til þess að réttlæta andstöðuna við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er þó merkilegt að Heimssýn hefur ekki útskýrt fyrir almenningi á Íslandi hvað það þýðir ef íslendingar standa fyrir utan Evrópusambandið og evruna.

Það er kominn tími til þess að Heimssýn og aðrir andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi útskýri fyrir almenningi á Íslandi hvað það mun þýða fyrir almenning á Íslandi að standa fyrir utan Evrópusambandið og evruna. Það þýðir lítið að tala bara um „fullveldi“ og „sjálfstæði“, þar sem þessi orð eru gjörsamlega tilgangslaus ef ekkert stendur á bak við þau.

Þeir sem að Ísland gangi í Evrópusambandið hafa útskýrt mál og hvað það þýðir fyrir almenning á Íslandi. Þó mætti gera meira af því í dag og með skýrari hætti.