Sveitastjórn Þingeyjasveitar segi af sér án tafar

Í ljósi ritskoðunartilburða sveitarstjórnar þingeyjasveitar þá er það mín krafa og væntanlega fleiri að sveitarstjórnin segi af sér án tafar. Ástæðan er sú að hérna er verið að ganga gegn frelsi fjölmiðla í Þingeyjarsveit með mjög alvarlegum hætti. Það er Vísir.is sem segir frá þessari þöggunartilraun sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar (tengill neðst). Fjölmiðlinn 641.is fjallar um þetta mál hérna á vefsíðu sinni. Þetta hérna er enn eitt dæmið um þá afskaplega óvönduðu stjórnsýslu sem á sér stað á Íslandi og ekki er brugðist við, enda á svona stjórnsýsla að vera afsagnarsök í öllum tilfellum. Hérna er um að ræða þöggunartilburði, ritskoðunartilburði og ógnun í garð frjálsra fjölmiðla í þessu sveitarfélagi og í raun víðar á Íslandi. Þetta er ekki eina dæmið um svona hegðun og oft á tíðum er þessi hegðun mun stórtækari en það sem gerðist hérna. Svona hegðun íslenskra stjórnmálamanna verður að hætta, annars er ekki hægt að reka lýðræðisþjóðfélag á Íslandi.

Frétt vísir.is

Meirihluti Þingeyjarsveitar hjólar í héraðsmiðil