Lygar þjóðrembunar á Íslandi

Þjóðremba er eitt það mest skemmandi fyrirbæri sem hægt er að hugsa sér í nútímaþjóðfélagum. Sérstaklega í ljósi þess að þjóðremban er fær um að færa nútímaþjóðfélög aftur um mörg ár í hugsunarhætti, einnig sem að þjóðremban er fær um að kalla fátækt yfir heilu þjóðfélögin.

Á Íslandi er mikil þjóðremba í gangi þessa dagana vegna hinna ýmsu mála sem eru núna í gangi. Þessi skaðlega þjóðremba er á góðri leið með því að einangra íslendinga í samfélagi þjóðanna og kalla yfir þjóðina langvarandi fátækt og afturhald.

Lygar þjóðrembunar á Íslandi snúast þjóð ekki um bara hvað sem er, og ekki gegn hverjum sem er. Heldur snýst þjóðremban á Íslandi um tvennt, meintan glæsileika íslensku þjóðarinnar og síðan gegn útlendingum sem ætla víst að koma hingað til lands til þess eins að taka allt af okkur íslendingum.

Stærsta goðsögnin í þessu snýr að fiskveiðum, og þá er fullyrðingin sú að ef íslendingar ganga í ESB þá muni útlendinga koma hingað til lands og taka allan fisk af íslendingum og veiða upp allan fiskinn í íslenskri lögsögu. Þessu er haldið fram, jafnvel þó svo að ekki sé nokkur einasti fótur fyrir þessari fullyrðingu, hvorki á síðari árum eða núna í dag. Þeir sem halda þessari fullyrðingu á lofti geta ekki bent á nein dæmi máli sínu til stuðnings, og hafa aldrei getað gert það. Enda eru ekki nein slík dæmi til.

Síðan er það fullyrðingin að útlendingar ætli sér að koma hingað til lands og taka af íslendingum alla orkuna. Þessi fullyrðing er jafnvitlaus og fullyrðingin með fiskinn, enda er það þannig að það er ekki fótur fyrir þessari fullyrðingu, og eins og með fiskinn þá hefur ekki ein sönnun verið lögð fram þessum fullyrðingum til staðfestingar. Þeir sem halda þessu fram nenna ekki einu sinni að benda á dæmi úr Evrópu máli sínu til stuðnings, enda kemur slíkt ekki á óvart. Þar sem þeir sem halda þessu fram hafa ekki nein dæmi til að vísa í úr Evrópu.

Þær þjóðrembuhugmyndir sem snúa að íslendingum eru mjög vitlausar ef þær eru skoðaðar nánar. Sú hugmyndafræði að íslendingar séu bestir í hinu og þessu er fáránlegt, sérstaklega í ljósi þess að síðustu áratugi hafa íslendingar verið að dragast aftur úr nágrannalöndum í menntun, tækni og núna síðast í lífsgæðum. Það einu sem íslendingar eru virkilega góðir í er sú staðreynd að þeir eru mesta wannabe þjóðin í allri Evrópu.

Síðan eru aðrar minni fullyrðingar á þessum nótum í umræðunni í dag, fullyrðingar sem eru bæði rangar og ekki byggðar á neinum staðreyndum, og eru í reynd bara uppspuni frá rótum þeirra sem koma með þær, eða endurtaka þær í umræðunni.

Ef íslendingar vilja komast upp úr ástandi sem núna ríkir á Íslandi, þá þarf þjóðin að sætta sig við raunveruleikann eins og hann er, og vinna og bæta sig út frá því hvernig raunveruleikinn er. Það dugar lítið að ljúga að sjálfum sér og þykjast síðan vera eitthvað sem maður er ekki. Slíkt endar alltaf í hörmungum og leiðindum, eins og íslendingar hafa rækilega fengið að kynnast á síðastliðnu ári.

Ef íslendingar vilja vera alvöru þjóð, þá þurfum við að hætta að þykjast og eigum þess í stað að vera eitthvað raunverulegt. Hvað það nákvæmlega er verða íslendingar sjálfir að finna útúr með tíð og tíma.

Grein um þjóðernishyggju á Íslandi í sambandi við ESB umræðuna

Hérna er góð grein um þá þjóðernishyggju sem plagar umræðuna á Íslandi varðandi hugsanlega aðild Íslands að ESB. Ég veit ekki hversu gömul þessi grein er, en ég reikna með þetta sé nokkura ára gömul grein.

Nokkrir punktar úr þessari grein.

Pólitíkin er duttlungafull skepna eins og allir vita. Fyrir um tveimur árum þegar ég vann við grein mína „Discussing Europe: Icelandic Nationalism and European Integration“ fyrir bók Baldurs Þórhallssonar, Iceland and European Integra­tion, var Evrópu­sambandið efst á baugi í íslenskum stjórnmálum ? kannanir birtust í fjöl­miðlum nær daglega sem sýndu sitt á hvað eindreginn stuðning meðal almennings við umsókn í sambandið eða skýra and­stöðu við inngöngu. Stjórnmálamenn hentu þessar fréttir á lofti til stuðnings sinnar eigin afstöðu, allt eftir því hvað hentaði þeim best hverju sinni. Á þessum tíma virtist allt benda til þess að afstaðan til Evrópu­sambandsins yrði mál málanna í alþingiskosningum sem þá voru í undirbúningi. Þegar til kom þurfti þó ekki nema eitt stórt bollumál til að ryðja ESB út af borðinu og þangað hefur sambandið varla komist síðan. Í kosningabaráttunni virtust allir stjórn­málaflokkarnir sammála um að ræða ekki Evrópumálin, þau töldust einfaldlega ekki vera á dagskrá, og á síðustu vikum, eftir að Baugur varð efstur á baugi í þjóðmálunum er eins og þau hafi endanlega sokkið niður fyrir sjóndeildarhring stjórnmálanna.

Að hluta til stafar þetta af því að íslenskir stjórnmálamenn hafa í raun aldrei verið neitt sérstaklega áfjáðir í að ræða um þátttöku Íslands í Evrópusamrunanum. Það er þannig alkunn stað­reynd að afstaða þeirra til Evrópusambandsins sker sig nokkuð úr því sem þekkist í öðrum löndum álfunnar þar sem almenningur er víðast hvar í nágrannalöndum okkar nokkuð efins um ágæti sambandsins, á meðan allstór meiri­hluti ráða­manna ? ?elítunnar? ? styður veru landa sinna í því eða inngöngu í það með ráðum og dáð. Þessi sérstaða Íslands er einmitt helsta viðfangs­efni bókarinnar sem hér er til umræðu, þótt hún gefi, eins og títt er með bækur fræði­manna, engin einhlít svör við spurningunni. Í inngangi bókar­innar er lagt til að við­fangsefnið sé kannað út frá sex tilgátum, sem hver um sig tengist almennum fræðileg­um kenningum um hegðun smá­ríkja á alþjóðavettvangi, frekar en að leita einnar, altækrar skýringar á sérstöðu Íslands í þessu efni ? og liggur þar sjálfsagt að baki sú staðreynd að við flóknum samfélags­legum spuningum fást sjaldan einföld svör. Sú tilgáta sem fram kemur í grein minni hljóðar einhvern vegin svona ? í íslenskri þýðingu:

[…]

Nærtæk skýring á þessu er sú staðreynd að íslensk stjórnmál mótuðust í sjálfstæðisbaráttu við Dani þar sem fullveldi landsins var hið heilaga markmið stjórn­málanna. Það er engin tilviljun að stærsti stjórnmálaflokkur landsins heitir Sjálf­stæðisflokkur, en nafnið vísar sem kunnugt er með tvennum hætti til sögu sjálfstæðis­baráttunnar: Fyrri vísunin kemur fram í nafninu sjálfu, þ.e. flokkurinn er flokkur sjálfstæðis Íslands, en hin síðari í því að hann ber nafn Sjálfstæðisflokksins eldri og heldur því merki hans á lofti löngu eftir að sjálfstæðisbaráttunni við Dani er lokið.

Önnur skýring á styrk þjóðernisstefnunnar á Íslandi er sú að enda þótt allnokkuð sé nú liðið síðan sjálfstæðisbarátt­unni lauk þá eru þeir sem nú ráða mestu í íslenskum stjórnmálum ein fyrsta kynslóð stjórnmálamanna sem tók ekki beinan þátt í þeim slag. Flestum þeirra er eflaust í fersku minni þegar handritin komu ?heim? árið 1971, en sá atburður er eins konar táknrænn endir deilnanna við Dani og endanleg viðurkenning herraþjóðarinnar fyrrverandi á því að Íslendingar væru þjóð með þjóðum. Arfsögn sjálfstæðisbar­áttunnar mótar því enn lífsviðhorf margra íslenskra stjórnmálamanna með beinum hætti, á sama hátt og hún á sterkar rætur í hugum mikils fjölda kjósenda, enda tóku núverandi ráðamenn við kyndlinum af mönnum sem tekið höfðu beinan þátt í lokasennum sjálfstæðisbaráttunnar.

[…]

Það er enginn vafi í mínum huga að þessi viðhorf til sjálfstæðisins hafa mótað hugmyndir íslenskra stjórnmálamanna til Evrópusambandsins. Fáir miðju-hægriflokkar í Evrópu eru jafn andsnúnir sambandsaðild og Sjálfstæðisflokkurinn ? jafnvel forystumenn í Íhaldsflokknum í Bretlandi leggja mér vitanlega ekki til að landið segi sig úr sam­bandinu þótt þeir finni því annars flest til foráttu. En um leið og ég legg áherslu á að þjóðernisstefnan sé ákveðinn lykill að skilningi á viðbrögðum íslenskra ráðamanna til ESB vil ég taka fram að þetta segir aðeins hálfa söguna. Staðreyndin er nefnilega sú að þrátt fyrir að afstaða íslenskra ráða­manna til fullveldisins hafi oft verið mjög ídealísk, þá hafa gerðir þeirra ávallt einkennst af mjög ákveðnu raunsæi. Þannig stigu íslenskir stjórnmálamenn á stokk við stofnun lýðveldis og hétu því að láta hið heilaga fullveldið aldrei af hendi aftur. Samt leið innan við áratugur þar til þessir sömu menn afhentu Bandaríkjamönnum íslensk varnarmál, sem höfundar, allt frá Jean Bodin á 16. öld til Zygmunts Baumans við lok hinnar 20., hafa litið á sem eina helstu stoð fullveldis­ins. Sami tví­skinnungur ? eða raunsæi, allt eftir því hvernig menn líta á málin ? hefur komið fram í Evrópumálunum, þar sem sömu stjórn­málamenn og sverja að berjast með oddi og egg gegn afsali fullveldis til ESB höfðu forgöngu um samþykkt EES-samnings, en með vissum rökum má halda því fram að í honum felist jafnvel meira fullveldis­afsal en með fullri aðild að Evrópusambandinu. Því sýnist mér sem svo að íslenskir stjórn­málamenn óttist í raun og veru ekki afsal fullveldis sem slíkt, þ.e.a.s. ef þeir telja hagsmunum lands og þjóðar best borgið með slíku afsali þá hafa þeir ekki hikað við að leggja það til. Aftur á móti eiga þeir mjög erfitt með að viðurkenna slíkt fullveldis­afsal vegna þess að slíkt kallar ávallt á ásökun um svik við hinn æðsta draum Íslendinga ? sjálfstæðið.

[…]

Hægt er að lesa alla greinina hérna fyrir neðan.

Íslensk þjóðernisstefna og orðræðan um Evrópumál

Aukið útlendingahatur á Íslandi

Maður þarf ekki lengi að skoða bloggsíður á Íslandi til þess að sjá að það er stóraukið útlendingahatur komið af stað á landinu. Þetta útlendingahatur kemur til vegna þeirra erlendu glæpahópa sem hafa komið til Íslands undanfarna mánuði og staðið að faröldrum innbrota á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Þessir glæpahópar hafa þó yfirleitt náðst og eitthvað af þýfinu verið endurheimt. Þessir glæpahópar hafa náðst þrátt fyrir að mikill niðurskurður sé í gangi hjá lögreglunni.

Á þessu keyra útlendingahatarar á Íslandi, og njóta talsverðs fylgis við öfgafullar og ógeðslegar skoðanir sínar í því umhverfi sem hefur ríkt, og ríkir á Íslandi um þessar mundir. Enda varð íslenskur almenningur skotmark erlendra glæpahópa, og innlendra í kjölfarið á efnahagshruninu árið 2008. Þar sem umræddir glæpahópar sáu þarna tækifæri til þess að græða, og það er ljóst að þessir glæpahópar voru ekki að hika við að koma hingað til þess að ræna fólk.

Útlendingahatur er stórhættulegt fyrirbæri fyrir þjóð. Þar sem það elur upp xenophobiu sem aftur kallar á einangrunarhyggju. Bæði eru stórhættuleg fyrirbæri, þar sem þau draga úr framförum hjá viðkomandi landi og koma í veg fyrir eðilega þróun viðkomandi landa. Bæði félagslega og efnahagslega.

Vegna þessa aukins útlendingahaturs á Íslandi. Þá kalla margir eftir því að Íslend segi upp Schengen samstarfinu, sem mundi þýða að aftur yrði tekið upp vegabréfaeftirlit til og frá Íslandi, og íslendingar mundu lenda í vegabréfaeftirliti við komuna til Evrópskra landa, einnig allra Norðurlandanna. Það liggur einnig fyrir að úrsögn úr Schengen mundi ekki breyta neinu fyrir þann glæpafaraldur sem ríkir á Íslandi um þessar mundir. Þar sem að innlendir glæpamenn mundu bara taka við af þeim erlendu, og selja þeim þýfið í staðinn með stórum hagnaði. Þannig að hagnaðurinn af úrsögn úr Schengen samstarfinu yrði nákvæmlega enginn fyrir Íslendinga. Það er einnig ljóst að EES samningurinn tryggir frjálst flæði fólks hingað til lands.

Fréttir um þetta mál.

Margt hefur áunnist með Schengen-aðild (vísir.is / Fréttablaðið)
Skoða tímabundna vegabréfsskoðun til landsins (Morgunblaðið / Dogginn)

Nánar um Schenge samstarfið.

The Schengen area and cooperation

Grein á Breskri vefsíðu um Feminista

Hérna fyrir neðan er grein úr Breskri vefsíðu þar sem feminstar eru harðlega gagnrýndir fyrir þröngsýni og yfirgang. Þessi gagnrýni sem þarna er að finna miðast auðvitað við Breska umræðu, en hluta af þessari gagnrýni má alveg skella á íslenska feminsta. Sem virðast stunda það að niðurlægja konur með halda því fram að þær séu heimskar og geti ekki tekið ákvarðanir uppá sitt einsdæmi.

Greinin er skrifuð af konu í Cambrigde.

The Feminist bandwagon

Forgive me for jumping on the bandwagon, and most of you are probably tired of hearing the arguments from this so called feminist debate, but I just couldn’t resist having my say as well after reading the article and comments that appeared on the Guardian website, along with the comments from CUSU representatives.

As a woman I feel I have the authority to say that I find Miss Rowenna Davis’ ‘argument’, or lack there of, and the various comments supporting it completely ludicrous. They are vilifying the young male founders of the Tab for ‘promoting’ sexism by posting scantily clad women on their website, and making out that the women themselves, specifically, ‘the pink bikinied model’, are victims of their misogynistic regime. This I find much more insulting and degrading to women. Are we so pathetic, naïve and easily led that we need the so called minority of intelligently sound women, like those within CUSU, to protect us by taking away our personal freedom, not even allowing any young woman to have the choice of whether to take her clothes off or not for a publication? Are we so subjugated that when we choose to do something that perhaps another woman wouldn’t do, it must be because a man influenced us in our decision? For god’s sake, can we not give ourselves some credit? We need to face the fact that some women actually want to pose provocatively for the cameras, for whatever reasons, while other women find it repulsive. For those in the latter category, it is not your place to tell these women what they can and can’t do, particularly those intellectuals from Cambridge who actually might have made an informed decision. For those in the former, you need to take responsibility for your actions and try not to pass it off as someone else’s mistake.

I find it a real shame that the integrity of women has been undermined, not by other women taking off their kit, but by those women who think that they shouldn’t even be given the opportunity to. By those women who believe the models have been coerced by much more powerful, influential men than themselves (three of the richest students in Cambridge my arse).

I find it a real shame that these women feel so powerless in combating the real feminist issues within Cambridge that they attack a student run tabloid paper and the men and women who have worked hard to make it happen – but then again, I suppose it’s easier to tackle the little people than it is the establishment.

Ógnarstjórn sjálfstæðisflokksins síðustu árin

Síðustu ár á Íslandi hefur ríkt ógnarstjórn sjálfstæðisflokksins. Þessi ógnarstjórn var með fullri þáttöku framsóknarflokksins á þessum tíma. Á þeim tíma sem Samfylkingin var í ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum var eitthvað slegið á þessa ógnarstjórn, en hún var engu að síður til staðar.

Þessi ógnarstjórnun var mjög einföld í framkvæmd, og gekk útá það að þagga niður í öllum gagnrýnendum sjálfstæðisflokksins og vini þeirra. Aðferðin var einföld, að ráðast á viðkomandi með skít og skömm ef ekkert annað dugi, og niðurlægja opinberlega. Hin aðferðin sem var mikið notuð (og er notuð í dag af Morgunblaðinu) var að hóta fólki beint, með þá starfsmissi eða með því að skaða feril viðkomandi á Íslandi, og helst erlendis ef hægt var.

Sök framsóknarflokksins á þessu er einnig talsverð, þar sem þeir notuðu einnig þessa aðferð. Þá annaðhvort með sjálfstæðisflokknum, eða með hjálp afla sem tengdust sjálfstæðisflokknum beint.

Áhrif þessara ógnarstjórnunar sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins síðustu ár eru mjög augljós. Fólk þorir ekki annað en að kjósa sjálfstæðisflokkinn í dag, þrátt fyrir þá staðreynd að þeir hafa mikið á samviskunni og eru í raun óhæfir í að stjórna landinu. Þetta gildir einnig um framsóknarflokkinn.

Besta leiðin til þess að losna við svona ógnarstjórn er að losa sig við þá sem stunda slíkt. Fólk á því ekki að kjósa sjálfstæðisflokkinn eða framsóknarflokkinn í framtíðinni.

Íslendingar leita að óvinum og finna þá

Íslendingar hafa tekið upp mjög slæma siði eftir banka og efnahagshrunið á síðasta ári. Íslendingar hafa tekið upp á því að leita sér að óvinum, og hafa jafnan fundið þá án vandamála. Enda er einfalt að búa til óvini, þar sem engir eru.

Þessa stundina eru óvinirnir Bretar, Hollendingar, IMF, ESB, Norðmenn og fleiri aðildar sem hafa ekki farið eftir hugdettum hrokafullra íslendinga í einu og öllu. Gallin við þetta er auðvitað sú staðreynd að þeir sem búa sér til óvini, þar sem engir eru. Enda vinalausir og allslausir á endanum.

Íslendingar gleyma þó eina raunverulega óvininum sem þeir eiga. Þeim sjálfum. Það er nefnilega staðreynd að íslendingar eru sínir eigin mestu óvinir. Enda hefur það sýnt sig að íslendingar hafa reglulega tekið ákvarðanir sem kosta þá mikla hagsmuni til lengri tíma. Slíkt hefur slæm áhrif fyrir kjör almennings til lengri tíma, eins og íslendingar þekkja vel í dag, og hafa þekkt í gegnum söguna.

Að mínu mati er því skynsamlegast að samþykkja aðildarsamning að ESB þegar hann liggur fyrir. Það gengur ekki að íslendingar vinni gegn sínum eigin hagsmunum, eins og hefur verið gert undanfarna áratugi.

Óraunhæfir íslendingar og ójarðtengdir fjölmiðlamenn

Ég er að komast á þá skoðun að íslendingar séu upp til hópa óraunsæisfólk. Sem hvorki nennir eða hefur áhuga á því að meta stöðuna fyrir það sem hún er. Núna er fólk brjálað yfir því að það sé ekki búið að gera neitt varðandi efnahagshrunið. Þó svo að staðreyndin sé í reynd allt önnur.

Það virðist vera ríkjandi skoðun að þar sem áhrifin sjáist ekki strax, þá hafi það einfaldlega ekki gerst. Ekkert gæti verið fjarri sanni. Það er búið að gera fullt á stjórnmálasviðinu, t.d er innflutningi og útflutningi haldið gangandi á Íslandi.

Flest svið samfélagsins eru ennþá starfandi, og fólk getur ennþá verslað í matinn. Staðreyndin er að hrunið á Íslandi hefði getað endað mun verra.

Raunsæið segir manni að best sé að henda krónunni, styrkja efnahaginn með því að gerast aðili að ESB og styrkja tengslin við önnur Evrópuríki innan ESB. Það er óraunsæi að fara í hina áttina.

Þetta mættu sumir fjölmiðlamenn á Íslandi átta sig, áður en þeir stíga nýtt stef í bulli á blogginu sínu. Ég minni á, það er erfitt að komast á toppinn, en einfalt að detta niður á botnin. Það er ennþá einfaldara að missa sjónar umræðunni þegar viðkomandi starfar í fjölmiðlum. Enda er alltaf þægilegt að velja sjónarmið sem henta manni, en ekki sjónarmið sem eru óþægileg, jafnvel erfið.

Íslenskir fjölmiðlamenn þurfa sumir að komast í snertingu við raunveruleikan. Þar sem að margir af þeim hafa tapað því sambandi eftir hrunið. Hver ástæðan er fyrir því veit ég ekki, en hún er örugglega áhugaverð.

Siðrof í íslensku samfélagi

Það er orðið augljóst fyrir mér að það hefur orðið alvarlegt siðrof í íslensku samfélagi. Áhrif þessa siðrofs eru hægt og rólega að koma í ljós þessa dagana. Enda er orðið augljóst að glæpamenn eru farnir að notfæra sér það ástand sem hefur skapast í málefnum lögregluyfirvalda á Íslandi. Þessi glæpabylgja hefur farið frekar hægt af stað síðustu mánuði, en innbrotum hversskonar hefur fjölgað og það sama má segja um skemmdarverk ýmisskonar.

Það sem virðist valda þessu siðrofi er það áfall sem íslenska þjóðin fékk í kjölfarið á bankahruninu. Það sem kom þá í ljós var eitthvað sem var þvert á það sem íslensku þjóðinni hafði verið sannfærð um á síðustu árum, en þessi sannfæring snérist um að íslensku þjóðinni hafði verið sannfærð um að hún væri best í öllu. Hvort sem það væri fjármál, fiskveiðar eða bara hvað sem íslenska þjóðin gerði. Það eru auðvitað gömul sannindi að ekki er hægt að viðhalda svona blekkingu til eilífðarnóns, eins og varð raunin með íslenskt samfélag.

Sannleikurinn er oft á tíðum erfiður og erfitt að sætta sig við hann. Reyndar bregðast margir við raunveruleikanum þegar hann skellur á þeim með þeim hætti sem sést í íslensku þjóðfélagi í dag. Með því að brjóta viðmið samfélagsins, og þá lögin á sama tíma. Við þessu ástandi verða stjórnvöld að bregðast nú þegar, enda er mjög slæmt að koma böndum á þetta ástand ef það fær að þróast í friði.

Glæpamenn eru alltaf til í þjóðfélögum, en það sem er að taka fótfestu á Íslandi er mikill fjöldi fólks fer að brjóta lögin viljandi. Vegna þess að því finnst brotið á því, hvort sem það er staðreyndin eða ekki.

Hérna eru nokkrar gerðir af afneitun.

Types of Denial

Denial of fact:
In this form of denial, someone avoids a fact by lying. This lying can take the form of an outright falsehood (commission), leaving out certain details to tailor a story (omission), or by falsely agreeing to something (assent, also referred to as „yessing“ behavior). Someone who is in denial of fact is typically using lies to avoid facts they think may be painful to themselves or others.

Denial of responsibility: This form of denial involves avoiding personal responsibility by blaming, minimizing or justifying. Blaming is a direct statement shifting culpability and may overlap with denial of fact. Minimizing is an attempt to make the effects or results of an action appear to be less harmful than they may actually be. Justifying is when someone takes a choice and attempts to make that choice look okay due to their perception of what is „right“ in a situation. Someone using denial of responsibility is usually attempting to avoid potential harm or pain by shifting attention away from themselves.

Denial of impact: Denial of impact involves a person’s avoiding thinking about or understanding the harms his or her behavior has caused to self or others. Doing this enables that person to avoid feeling a sense of guilt and it can prevent him or her from developing remorse or empathy for others. Denial of impact reduces or eliminates a sense of pain or harm from poor decisions.

Denial of awareness: This type of denial is best discussed by looking at the concept of state dependent learning[3]. People using this type of denial will avoid pain and harm by stating they were in a different state of awareness (such as alcohol or drug intoxication or on occasion mental health related). This type of denial often overlaps with denial of responsibility.

Denial of cycle: Many who use this type of denial will say things such as, „it just happened.“ Denial of cycle is where a person avoids looking at their decisions leading up to an event or does not consider their pattern of decision making and how harmful behavior is repeated. The pain and harm being avoided by this type of denial is more of the effort needed to change the focus from a singular event to looking at preceding events. It can also serve as a way to blame or justify behavior (see above).

Denial of denial: This can be a difficult concept for many people to identify with in themselves, but is a major barrier to changing hurtful behaviors. Denial of denial involves thoughts, actions and behaviors which bolster confidence that nothing needs to be changed in one’s personal behavior. This form of denial typically overlaps with all of the other forms of denial, but involves more self-delusion.

DARVO: An acronym to describe common strategy of abusers: Deny the abuse, then Attack the victim for attempting to make them accountable for their offense, thereby Reversing Victim and Offender. Psychologist Jennifer Freyd[4]. writes:

„…I have observed that actual abusers threaten, bully and make a nightmare for anyone who holds them accountable or asks them to change their abusive behavior. This attack, intended to chill and terrify, typically includes intimidation, overt and covert attacks on the whistle-blower’s credibility, and so on….. [T]he offender rapidly creates the impression that the whistle-blower is the wronged one, while the victim or concerned observer is depicted as the offender. Figure and ground are completely reversed… The offender is on the offense and the person attempting to hold the offender accountable is put on the defense.

Þetta er fengið héðan (wiki).