Sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju (MMDS) líkur árið 2017

Samkvæmt fréttatilkynningu þá mun sjónvarpsútsendingum yfir örbylgju ljúka þann 1. Júlí 2017. Þetta kemur til vegna þess að færa á LTE (4G) þjónustu yfir á þetta tíðnisvið í samræmi við ákvörðun ESB um úthlutun tíðnisviða. Í dag ráða allir 4G farsímar við móttöku á 2600Mhz þó svo að það tíðnisvið sé ekki notað fyrir 4G þjónustu eins og er. Þá hefur einnig 2100Mhz verið opnað fyrir notkun á 4G þjónustu en í dag er þar eingöngu 3G þjónusta. Það er ljóst að með tímanum mun 4G þjónusta taka yfir alla þá notkun sem er núna á 2G (GSM) og 3G (UMTS) kerfum (tal og gagnamagn). Þessi breyting mun taka stökk uppá við þegar farið verður að loka fyrir GSM þjónustuna á Íslandi eftir einhver ár, mín ágiskun er að farið verður að loka fyrir GSM þjónustuna á Íslandi eftir rúmlega 10 til 15 ár.

Sú þróun að slökkt sé á GSM kerfum er nú þegar hafin erlendis. Hérna eru tvö dæmi frá Ástralíu, í Bandaríkjunum mun AT&T slökkva á sínu GSM kerfi 1. Janúar 2017.

Preparing your business for the 2G/GSM network shut down in Australia
Optus to kill 2G GSM network, Vodafone to keep it going

Fréttatilkynning Póst og Fjarskiptastofnunar

Beiðni Vodafone um endurnýjun á tíðniheimild fyrir MMDS sjónvarpsútsendingar synjað