Þjófnaður á hafi úti

Morgunblaðið segir frá því að skipverjar á Sea­bed Constructor hafi verið byrjaðir á því að rífa flakið af Mind­en. Það eru umtalsverð verðmæti í þeim málmi sem er í skipinu (stál og öðru slíku) og undanfarna mánuði hefur það gerst að kafbátar og herskip hafi verið fjarlægð ólöglega af hafsbotnum í kringum eyjuna Jövu og víðar. Stjórnvöld í Indónesíu segjast ekkert geta gert, sem er auðvitað tómt kjaftæði. Það virðist sem að hver svo sem leigði rannsóknarskipið Sea­bed Constructor hafi ætlað sér að ræna skipinu af hafsbotni og selja í brotajárn fyrir hagnað.

Það hefur ekki ennþá komið fram (svo ég hafi tekið eftir) hver var þarna á ferðinni. Íslensk stjórnvöld eiga hinsvegar að fara í mál við viðkomandi og kæra hann fyrir þjófnað og skemmdarverk á fornminjum á hafsbotni og krefjast gríðarhárra skaðabóta. Að öðrum kosti eiga íslensk stjórnvöld að láta stjórnvöld í Þýskalandi vita af málinu svo að þau geti hafið lagaferli gagnvart viðkomandi einstaklingum eða fyrirtæki sem stóð að þessu (í því tilfelli ef umrætt skip er eign þýska ríksins samkvæmt alþjóðlegum sáttmálum).

Frétt The Guaridan um svipað mál.

Wartime shipwrecks are being illegally salvaged. Are we powerless to stop it?

Frétt Morgunblaðsins.

Voru byrjaðir að rífa flakið