Þegar hótaninar fóru að berast

Það stóð ekki að viðbrögðunum hjá þeim aðilum sem ollu því að ég skrifaði þennan hérna póst á bloggið mitt. Viðbrögðin voru þó önnur en ég átti von á. Í stað þess bara að rífast á netinu, þá ákvað viðkomandi fólk að fara að hóta mér. Já, ég sagði hóta mér. Ekki beinar hótanir, sem þannig yrðu kæranlegar til lögreglunnar. Heldur hótanir sem ganga útá það að „valda mér veseni“, þessar hótanir eru bæði óskýrar og óljósar. Þó er augljóst að hugsanlega stendur eitthvað á bak við þær. Það sem ég óttast mest er að viðkomandi aðilar fari að ljúga í stjórendur skólans sem ég er í. Sem er mun verra heldur en þær kjaftasögur og lygar sem viðkomandi eru núna þegar farnar að breiða út um mig.

Nánar um þessar hótanir. Það er ekki nóg með að umræddir einstaklingar hafi hótað að valda mér „veseni“ yfir internetið. Heldur kom kærasti einnar þeirra og heimtaði að ég tæki umrædda færslu niður af internetinu, annars mundu þau fara að valda mér umræddu „veseni“. Ég auðvitað þvertók fyrir það, enda læt ég ekki svona rudda segja mér fyrir verkum, þó svo að mér sé hótað. Enda er það stefnan hjá mér að láta svona fólk ekki komast upp með svona. Enda er reynslan sú að það versnar þá bara við það..Umræddur kærasti sagðist einnig ekki vera hræddur við lögregluna, enda hefði hann verið handtekinn um síðustu helgi (líklega vegna drykkjuláta eða slagsmála?) og honum fyndist vera ekkert mál að vera handtekinn að lögreglunni. Síðan kallaði hann mig fífl og fávita þegar að hann fór inní herbergi hérna á vistinni (þar sem að hann var gestkomandi). Þess má einnig geta að umræddur kærasti gaf mér fokk-jú merki þegar ég var á gangi á Sauðarkróki í dag, þegar hann keyrði framhjá. Slíkt er auðvitað ekki vænlegt til samninga við mig. Ég hunsaði þetta og lét það ekki á mig fá. Aftur á móti vildi ég ekki tala við hann í kvöld, en varð því miður að gefa eftir þar sem ég hafði ekki aðra möguleika í stöðunni. Þangað til að ég var búinn að gefa honum þvert nei.

Ég gerði lauslegt bakgrunnstékk á umræddum aðilum og þá kom í ljós að umræddar stelpur voru að stunda grimmilegt einelti í grunnskóla. Umrætt einelti var víst svo slæmt, samkvæmt sögunni. Að stelpan sem varð fyrir eineltinu að skipta um skóla í 10 bekk. Ég er vissum að fólk kannast við þessa sögu. Ég tel einnig víst að þessi saga sé nokkuð rétt í heildina, þó svo að smáatriði gætu verið röng.

Það sem ég óttast í öllu þessu er sú staðreynd að þetta fólk virðist vera ofbeldishneigt, allavega er mjög stutt í þær tilhneginar hjá þeim. Miðað við óljósar hótanir um „vesen“ hjá mér, frá þessu fólki. Ég vona þó að þetta fólk láti það vera að ráðst á mig, eða láti vini sína gera það. Þar sem að það er ekkert grín að lenda á sakaskrá eða í fangelsi.

Ég mun skrifa meira um þetta mál ef ástæða þykir til. Enda er eins gott að skrá þetta uppá framtíðina og vonandi gefa fólki kjark til þess að standa í hárinu á svona ruddum sem þrífast á því að gefið er eftir hótunum þeirra og níðingshætti.

2 Replies to “Þegar hótaninar fóru að berast”

  1. Sæll Jón.
    Þú átt að reyna að leiða þetta hjá þér. Gott samt að skrifa dagbók um þetta á netið (kannski ekki birta það strax) og einnig að reyna að ná myndum af þessu liði og hafa þær tiltækar á netinu.
    Gangi þér annars vel.

  2. Ég er að leiða þetta fram hjá mér. Aftur á móti ég mér að skrifa um þetta. Það svona sirka það eina sem ég mun gera ef ekkert annað gerist.

    Síðan vil ég að þetta deyji og hverfi sem fyrst. Og að þetta fólk átti sig á því að heimurinn snýst ekki endilega um hvað því finnst og hvað það vill.

Lokað er fyrir athugasemdir.