Ríkisstjórn Íslands segi tafarlaust af sér

Ég hér með krefst þess að ríkisstjórn Íslands segi tafarlaust af sér. Á sama tíma verði einnig hafin rannsókn á embættisverkum þessar ríkisstjórnar, ráðherrum þeirra og þeir dregnir fyrir dómara og dæmdir fyrir glæpi sína ef einhverjir eru. Það er ennfremur alveg ljóst að Utanríkisráðherra hefur brotið gegn þrískiptingu ríkisvaldsins eins og sagt er fyrir um það í stjórnarskrá Íslands. Slíkt telst vera refsivert athæfi samkvæmt íslenskum lögum um ráðherraábyrgð. Fyrir þetta verður Utanríkisráðherra að sæta refsingu sem og aðrir ráðherrar sem hafa samþykkt þetta skjal. Síðan má einnig benda á þá staðreynd að þetta skjal sem Utanríkisráðherra afhenti Evrópusambandinu og ráðmönnum þess er ólöglegt. Þar sem það hefur ekki verið samþykkt af alþingi og er því ekki löggilt afstaða Alþingis íslendinga. Enda er samkvæmt íslenskri stjórnsýslu ætlast til þess að ráðherrar framkvæmi vilja Alþingis, þetta virkar ekki á þann hátt sem íslendingar eru núna að sjá.

Síðan legg ég til þess að íslendingar mótmæli þessu af fullum krafti (þegar veður leyfir) og núverandi ríkisstjórn verði hrakin frá völdum með illu ef ekki dugar annað til. Það er komið nóg af þeirri valdníðslu sem núverandi ríkisstjórn Íslands stendur í þessa dagana.

Fréttir þessu tengdu

Ísland ekki lengur umsóknarríki að ESB (Rúv.is)