Kennir Öryrkjabandalaginu um sína eigin vanhæfni

Það er ótrúlegt að fylgjast með því hvernig Eygló Harðardóttir kennir Öryrkjabandalaginu um sína eigin vanhæfni og stefnu í málefnum öryrkja og hvernig tekjur þeirra eru. Ég veit ekki nákvæmlega afhverju Öryrkjabandalagið dró sig úr þessum viðræðum um breytingar á tekjum öryrkja. Mig grunar að það hafi mikið með stefnu framsóknarflokksins í þessum málaflokki, sem hefur hingað til verið hrikaleg og til skammar. Enda hefur framsóknarflokkurinn alltaf litið á öryrkja sem vandamála fólk sem eigi helst ekki að virða viðlists. Sama viðhorf er einnig að finna í sjálfstæðisflokknum sem fer með fjármálaráðuneytið. Það hefði alveg verið hægt að hækka tekjur öryrkja til jafns við aldraða þó svo að viðræðum félagsmálaráðuneytisins og öryrkjabandalagsins hafi siglt í strand. Þetta var bara ákvörðun sem Eygló tók til þess að refsa Öryrkjabandalaginu og öryrkjum fyrir að gagnrýna og samþykkja ekki skerðingarhugmyndir hennar á örorkubótum ef öryrkjar leyfa sér að vinna eitthvað aðeins til þess að bæta hjá sér lífsgæðin.

Eygló þarf hinsvegar ekki að hafa áhyggjur af þessu eftir kosningar. Vegna þess að hún verður ekki ráðherra eftir kosningar, það er ekki einu sinni víst að hún verði þingmaður.

Fréttir þessu tengdu

Eygló vonsvikin með Öryrkjabandalagið (Rúv.is)
Von­brigði að ÖBÍ hafi dregið sig út (mbl.is)