Það er ekki hægt að hafa sjálfstæðisflokkinn í starfsstjórn fram að kosningum

Miðað við þá stöðu sem er komin upp og þá mynd sem þetta sýnir af íslendingum þá er ljóst að ekki er hægt að hafa sjálfstæðisflokkinn í starfsstjórn fram að kosningum. Starfstjórn sem er skipuð af stjórnmálaflokkum er alltaf pólitísk stjórn. Það á að rjúfa þing nú þegar að kjósa eftir 45 daga á Íslandi. Annað er ekki í stöðunni.

Íslendingar eiga ennfremur ekki að kjósa sjálfstæðisflokkinn, vegna þess að flokkurinn er tengdur spillingu og glæpsamlegri hegðun. Það er ekki boðlegt að kjósa slíkt.