Unga fólkið sturtar niður framtíðinni með því að mæta ekki á kjörstað

Það er alveg ljóst á meðan unga fólkið mætir ekki á kjörstað, þá breytist ekki neitt á Íslandi og peninga-íhaldsöflin á Íslandi vinna kosninganar á slæmri kjörsókn. Slíkt er slæm niðurstaða fyrir alla íslendinga og sérstaklega unga fólkið, þar sem það tekur oft marga áratugi að laga til í hagkerfinu eftir slæma efnahagsstjórnun stjórnmálaflokka sem eru með handónýta hugmyndafræði um efnahagsmál og skatta á Íslandi. Enda er það svo eins og ég nefni hérna að framan, þeir sem græða á slæmri kjörsókn er íhaldið og framsóknarflokkurinn (bændaflokkurinn sem vill einangra Ísland frá umheiminum).