Andstæðingar Evrópusambandsins ljúga að þér

Það er vinsælt á Íslandi að heyra fullyrðingar Evrópuandstæðinga vera tekna sem einhvern heilagan sannleika en síðan eru fullyrðingar stuðningsmanna þess að Ísland gangi í Evrópusambandið rakkaðar niður og oft fær maður að heyra þetta hérna.


Skjáskot af blog.is.

Þetta var mitt svar við lygum ESB andstæðingsins Páls Vilhjálmssonar. Maðurinn sem kallar sig “Hrossabrest” er augljóslega einnig ESB andstæðingur.

Staðreyndin er mjög einföld. Íslendingar hafa verið að gera hlutina að mestu leiti eftir hugmyndum ESB andstæðinga undanfara áratugi og gögnin eru komin inn. Hugmyndafræði og hagfræði ESB andstæðinga virkar alls ekki og hefur aldrei gert. Á meðan ESB getur ekki komið í veg fyrir að lélegar ákvarðanir séu teknar á ríkisstjónarstiginu þá er ljóst að ESB aðild mundi dempa stórkostlega afleiðingar af lélegum afleiðingum.

Síðan myndu landsbyggðarstyrkir Evrópusambandsins einnig sjá til þess að restin af einbreiðum brúm á Íslandi yrðu tvöfaldaðir og að vegir í sveitum Íslands fengju almennilega uppfærslu til að ná þeim upp í þær kröfur sem Evrópusambandið setur um slíka vegi.

Á meðan íslendingar vilja ekki ganga í Evrópusambandið, þá verður meðal annars gott vegakerfi á Íslandi ekkert nema draumur einn.