Innantóm orð Vinstri Grænna, Bjartar Framtíðar og Viðreisnar um mannréttindi

Það er ljóst á fréttum Rúv í kvöld að innan Vinstri Grænna eru mannréttindi eingöngu að finna í takmörkuðu upplagi. Eftirtalið er haft eftir Katrínu Jónsdóttur formanni Vinstri Grænna. Það sama má segja um Óttar Proppé þegar það kemur að málefnum feðgina frá Afganistan (stórhættulegt land) og fjölskyldu frá Nígeríu (stórhættulegt land)

Orð Óttar Proppé á Rúv í kvöld.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir flokkinn leggja áherslu á þrennt. „Endurskoðun eða lagfæring á lögum um útlendinga, þegar kemur að beitingu Dyflinnarreglugerðarinnar sérstaklega, þar höfum við horft til lagabreytinga frekar en ríkisborgararéttar til þess að gæta jafnræðis. Við höfum líka verið að horfa á lög um notendastýrða persónulega aðstoð, NPA. Síðan hefur verið talað um það að finna lausn á breytingatillögu á stjórnaskrá, en ég veit ekki alveg hvort að það er raunhæft markmið,“ segir Óttarr.

Orð Katrínar Jónsdóttur í frétt Rúv.

„Við leggjum áherslu á það að það verði gripið til aðgerða vegna málefna barna í hópi hælisleitenda. Við höfum horft til þess að þar verði reynt að finna almenna lausn með breytingu á útlendingalögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Katrín nefnir líka breytingar á lögum varðandi uppreist æru og endurskoðun á stjórnarskrá.

Vandamálið við svona “almennar” lausnir er það að ekki er um neinar almennar lausnir að ræða. Þar sem Útlendingastofnun finnur alltaf leið til þess að túlka lagabreytingar á þann hátt að hægt sé að vísa fólki frá Íslandi. Þetta er auðvitað eitthvað sem á ekki að líðast á Íslandi en gerist engu að síður.

Það er ennfremur ekki hægt að treysta á Viðreisn varðandi veitingu ríkisborgararéttar umræddra fjölskyldna, þar sem viðhorfið hjá þeim virðist vera það sama og hjá Bjartri Framtíð og Vinstri Grænum. Það á að gera einhverjar óljósar almennar breytingar sem munu ekki skila neinum breytingum í raun og í reynd mun þetta eingöngu tryggja að þessum fjölskyldum verður vísað frá Íslandi. Þetta er ekki afstaða sem hægt er að samþykkja og gjörsamlega óþolandi að svona afstaða skuli vera hjá stjórnmálaflokkum sem þykjast styðja mannréttindi en í raun virðist það ekki vera raunin.

Sigurður Ingi formaður framsóknarflokksins tekur vel í þetta frumvarp en ég er ekki viss um að þingmenn í hans flokki séu á sömu skoðun og formaðurinn (enda margir fornaldarlegir þingmenn í þeim flokki). Formaður sjálfstæðisflokksins lætur ekki ná í sig þessa stundina.

Það á að veita fjölskyldum Abrahims og Haniye Maleki, auk Mary og fjölskyldu hennar ríkisborgararétt á Íslandi áður en kosningar verða og við fyrsta tækifæri. Annað er til skammar og setur stórt spurningarmerki við þá stjórnmálaflokka sem þykjast styðja mannréttindi á Íslandi, auk þess koma þessi viðbrögð af stað spurningum um raunverulegt siðgæði innan þessara stjórnmálaflokka.

Frétt Rúv frá í kvöld

Fá þingmál á dagskrá fyrir kosningar

Eldri fréttir af þessu sama máli af vefsíðu Rúv

Mótmæltu brottvísun tveggja stúlkna – Það er vitnað í þingmann Viðreisnar hérna en ljóst er að lítið er að marka þessa afstöðu miðað við það sem kemur fram í dag.
Vilja að Mary og Haniye fái ríkisborgararétt