Blásið í nýja efnahagskreppu á Íslandi

Núna er verið að blása í nýja efnahagsbólu á Íslandi og efnahagskreppu í kjölfarið. Ástæða þessa er mjög einföld, núverandi ríkisstjórn Íslands tók þá ákvörðun að setja 80.000 milljónir króna í hagkerfið án þessa að innistæða væri fyrir því. Þetta hefur valdið neyslubólu og aukinni verðbólgu í kjölfarið. Einnig sem að húsnæðisverð hefur farið hækkandi undanfarna mánuði af sömu ástæðu.

Ekki veit ég hvernig næsta efnahagskreppa hefst eða hvenær nákvæmlega sú kreppa skellur á. Almenna reglan er samt sú að um er að ræða tvö til fimm ár frá toppi efnahagsbólu á Íslandi þangað til að efnahagskreppa skellur á. Það fer eftir aðstæðum hvernig málin þróast á hverjum tíma. Hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands mun líklega flýta því að kreppa skelli á Íslandi, verðbólgan mun einnig aukast á Íslandi á næstu mánuðum. Þó ekki eingöngu vegna hækkunar stýrivaxta, heldur einnig vegna þeirra 80.000 milljóna króna sem voru settar úti í hagkerfið án þess að fyrir þeim væri innistæða. Síðan mun skuldsetning aukast á næstunni, bæði vegna verðbólgu en einnig vegna þess að laun á Íslandi eru lág og fólk er oft að bjarga sér með því að taka yfirdráttalán til þess að komast af síðustu daga mánaðarins. Slíkt skapar vítahring vandamála sem mun seint verða leystur nema með hærri launum á Íslandi, eitthvað sem núna er verið að berjast gegn af atvinnurekendum og íslenska ríkinu þessa stundina.

Þessa stundina er handstýring á gengi íslensku krónunnar. Þó er alveg eins víst að gengi íslensku krónunnar verði fellt handvirkt þegar efnahagskreppan á. Slíkt hefur verið stíll í íslenskum stjórnmálum um áratugaskeið og það er ekkert sem bendir til þess að íslensk stjórnmál hafi breyst í eldri stjórnmálaflokkunum eftir efnahagshrunið árið 2008.