Heimssýn á móti lýðræði og gagnrýni

Í takt við aðra ólýðræðislega stjórnmálaflokka og hópa sem eru á móti Evrópusambandinu. Þá kemur Heimssýn núna fram í dag sem ólýðræðislegur hópur fólks sem er á móti lýðræðinu og eðlilegri gagnrýni á stjórnvöld, stjórnmálaflokka og fólk með völd. Í grein sem Heimssýn skrifar í dag er tekið undir ólýðræðisleg vinnubrögð, gerræði og einræði stjórnmálaflokka í Póllandi og Ungverjalandi, þar hafa ráðandi stjórnmálaflokkar nefnilega komið málum þannig fyrir að þeir eru að gera sjálfan sig einráða í viðkomandi löndum. Í Ungverjalandi hefur þetta tekist að einhverju leiti en ljóst er að án aðildar landsins að Evrópusambandinu þá væri staðan mun verra en það er einnig ljóst að staðan í Ungverjalandi er ekki eins góð og hún ætti að vera fyrir aðildarríki að Evrópusambandinu.

Hjá Heimssýn er látið sem þessi yfirgangur gegn lýðræðinu í Póllandi og Ungverjalandi sé andstaða gegn Evrópusambandinu í Brussels, staðreyndin er hinsvegar sú að ekkert er fjær sannleikanum. Staðreyndin er nefnilega sú að stuðningur í Póllandi við Evrópusambandsins aðild Póllands er í kringum 80%. Ég hef ekki heyrt neinar tölur fyrir Ungverjaland en mig grunar að þær séu á svipuðu róli.

Það er alveg ljóst að Heimssýn hefur alltaf verið á móti virku lýðræði á Íslandi. Enda hafa þeir aldrei talað öðruvísi en í þeim tón að baki skoðunum þeirra sé hugmyndafræði um einræði og alræði stjórnmálamanna á Íslandi og í öðrum ríkjum. Íslendingar ættu að forðast samtök eins og Heimssýn og tengda stjórnmálaflokka ef þeir vilja viðhalda lýðræðinu á Íslandi.