Heimssýn heldur í lygina

Í Finnlandi þessa dagana eru öfgamenn við völd. Einn af þessum öfgamönnum, sem er núna utanríkisráðherra Finnlands heldur því fram að Evran sé skaðleg efnahag Finnlands og það er alveg ljóst að viðkomandi er búinn að gleyma kreppunni í Finnlandi í upphafi tíunda-áratugarins. Staðan er sú að staða Finnlands er í dag betri með evrunni en utan hennar. Andstæðingar evrunnar hafa engin rök til þess að halda þessum fullyrðingum sínum fram.

Heimssýn hefur heldur ekki nein rök gegn evrunni. Það sem þeir hafa eru lygar og meiri lygar. Ekki neinar staðreyndir og þannig hefur það alltaf verið hjá þessum þjóðernissinnum, sem byggja málflutning sinn á hatri og rökleysu.