Í lögum um fjölmiðla er skilyrðislaust bann við hatursáróðri

Í lögum um fjölmiðla er skilyrðislaust bann við hatursáróðri og dreifingu hans. Af þessu er ljóst að Útvarp Saga er í órétti þegar útvarpstöðin dreifir áróðursefni um flóttamenn, samkynhneigða og aðra minnihlutahópa á Íslandi. Þetta nær einnig til vefmiðla sem dreifa hatursáróðri og eru starfræktir frá Íslandi. Þessi lagagrein nær ekki til blogg-síðna og annara slíkar miðlunar, slíkt verður að taka á öðruvísi og kæra viðkomandi einstaklinga fyrir brot á hegningarlögum þar sem slíkt á við (lagagreinar geta verið mismunandi eftir tilvikum).

27. gr. Bann við hatursáróðri og hvatningu til refsiverðrar háttsemi.
[Fjölmiðlum er óheimilt að hvetja til refsiverðrar háttsemi. Einnig er þeim óheimilt að kynda með markvissum hætti undir hatri á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, trúarskoðana, þjóðernis eða menningarlegrar, efnahagslegrar, félagslegrar eða annarrar stöðu í samfélaginu.] 1)

Lög um fjölmiðla 2011 nr. 38 20. apríl

Það er því ljóst að lögreglunni og Póst og Fjarskiptastofnun ber að loka Útvarpi Sögu með valdboði þar sem útvarpsstöðin hefur brotið þessa lagagrein margoft á sínum starfstíma og hefur ekki farið í felur með það. Útvarp Saga hefur dreift ógeðfelldum áróðri gegn flóttamönnum og öðrum minnihlutahópum á Íslandi án þess að nokkur hafi stoppað það og það er einfaldlega komið nóg af slíku.