Að lofa fleiri holum og niðurskurði á Íslandi

Það er alveg ljóst að ef sjálfstæðisflokkurinn með framsóknarflokknum og viðreisn komast til valda á Íslandi. Þá er ljóst að meira verður skorið niður í almennri þjónustu á Íslandi, fleiri holur verða í sveitavegum Íslands. Það verður meira einkavætt í heilbrigðiskerfinu á Íslandi og gjöld á veikt fólk verða aukin.

Eina góðærið á Íslandi um þessar mundir er hjá ríku fólki á Íslandi. Meirihluti alls almennings á Íslandi er ekki að njóta þeirra tekna sem aukinn ferðamannastraumur á Íslandi hefur komið með til Íslands. Ástæðan er spilling manna og kvenna sem eru tengd inn í sjálfstæðisflokkinn, framsóknarflokkinn eða viðreisn (sem er einnig tengd inn í sjálfstæðisflokkinn). Þetta hefur sem dæmi fært ákveðnum fyrirtækjum forskot á keppinauta í ferðamannaiðnaðinum. Í landbúnaðarmálum er staðan orðin þannig að íslenskir bændur eiga allt sitt undir tveim fyrirtækjum sem ráða öllu á markaðunum og þegar staðan er orðin þannig þá er engin samkeppni og íslenskir bændur verða bara að sætta sig við það sem þeim er rétt eða svelta annars.

Það er nóg af dæmum af þessu á Íslandi en ljóst er að ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Þá ætla íslendingar sjálfviljugir að láta spillt fólk rústa efnahag Íslands ennfrekar og auka ennþá meira á eymdina sem þrífst á Íslandi vegna spillingar og græðgi fámenns hóps.