Þögn Rúv um göngu Íslandsvina þann 27 Maí, 2006

Það virðist sem að fréttastofa Rúv hafi ákveðið að þegja þunnu hljóð yfir mótmælagöngu Íslandsvina þann 27 Maí, 2006. Svona fréttamennska er auðvitað óskyljanleg og er því hægt að álykta að önnur sjónarmið en heiðarleg fréttamennska ráði þarna ríkjum í tilfelli Alcoa og Landsvirkjunar.

Það er kominn af stað undirskriftalisti til þess að mótmæla þessum vinnubrögðum hjá Rúv. Hægt er að skrifa undir þennan mótmælalista hérna.

Ríkisstjórnin farinn, kominn tími á kosningar

Ríkisstjórn Íslands er farin til fjandans. Halldór að hætta (það reyndar gott mál) og Geir formaður Sjálfstæðisflokksins virðist vita sem minnst á þessari stundu en ætlar samt að stofna nýja ríkisstjórn úr rústunum. Að mínu mati er kominn tími á kosningar, þó svo að þær séu í fyrra laginu.

Rúv og skemmtiatriði Eurovison

Ég er svo heppin að getað séð BBC sjónvarpsrásinar. Og get þessvegna kíkt á Eurovision, þó svo að ég horfi ekki á sjálfa keppnina. Þá er það alltaf eitt sem mér finnst Rúv fara alveg hræðilega með, en það eru þau skemmtiatriði sem eru sýnd í Eurovison og eru sýnd t.d á BBC One sem sendir út Eurovison. En á Íslandi fá íslenskir áhorfendur bara auglýsingar í staðin fyrir þessi skemmtiatriði sem eru í Eurovison.

Mér finnst þessi ákvörðun Rúv að ákveða að hafa auglýsingar þegar þessi skemmtiatriði eru sýnd vera móðgun við þá áhorfendur sem hafa áhuga á þessari keppni. Rúv á að hætta að sýna auglýsingar þegar þessi skemmtiatriði eru í loftinu og senda út þessi skemmtiatriði, ekki auglýsingar.

Ísland tapar í Eurovision

Ísland tapaði Eurovision, eins og alltaf. Í þetta skipti er ég bara fegin að Ísland tapaði, enda er Silvía Nótt búinn að vera Íslandi til skammar þarna úti. Enda skilur enginn þennan brandara sem þessi fígúra átti að vera, og þegar fólk loksins fattaði brandarann, þá lokaði aðal aðdáendasíða Silvíu Nóttar um leið.

Mikið er ég fenginn að þessi vitleysa er búinn.

Umfjöllun um framboðin í Húnaþingi Vestra

Væntanleg umfjöllun mín á framboðum til sveitastjórnar í Húnaþingi Vestra mun eingöngu verða byggð á minni skoðun og sjónarhorni á stefnumál flokkana. Ég mun notast við kosningabæklinga sem framboðin hafa sent inná öll heimili í sveitarfélaginu til viðmiðunnar í minni umfjöllun um stefnumál stjórnmálaflokkana hérna. Einnig sem ég mun koma með aðrar upplýsingar um framboðin, svo sem kosningaskrifstofur, heimasíður og þar fram eftir götunum.

Bandaríkin vilja aðgang að gögnum um fjarskipti í Evrópu

Sannleikurinn á bak við breytingar á fjarskiptalögum hérna á landi er loksins kominn í ljós. En Bandaríkin hafa farið fram á það við Evrópulönd sem komu á samskonar kerfi fyrr í vetur að þau fái aðgang að hlerunargögnum símafyrirtækja. En símafyrirtækin safna saman gögnum um það hvert fólk er að hringja, og hvað það er að skoða á internetinu. En á Íslandi var svona hlerunarkerfi sett í lög með breytingu á fjarskiptalögum veturinn 2005, hægt er að lesa þá breytingu hérna. Svona hlerunarkerfi var sett á lagginar í Evrópu fyrr í vetur, nokkru seinna en þessar hleranir voru sett í lög hérna á landi, en þessi lög sem ESB staðfesti eiga að taka gildi á seinni hluta árs 2007. Samkvæmt fréttum frá EUObserver þá hafa Bandaríkin beðið um aðgang að þessum gögnum innan landa ESB. Það eru miklar líkur til þess að Bandaríkin hafði beðið um þessi sömu gögn frá Íslandi, þó svo að Ísland sé ekki í ESB.

Hægt er að lesa meira um þetta mál hérna.

Hækkanir og lækkanir á olíu og bensíni hérna á landi

Það er alveg stórmerkilegt með verð á olíu og bensíni hérna á landi. Það hækkar um leið og aðstæður breytast.

Dæmi 1: Um leiðin og gengi krónunnar lækkaði þá hækkaði verð á bensíni um leið. En þegar það gekk til örlítið til baka, þá lækkaði verð á olíu mjög lítið eða einfaldlega ekki neitt.

Dæmi 2: Um leið og olíuverð hækkar erlendis, þá hækkar verð á bensíni hérna á landi um leið. En lækkar ekki neitt eða mjög lítið þegar olíuverð lækkar í verði.

Þegar olíufélögin eru spurð hvað valdi þessu, þá eru svörin lítil og léleg. Ég skrifa þessar hækkanir á bensíni og olíu á tvo gráðuna aðlila. En þessir gráðugu aðilar eru olíufélögin hérna á landi og síðan er það íslenska ríkið sem er gráðugt. En skattlagning er gífurleg á bensíni og olíu hérna á landi. Og Sjálfstæðisflokkurinn neitar að lækka álögur á bensín og olíur hérna á landi. Þrátt fyrir auknar tekjur ríkisins af hækkandi olíu og bensínverði.

Einkavæðing Rúv

Á Alþingi er verið að taka fyrstu skrefin í að einkavæða Rúv, með því að breyta stofnunni yfir í Rúv hf. En þessa dagana er ríkisstjórnin og stjórnarflokkanir (Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn) að Ameríkuvæða Ísland með þessum aðgerðum sínum. En öll þessi einkavæðing mun aðaeins valda einu fyrir fólkið í landinu, það mun þurfa að borga meira fyrir verri þjónustu.

Ekki kjósa Sjálfstæðisflokkin og Framsóknarflokkin

Fyrir þá sem hafa gullfiskaminni. Þá ætla ég að minna þá á þá staðreynd að það er jafn mikið Sjálfstæðisflokknum að kenna hvernig komið er fyrir efnahag Íslands þessa stundina. Þannig að fólk er vinsamlegast beðið um að sleppa því að kjósa Sjálfstæðisflokkin og Framsóknarflokkin (sem er reyndar næstum því horfin). Það skal einnig bent á að efnahagurinn fer ekkert til fjandans þó svo að Vinstri Grænir og Samfylkingin komist til vanda. Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum tókst að rústa efnahag landsins alveg hjálparlaust.

Leiðinlegir helgidagar

Helgidagar eru leiðinlegir, vegna þess að eru kvikmyndahús, barir, verslanir, sjoppur osfrv lokað samkvæmt lögum. Mín skoðun er sú að það eigi að fella þessa vitleysu í burtu úr íslenskum lögum og um leið aðskilja ríki og kirkju. Þessi fornaldarvitleysa gengur ekki lengur.