Útsending N4 rugluð, nema fyrir notendur Vodafone afruglara

Fyrir nokkru síðan fór sjónvarpsstöðin N4 í útsendingu yfir dreifikerfi Vodafone yfir DVB-T2 senda sem þeir reka fyrir Rúv. Ég væri ekki að skrifa um þetta, nema fyrir þá staðreynd að N4 er ekki áskriftarstöð og hefur ekki verið auglýst þannig. Þannig að margir gætu því verið að velta því fyrir sér afhverju Vodafone ruglaði N4 eingöngu fyrir áskrifendur sína. Ástæðan er sú að með þessu getur Vodafone rukkað (undir loftnet) alla sem vilja horfa á N4 1067 kr eða 711 kr fyrir CAM afrulgara.

Í dag eru flest ný sjónvörp með DVB-T2 móttakara og því þarf fólk ekki að leigja sérstaklega afruglara af Vodafone til þess að geta horft á útsendingar sjónvarpsstöðvana, hvort sem það er DVB-T eða DVB-T2 útsending. Síðan er hægt að kaupa móttakara sem geta tekið á móti þessum útsendingum og af þeim þarf bara að borga eitt gjald (eins og af sjónvörpum). Með því að rugla sjónvarpsrásir sem annars væru ókeypis, eins og N4 hefur verið á undanförnum árum. Þá getur Vodafone leyft sér að rukka fólk fyrir aðgang að þessum rásum og í reynd neyða fólk í áskrift (bara að afruglara). Sú staðreynd að Vodafone er með einokunarstöðu á markaðnum fyrir sjónvarpsútsendingar og útvarpsútsendingar á Íslandi gerir þetta mun alvarlegra. Ég væri ekki að gera athugasemdir við þetta ef N4 væri áskriftarstöð og væri að selja áskriftir. Þetta jafngildir því að Vodafone færi að rugla Skjá einn einn daginn og eingöngu notendur afruglara Vodafone gætu séð rásina, þó svo að þeir væru ekki að borga neitt aukalega fyrir.