Ólöglegt eftirlit hjá Stef með umferð á internetinu

Í morgunþættinum Ísland í Bítið kom fram hjá lögfræðingi Stefs að Stef væri að senda inn upplýsingar til ríkislögreglustjóra um það fólk sem væri að ná í tónlist af internetinu. Þannig vöktun á umferð á internetinu er ólöglegt samkvæmt fjarskiptalögum, enda er bannað að hlusta á samskipti fólks, hvort sem er yfir síma eða internet. Nema þá með heimild dómara og þá má lögreglan eingöngu framkvæma þannig eftirlit.

Samtök höfundarrétthafa eru komin útá mjög hálan ís með þessu athæfi sínu og eiga á hættu að verða lögsótt fyrir ólöglegt eftirlit með fjarskiptum á Íslandi.

Sjálfstæðisflokkurinn vill einkvæða Rúv

Það kom núna fram hjá Pétri Blöndal þingmanni Sjálfstæðisflokksins að hann vill hlutafélagavæða og selja Rúv til einkaaðila. Þessi hugmynd hjá manninum er alger hörmung, enda er mikil þörf á því að hafa almannaútvarp og sjónvarp sem er óháð markaðinum og þeirri gróðahyggju sem þar ríkir. Þetta einkavæðingaræði sem er í gangi hjá ríkisstjórnarflokkunum núna er hættulegt þjónustufyrirtækium sem ríkið rekur, en Rúv er þjónustufyrirtæki fyrir almenning samkvæmt skilgreingu í lögum um Rúv.

Og Pétur Blöndal grípur mikið fram í þessum þætti á nfs, og hann snýr útúr þeim spurningum sem beint er að honum. Og hann er með gróða á heilanum, og virðist ekki hugsa um neitt annað. Enda vill hann einkavæða Rúv, til þess að græða.

Hleranir stjórnvalda á Íslandi

Fyrir þá sem ekki tóku eftir því í fyrra, þá voru gerðar breytingar á fjarskiptalögum sem innihalda meðal annars þessar hérna breytingar.

2. gr.
Við 6. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
Fjarskiptafyrirtæki skulu án endurgjalds tryggja þar til bærum yfirvöldum aðgang að búnaði til hlerunar símtala og annarrar löglegrar gagnaöflunar í fjarskiptanetum sínum eða fjarskiptaþjónustu.
—-
a.
Á eftir 2. mgr. kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
Þrátt fyrir ákvæði 1. og 2. mgr. skulu fjarskiptafyrirtæki, í þágu rannsókna opinberra mála og almannaöryggis, varðveita lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda í sex mánuði. Lágmarksskráningin skal tryggja að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notandanafns, jafnframt því að upplýsa um allar tengingar sem notandinn hefur gert, dagsetningar þeirra, hverjum var tengst og magn gagnaflutnings til viðkomandi notanda. Fjarskiptafyrirtæki skal tryggja vörslu framangreindra gagna og er óheimilt að nota eða afhenda umræddar upplýsingar öðrum en lögreglu eða ákæruvaldi í samræmi við ákvæði 3. mgr. 47. gr. Eyða ber umferðargögnunum að þessum tíma liðnum enda sé ekki þörf fyrir þau á grundvelli 2. mgr.

Hægt er að lesa meira úr þessum breytingum sem voru gerðar á fjarskiptalögum hérna.

Þjóðfélag óttans

Ég á heima í þjóðfélagi óttans. Mér er kennt í gegnum fjölmiðla að óttast, og ekki bara hvað sem er, heldur er mér og fólkinu í landinu sagt hvað það á að óttast í gegnum fjölmiðla. Hvort sem það er fuglaflensa, hryðjuverkamenn eða bara eitthvað annað sem þeim dettur í hug að koma fram með sem er hræðilegt og hættulegt. Þetta þjóðfélag óttans er búið að ganga svo langt, að það er byrjað að skerða mannréttindi fólks til þess að hafa hemil á þeim hættum sem eru búnar til. Það er einnig staðreynd að myndavélaeftirlit hefur stóraukst, í nafni þess að koma í veg fyrir glæpi. Hinsvegar er margt sem bendir til þess að glæpir séu að minnka, og þá hefur það ekkert með eftirlit að gera.

Og það allra versta við þetta allt saman er að fólk kaupir þessa vitleysu, hrátt og gagnrýnislaust. Mín skoðun er sú að það er komið nóg af þessum hræðsluáróðri sem tröllríður þjóðfélaginu.

Ég byrjaði á því að hætta að vera hræddur við eitthvað sem er sagt frá í fjölmiðlum.

Ríkisstjórnin breytir ríkisfyrirtækjum í hlutafélög

Það er ótrúlegt að fylgjast með skammarverkum ríkisstjórnar íslands þessa dagana. En ríkisstjórnin stendur í því þessa dagana að hlutafélagavæða ríkisfyrirtæki áður en hægt er að einkavinavæða þau. Eins og gert var með símann. En núna er Rarik orðið Rarik hf. samkvæmt lagabreytingu sem var samþykkt um daginn. Og núna á að breyta Rúv í Rúv hf, samkvæmt lagabreytingu sem er verið að ræða þessa stundina á Alþingi.

Þessar breytingar sem er verið að gera á ríkisfyrirtækjum eru til skammar. Og enginn hagnast á þeim til langs tíma. Það er kominn tími til þess að skipta um ríkisstjórn á Íslandi.

Rangfærslur í sjónvarpsþættinum Kompás

Í sjónvarpsþættinum Kompás á nfs í gær þá var farið mjög frjálslega með staðreyndir sem snúa að niðurhali á sjónvarpsþáttu, kvikmyndum og tónlist. En þar var sérstaklega tekið fram að höfundarréttarhafar fengu ekkert fyrir sinn snúð þegar fólk er að ná í þetta efni á internetinu. Það er einfaldlega ekki rétt, þar sem það er sérstaklega tekið fram í höfundarréttarlögum að það skuli leggja skatt á tæki sem geta geymt tónlist, kvikmyndir eða sjónvarpsþætti. Þetta er nánar útfært í reglugerð sem dómsmálaráðuneytið gaf út fyrir nokkrum árum. En samtök höfundarétthafa fá greitt úr sameiginlegum sjóði, en það eru smáís, stef og fleiri sem falla undir þann hóp.

Það er hinsvegar vonlaust fyrir sjónvarpsstöðvar og aðra aðila í afþreingariðnaðinum að kenna öðrum um nema sjálfum sér um hvernig staðan er í dag. Því miður þetta er nákvæmlega það sem smáís, stef og fleiri eru að gera, kenna öðrum um vegna þeirra eigin mistaka og mótþróa við að aðlagast nýjum tímum. Það er orðin staðreynd að flest fólk vill horfa á sjónvarpsþætti á sínum tíma, ekki þeim tíma sem sjónvarpsdagskráin segir til og þessa þörf eru íslenskar sjónvarpsstöðvar ekki að uppfylla nema að mjög litlu leiti, en upptökulykill digital íslands er gott dæmi um þá þörf sem þarf að uppfylla, en myndbandstæki hafa verið að uppfylla þessa þörf lengi, en eru í dag orðin úrelt miðað við þá stafrænu tækni sem í gangi. Það er einnig sorgleg staðreynd að afþreingariðnaðurinn er farinn að lögsækja sína eigin viðskiptasemi, þetta er hægt vegna þess að á þessum markaði ríkir alger einokun í formi félaga sem fara með hagsmunamál allra fyrirtækja í þessu rekstri. Þetta er stórhættulegt fyrirkomulag og býður eingöngu uppá misnotkun og alltof hátt verðlag.

Það er einnig staðreynd að fara í bíó í dag er rándýrt, í það fyrsta kostar 800kr (síðast þegar ég vissi) inná myndina og ofan á það kostar popp eða sælgæti alveg helling. Þannig að fara einu sinni í bíó getur kostað allt að 1500 kr eða meira. Það er alveg eins hægt að kaupa kvikmyndina þegar hún kemur út á dvd. Einnig sem að fólk vill nota rándýr heimabíókerfi sem margir eru með.

Áróður smáís og fleiri aðila hefur hingað til gert ekkert nema ruglað málið með atriðum sem eingöngu henta þessum hagsmunaðilum. Það er einnig staðreynd að í dag er gífurleg offramleiðsla á kvikmyndum, tónlist og sjónvarpsþáttum og það er engin leið að hægt sé að selja allt með hagnaði.

Tap vegna niðurhals er líklega ekkert, en hingað til hefur verið erfitt að fá raunverulegar tölur um stöður mála. Hinsvegar er það vitað að árið 2004 jókst sala á geisladiskum, þrátt fyrir aukið niðurhal. Og það virðist einnig vera, í tónlistinni allavega að fólk sem nær í tónlist eyðir meiri pening í tónlist, annaðhvort í löglegt niðurhal eða geisladiska. Ég hef því miður ekki neinar fréttir um stöðu mála á sjónvarpsserium og kvikmyndum og sölu á dvd diskum, en það virðist sem svo að hvorki sala á dvd kvikmyndum eða sjónvarpsserium á dvd sé á leiðinni niður (óstaðfest), þrátt fyrir aukið niðurhal.

Íslenska efnahagsklúðrið

Íslenska útrásin er farin að breytast í Íslenska efnahagsklúðrið, enda er krónan farin að falla eins og steinn og allt stefnir í óefni. Og enginn hlustar á þær viðvaranir sem hafa verið að koma undanfarið. Segja bara að allt sé í góðu á meðan skipið sekkur.

Lygarinn Alcoa, hergangaframleiðslu neitað

Alcoa lýgur þegar það segist ekki framleiða hergögn. En Alcoa er að framleiða hluti í Tomahawk eldflaugar, þetta er sérstaklega hert ál í þessar eldflaugar. Og þetta ál á sérstaklega að nota í þessar eldflaugar, ekkert annað.

Alcoa Awarded Contract to Produce Aluminum Castings for Tactical Tomahawk Missile Program

PITTSBURGH–(BUSINESS WIRE)–Dec. 1, 2005–Alcoa (NYSE:AA) announced today that its Alcoa Forged Products and Aluminum Castings business has signed a five-year contract with Klune Industries, a supplier of finish-machined parts to prime contractor Raytheon, to manufacture high-strength aluminum structural castings for the U. S. Navy’s Tactical Tomahawk missile. The contact is valued at nearly $30 million.

„This program has given us an opportunity to demonstrate the value of the aluminum-investment-casting process for critical defense applications, while also showcasing our ability to provide cost-effective, high-strength missile components in aluminum and titanium,“ said Joseph Haniford, Vice President and General Manager of Alcoa Forged Products and Aluminum Castings. „We are now supporting the full-rate production phase of this program with four major structural parts, with deliveries scheduled through 2009.

„Our leading edge design and advanced production capabilities in aluminum forgings and castings continue to provide new opportunities for growth,“ said Haniford.

Alcoa is the world’s leading producer and manager of primary aluminum, fabricated aluminum and alumina facilities, and is active in all major aspects of the industry. Alcoa serves the aerospace, automotive, packaging, building and construction, commercial transportation and industrial markets, bringing design, engineering, production and other capabilities of Alcoa’s businesses to customers. In addition to aluminum products and components, Alcoa also markets consumer brands including Reynolds Wrap(R) foils and plastic wraps, Alcoa(R) wheels, and Baco(R) household wraps. Among its other businesses are vinyl siding, closures, fastening systems, precision castings, and electrical distribution systems for cars and trucks. The company has 131,000 employees in 43 countries and has been a member of the Dow Jones Industrial Average for 45 years and the Dow Jones Sustainability Indexes since 2001. More information can be found at www.alcoa.com

Klune Industries, Inc. is an integrated engineering and manufacturing company with widespread capabilities serving many industries. Klune principally produces assembled components for the military and commercial aerospace sectors. The company’s core strengths are in sheet metal forming, precision machining, laser cutting and welding, and assembly.

Þessa yfirlýsingu er að finna á heimasíðu alcoa.

Í frétt á vísir.is er að finna yfirlýsingu frá Alcoa þar sem þeir neita því að þeir séu að framleiða hergögn. Því miður er þessi yfirlýsing þeirra ekki sannleikanum samkvæm, eins og sést á fréttatilkynningunni hérna fyrir ofan. Hægt er að lesa fréttina á vísir.is hérna.

En siðgæði Alcoa er eins og annara stórfyrirtækja, finnst ekki og það er bara hagnaðurinn sem skiptir máli. Og þá gildir einu hvernig honum er náð fram.

[Uppfært þann 24 Mars, 2006. Stafsetningavillur leiðréttar.]

Þetta er bara vitleysa hjá þeim

Bankamenn og verðbréfasalar eiga ekki sjö dagana sæla þessi dægrin hérna á landi. Það eru nefnilega fullt af útlendingum að segja þeim sannleikan, ekki það sem þeir vilja heyra. Bretar eru búnir að segja Íslenskum bönkum og verðbréfasölum að núverandi ástand gengur ekki og muni ekki ganga til langstíma, Bandaríkjamenn einnig. Og núna voru Danir að bætast í þann hóp og segja við íslenska bankamenn og verðbréfasala að núverandi ástand gengur alls ekki og muni ekki virka mikið lengur.

Og hvað gera íslenskir bankar til þess að svara þessari gagnrýni, taka þeir til í sínum fjármálum og laga þau vandamál sem um er rætt. Ef eitthvað vit væri í stjórnun íslenskra banka og verðbréfafyrirtækja þá væri það gert. En því miður fyrir íslenska þjóð og íslensk fyrirtæki þá er ekkert vit í stjórnun íslenskra banka og íslenskra verðbréfafyrirtækja. Í staðþess að sætta sig við þá gagnrýni sem kemur fram, þá keppast bankanir við að tala niður þessar skýrslur sem koma út um stöðu mála í íslensku efnahagslífi. Besta dæmið er það sem gerðist í dag. Danske Bank gaf út skýrslu sem fór yfir stöðu efnahagsmála á íslandi og danski bankinn reiknar með samdrætti í efnahagsmálum hérna á landi næstu tvö árin, eftir gengdarlausa þenslu í efnahagsmálum hérna á landi.

Íslenskir bankar svöruðu þessari skýrslu eins og hinum. En svarið var það sama og við hinum skýrslunum, skýrslur viðkomandi banka (eða greiningarfyrirtækis) eru einfaldlega fullar af rangfærlsum og þessir útlendingar einfaldlega skilja ekki íslenkst efnahagslíf. Það er ekki eins og það sé mikið að skilja í íslensku efnahagslífi, það er svo skuldsetið að þjóðin verður næsta árþúsundið að borga þessar skuldir upp. Staðreyndin er sú að íslenska þjóðin er mjög skuldsett um þessar mundir, og þá bæði ríkið, einkafyrirtæki og einstaklingar. En fyrst og fremst þá eru það íslensku bankanir sem eru sérstaklega skuldsettir, enda hafa íslenskir bankar verið að taka lán uppá nokkra milljarða undanfarið. Síðasta sambankalán sem þeir tóku hljóðaði uppá heila 43 milljarða króna.

Það sem íslenskir bankar og verðbréfafyrirtæki eru að gera er þetta. Það er verið að kjafta upp íslenskt efnahagslíf með loforðum, en það er bara ekki nein innistæða fyrir þessum loforðum þeirra. Eftir allt saman, íslenska útrásin er öll fengin að láni.

Feminstar á Akureyri kvarta undan Utanríkisráðherra

Það eru fleiri en bara Utanríkisráðherra Geir H. Haarde sem eru ekki með neinn húmor. En Feminstafélag Akureyrar er heldur ekki með neitt skyn á húmor. Samkvæmt frétt á mbl.is þá harmar Femistafélag Akureyrar þessa lélegu tilraun Utanríkisráðherra til þess að vera fyndin, en Utanríkisráðherra sagði þetta: „Það er ekki alltaf hægt að fara heim með sætustu stelpunni á ballinu, en önnur gerir kannski sama gagn“. Fyrir utan þá staðreynd hvað þetta er gífurlega léleg tilraun hjá Geir H. Haarde til þess að vera fyndin þá er nákvæmlega engin ástæða til þess fyrir Feministafélag Akureyrar til æsa sig útaf þessum orðum. Og þar fyrir utan þá hafa þær einnig óskað eftir því að fá útskýringu á því hvað Utanríkisráðherra átti við. Þetta gerir auðvitað vont verra fyrir Feminstafélag Akureyrar, ekki nóg með að þær fatti ekki þessa lélegu tilraun hjá manninum til þess að segja brandara, heldur fatta konunar í Femistafélagi Akureyrar ekki heldur hvað felst í þessum orðum sem Utanríkisráðherra Geir H. Haarde lét útúr sér.

Mín skoðun er sú að annaðhvort er Feminstafélag Akureyrar nunnuklúbbur eða það vantar alvarlega uppá kynfræðsluna hjá þessum konum. Og ofan á allt saman, þá ásaka þessar konur í Femistafélagi Akureyrar Utanríkisráðherra um að gera lítið úr konum og honum sjálfum. Þetta er auðvitað fásinna hjá þeim af verstu gerð, þar sem þessi orð hjá Utanríkisráðherra gera ekki lítið úr konum eða honum sjálfum. Þessar konur þurfa að komast í örlítið samband við raunveruleikan og hætta að lifa í heimi þar sem allir karlmenn hata konur og gera lítið úr þeim. Þeir tímar eru auðvitað fyrir löngu síðan liðnir og grafnir.

[Uppfært klukkan 03:15 þann 21 Mars, 2006. Titli breytt]