Fólkið sem veit ekkert um Evrópusambandið á YouTube

Heimssýn / Nei við ESB hafa gefið út tvö myndbönd þar sem tekin eru viðtöl við fólk sem augljóslega veit ekkert um Evrópusambandið.

Það er mjög einfalt að afsanna allar þessar fullyrðingar sem þetta fólk segir með einfaldri leit á internetinu. Síðan eru það er staðreynd að sáttmálar Evrópusambandsins eru mjög skýrir og hægt að lesa þá á vefsíðu Evrópusambandsins.

Það skal tekið fram að allar helstu réttarbætur sem íslendingar hafa fengið á síðustu áratugum eru komnar frá Evrópusambandinu og undanförum þess, auk aðildar Íslands að EFTA færði íslendingum miklar réttarbætur og kjarabætur. Mikið af þessu fólki barðist einnig á móti aðild Íslands að EFTA með nákvæmlega sömu „rökum“ og eru notuð í þessu myndböndum sem Heimssýn / Nei við ESB hafa útbúið og sett á YouTube.

Fyrsti hluti (varúð, mjög mikil heimska og 19 aldar hugsunarháttur)
Annar hluti (varúð, ennþá meiri heimska)

Grein uppfærð klukkan 01:47 UTC.