Dagur Evrópu 9 Maí og fullyrðingar Evrópuvaktarinnar

Það verður seint sagt að málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi sé gáfulegur. Sérstaklega í ljósi þess að málflutningur andstæðinga ESB gengur ekki upp og hefur aldrei gert það. Á vef sem heitir Evrópuvaktin er að finna ýmsan áróður og rangfærslur um ESB og hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Vefurinn Evrópuvaktin er rekin og hefur alltaf verið rekin af hörðum ný-frjálshyggjumönnum (þessum sem eru alltaf í vinnu hjá íslenska ríkinu. Vegna þess að þeir gætu ekki rekið pusluvagn án þess að setja hann á hausinn) sem eru hvað mest í kringum Davíð Oddsson. Enda er ritstjórn Evrópuvaktarinnar Björn Bjarnarson og Styrmir Gunnarson. Vefhýsingin er í höndum spillts manns sem heitir Friðbjörn Orri Ketilsson (mikill aðdáandi Davíðs Oddssonar og Hannesar Hólmsteins og hefur meðal annars keypt af honum skúffufyrirtæki til að bjarga honum). Fyrirtæki hans, sem ber nafnið Vefmiðlun ehf er í raun ekkert nema skúffa. Þeir eru reyndar með skrifstofu, en eftir því sem ég kemst næst þá safnar hún bara ryki megnið af árinu.

Fullyrðing Evrópuvaktin er þessi hérna um Dag Evrópu [link 2] þann 9 Maí ár hvert. Þetta er bara ein af mörgum röngum fullyrðingum Evrópuvaktarinnar um ESB. Þessi fullyrðing er höfð eftir breska slúðurblaðinu the Daily Express, sem er mjög vafasamt blað. Enda heldur þetta blað ýmsu vafasömu fram reglulega.

Blaðið segir að forstöðumönnum breskra stofnana til mikillar undrunar sé þeim ekki aðeins skipað að setja ESB-fánann á stangir við hinar opinberu byggingar heldur einnig að taka mynd af honum blaktandi þar og senda hana í tölvupósti til framkvæmdastjórnar ESB. Á þann hátt verði fylgst með því að þeir fari að reglum.

Bretum misboðið vegna kröfu um að draga ESB-fánann að húni 9. maíEvrópuvaktin.

Þessi fullyrðing er jafn röng og hún er vitlaus. Enda er þetta ekkert nema uppspuni af hálfu The Daily Express og Evrópuvaktarinnar.

Samkvæmt svari sem ég fann frá árinu 2002 kemur þetta hérna fram.

WRITTEN QUESTION E-1712/02

by Joan Colom i Naval (PSE) to the Commission

(13 June 2002)

Subject: Europe Day Celebrations in schools in the EU

The government of the Autonomous Community of the Balearic Islands has declared 9 May (Europe Day) a holiday for schools, institutes and universities in its territory, and obliges them to devote the day to EU-related activities.

Can the Commission provide information on similar initiatives in the other EU countries and regions? Would the Commission be willing to put forward a proposal for schools throughout the Union to devote 9 May, in coming years, to activities relating to European integration?

Answer given by Mrs Reding on behalf of the Commission

(24 July 2002)

The Commission does not have at its disposal any study giving an overview of the Member States or regions which might have declared 9 May a lesson-free day which must be devoted to activities relating to the European Union.

The Commission nevertheless congratulates the authorities of the Autonomous Community of the Balearic Islands on having taken such an initiative. However, the Commission does not at present have any plans to submit a proposal for making this a general practice.

It is quite probable that some schools choose 9 May as a symbolic date, but other dates are also suitable for the theme of European construction. In 2001, for example, thousands of schools took part in a European Comenius Week from 24 to 27 November 2001; these dates had been chosen in consultation with the national agencies in the 30 countries participating in the Socrates programme. For 2003, a number of representatives of Parliament within the Convention have proposed that 21 March be devoted to a debate on the future of the EU in all secondary-level schools throughout Europe.

The Commission also supports, to the full extent of its means and powers, other initiatives in schools (Europe at school, European Young People’s Parliaments etc.). It is for each Member State to assume full responsibility for the organisation of its education system and the content of its programmes.

Þannig að ríkjum er í sjálfsvald sett hvernig þau halda upp á Dag Evrópu þann 9 Maí. Ennfremur í leit á EU-Lex (lagasafn ESB) þá kemur ekkert annað fram um Dag Evrópu í lagatextum ESB.

Það má sjá á þessu svari að sú fullyrðing sem Evrópuvaktin setur fram er ekkert nema röng og uppspuni.

Þá hefur ESB-þingið sent fyrirmæli til stjórnenda breskra skóla um það hvernig þeim beri að fagna Evrópudeginum. Þar er mælt með því að nemendur verði látnir vinna verkefni sem tengist ESB og einnig að komið verði á fót Evrópu-kaffistað þar sem aðeins verði unnt að greiða fyrir þjónustu með evrum. Þá er hvatt til þess að börnum sé kennt að syngja „þjóðsöng“ ESB, það er Óðinn til gleðinnar úr 9. sinfóníu Beethovens.

Eins og kemur fram í svarinu sem er að finna á vefsíðu EU-Lex hérna að ofan. Þá er þessi fullyrðing röng. Enda stenst hún ekki nánari skoðun eins og ég er búinn að sanna.

Þessi málflutningur er auðvitað ekkert nema örvænting af hálfu andstæðinga ESB á Íslandi og ný-frjálshyggjunar sem setti Ísland á hausinn árið 2008 og hefur ekki einu sinni beðist afsökunar á því eða tekið ábyrgð á gjörðum sínum.

Hvað varðar The Daily Express. Þá er þessi hérna samantekt af Wikipedia ágætt dæmi um það hvernig fréttaflutningur er stundaður á þessu blaði.

„Diana Express“

The Daily Express has a reputation for consistently printing conspiracy theories about the death of Diana, Princess of Wales as front page news, earning it the nickname, the Daily Ex-Princess; this has been satirised in satirical magazine Private Eye, the newspaper being labelled the Diana Express or the Di’ly Express, and has been attributed to Desmond’s close friendship with regular Eye target Mohamed Fayed.[26] For a long period in 2006 and 2007, these front-page stories would consistently appear on Mondays; this trend ceased only when the paper focused instead on the Madeleine McCann story (see below). Even on 7 July 2006, the anniversary of the London bombings (used by most other newspapers to publish commemorations) the front page was given over to Diana. This tendency was also mocked on Have I Got News for You when on 6 November 2006, the day other papers reported the death sentence given to Saddam Hussein on their front pages, the Express led with “SPIES COVER UP DIANA ‘MURDER’”. According to The Independent „The Diana stories appear on Mondays because Sunday is often a quiet day.“[27] In February and March 2010, the paper returned to featuring Diana stories on the front page on Mondays.

Það er alveg augljóst að þeir sem byggja málflutning sinn á The Daily Express hafa ekki bara tapað rökræðunum. Þeir eru hættir að taka þátt í rökræðunni og það fyrir nokkru síðan. Í þessu tilfelli þá eru andstæðingar ESB á Íslandi löngu hættir að taka þátt í umræðunni um hugsanlega ESB aðild Íslands og yfirgáfu svæðið fyrir margt löngu síðan.

Það er augljóst að enginn saknar þeirra. Enda er þarna á ferðinni mjög svo óvandaður hópur af fólki. Eins og augljóst má vera af málflutningi þess á internetinu og í fjölmiðlum á Íslandi.

Afstaða Steingríms J. til ESB hefur aldrei komið á óvart

Það kemur ekkert á óvart í þeirri afstöðu sem Steingrímur J. hefur til ESB og hugsanlegar ESB aðildar Íslands. Enda var Steingrímur J. á móti EES samningum á sínum tíma. Jafnvel þó svo að Steingrímur J. Styðji EES samninginn í dag samkvæmt því sem hann hefur sagt sjálfur.

Steingrímur J. hefur alltaf verið á móti ESB. Enda byggist afstaða Steingríms J. ekki á neinu nema fáfræði, ótta og sérhagsmunum þegar hann setur sig á móti ESB. Þegar Steingrímur J. talar um sérstöðu íslensks landbúnaðar þá fer hann einfaldlega með rangt mál. Enda er engin sérstaða í íslenskum landbúnaði. Ef einhver sérstaða er í íslenskum landbúnaði. Þá eru íslendingar langt komnir með að klúðra henni vegna þrjósku og viðhaldi á útbrunnu landbúnaðarkerfi sem þjónar ekki bændum eða almenningi á Íslandi. Það er hinsvegar augljóst að landbúnaðarkerfið á Íslandi þjónar Bændasamtökum Íslands alveg ágætlega og hefur alltaf gert það.

Sérstaða íslensks sjávarútvegs er nákvæmlega engin og þetta hefur alltaf verið raunin. Þrátt fyrir áróður LÍÚ og annar um eitthvað annað. Það eina sem er öðrvísi á Íslandi er að íslendingar veiða örlítið meiri fisk en nokkrar evrópuþjóðir. Samt sem áður ekki mikið meira en Bretar, Frakkar, Spánverjar og Norðmenn sem veiða umtalsvert magn af fiski núna í dag. Það eru næstum því engar líkur á því að miklar breytingar munu eiga sér stað í íslenskum sjávarútvegi við aðild Íslands að ESB. Það er þó alveg eitt sem mun breytast og það er að einokun LÍÚ á íslenskum fiskvinnslum verður brotin varanlega. Einnig sem að fullvinnsla á fiski mundi borga sig á Íslandi. Vegna þess að fullunnar fiskvörur munu fá tollfrjálsan aðgang að mörkuðum ESB, sem í dag telur rúmlega 500 milljón manns.

Steingrímur J. talar einnig mikið um það að íslenska krónan hafi hjálpað almenningi og efnahag íslendinga. Þetta er rangt. Íslenska krónan er ástæða þeirra vandamála sem íslendingar standa í núna efnahagslega. Veik króna hefur styrkt útflutning, en það hinsvegar gerir hann ekki samkeppnisfæran. Þar sem íslenskur útflutningur verður einnig að þola styrkingu krónunar þegar hún hefst. Hin hliðin á veikri krónu er sú launalækkun sem íslenskur almenningur þarf að þola til lengri tíma. Ásamt þeirri kaupmáttarskerðingu sem fylgir því. Þetta finnst Steingrími J. og aðrir andstæðingar ESB aðildar Íslands í góðu lagi að íslenskur almenningur þoli og í raun borgi þannig fyrir hina íslensku krónu.

Þessi kostnaður er auðvitað verri lífsskilyrði, lægri laun og verri kaupmáttur. Það er mitt álit að þeir stjórnmálamenn sem styðja slíka efnahagsstefnu eiga einfaldlega að taka pokan sinn. Algerlega óháð í hvaða stjórnmálaflokki þeir eru. Enda er hérna ekki verið að hafa hagsmuni almennings að leiðarljósi eins og er sjálfsögð krafa að stjórnmálamenn sinni þegar þeir eru kosnir til starfa á Alþingi Íslands og komist jafnvel í ráðherrastól.

Afstaða Steingríms J. byggir því augljóslega ekki á neinu nema fáfræði og verndun sérhagsmuna eins og ég hef áður nefnt. Enda mótast afstaðan ekki af þörf til þess að vernda hagsmuni almennings. Heldur er hérna verið að vernda hagsmuni útflutningsfyrirtækja og annara sem hagnast á lágu gengi íslensku krónunar. Á meðan þessu fer fram. Þá fær almenningur reikningin og þennan reikning borgar almenningur. Hvort sem honum líkar betur eða verr.

Frétt Rúv.

Hagsmunum best komið utan ESB

Samtökin Heimssýn sökkva til botns

Samtök andstæðinga ESB á Íslandi eru sokkin til botns og munu ekki koma aftur upp á yfirborðið. Enda er það snjallt af fólki að taka ekki mark á samtökunum Heimssýn sem láta svona þvælu frá sér fara. Gildir þó einu að þau hafi umrædda þvælu eftir öfga-hægri sinnuðum ritstjóra The Telegraph.

Con Coughlin á Símfréttum telur ástæðuna aðra: bin Laden var Evrópusinni í laumi.

Osama bin Laden var Evrópusinni. Heimssýn 4 Maí 2011.

Það er augljóst að almenningur á Íslandi getur sleppt því að hlusta á Heimssýn. Þar sem frá þeim kemur er ekkert nema tóm þvæla og vitleysa. Þessi ummæli þeirra þarna eru alveg í samræmi við aðra skilda heimsku sem frá þeim hefur komið á undanförnum mánuðum og árum. Þessi ummæli Heimssýnar eru þar engin undantekning á þeirri reglu.

Hin íslenska einangrunarstefna og afleiðingar

Á Íslandi rekur hópur fólks nokkuð undarlega stefnu. Stefna þessa fólks er að einangra Ísland, íslendinga og íslenskt efnahagslíf. Þessi stefna leit fyrst í ljós þegar hafist var handa við að losa íslendinga úr afleiðingum haftaárana og alþjóðlegrar einangrunar sem Ísland var í á árunum 1946 – 1970. Þessi hópur eingarunarsinna hefur samaneinast undir nafninu Heimssýn, sem er eiginlega rangnefni. Þar sem það er ekkert heimsýnarlegt við þennan hóp fólk sem hefur það að stefnu að einangra Ísland stjórnmálalega og efnahagslega.

Það er nefnilega ekkert víðsýnt við það að loka Ísland og hafa lífsgæði af íslendingum. Eins og er augljóslega stefnan hjá þessu fólki. Enda er markmið falið í þessari stefnu þessa fólks sem stendur á bak við þessa hreyfingu.

Saga Heimssýnar sem félags hefst árið 2002, þegar það var stofnað til höfuðs ESB og hugsanlegri ESB aðildar Íslands. Undanfarin er þó mun lengri og á sér dýpri sögu. Enda hefur þessi einangrunarstefna sem þetta fólk aðhyllist verið í gangi á Íslandi mjög lengi. Elstu meðilimir þessa einangrunarhóps hafa verið á móti aukum samskiptum íslendinga við ríki Evrópu á síðustu 40 ár (rúmlega), eða síðan Ísland gekk í EFTA árið 1970. Síðan var þetta fólk á móti EES samningum. Á nákvæmlega sama grundvelli og það var á móti EFTA aðild Íslands. Að í kjölfarið á aðild Íslands að EES þá mundi íslenska lögsagan fyllast af erlendum fiskiskipum og að útlendingar mundu kaupa upp allar jarðir á Íslandi. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum í það hversu mikil vitleysa þessar fullyrðingar voru og hafa alltaf verið.

Í dag er þessi hópur á móti ESB aðild Íslands á nákvæmlega sama grundvelli og hin síðustu 40 ár. Enda hafa mótrök þessa fólks ekkert breyst á síðustu 40 árum. Eitthvað hefur verið aðlagað af nýjum aðstæðum, en í grunnin eru mótrökin þau sömu. Þessi mótrök eru ennþá röng eins og þau hafa verið síðustu 40 ár.

Eins undarnlegt það virðist vera. Þá virðist þessi hópur einangrunarsinna eingöngu vilja einangra íslendinga frá Evrópu, en ekki Bandaríkjunum. Enda tala margir af þessu fólki fyrir því að Ísland verði aðili að NAFTA. Þó að augljóst sé að íslendingar munu aldrei fá aðgang að þeim fríverslunarsamningi. Enda er Ísland þjóð í Evrópu, en ekki í Bandaríkjunum.

Stuðningsyfirlýsing Ásmundar Einars Daðassonar við aðild Íslands að NAFTA. Smellið á myndina til þess að fá fulla stærð.

Fleiri ESB andstæðingar sem vilja NAFTA aðild Íslands. Smellið á myndina til þess að fá fulla stærð.

Þetta er undarleg einangrunarstefna, en kemur sér svo sem ekkert á óvart. Þar sem margir af þeim sem eru á móti ESB aðhyllast hina pólitísku stefnu sem Bandaríkin stunda. Enda eru mikil og ríkjandi bandarísk áhrif á Íslandi. Reyndar er það staðreynd að þetta fólk misskilur hrapalega afstöðu Bandaríkjanna til ESB (sjá EU-U.S vefsíðuna og vefsíðu ESB um samskiptin við BNA).

Sú stefna að halda Íslandi fyrir utan ESB aðildar þjónar aðeins fámennum hópi fólks á Íslandi. Þessi hópur getur notað efnahagsleg áhrif sín til þess að græða meira með Ísland fyrir utan ESB en innan þess. Á meðan þess hópur græðir mikla fjármuni þá er það almenningur sem tapar og tapar mikið. Undanfarin ár þá hefur efnahagstefna andstæðinga ESB verið rekin á Íslandi. Efnahagsstefna andstæðinga ESB hrundi árið 2008. Sú saga er vel þekkt og ætla ég ekki að fara nánar í hana hérna.

Málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi

Það er alveg augljóst að málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi er gjörsamlega útúr öllum raunveruleika og hefur alltaf verið það. Staðreyndin er nefnilega sú að andstæðingar ESB á Íslandi komast upp með það að ljúga, blekkja og snúa útúr staðreyndum um ESB í umræðunni á Íslandi. Það er heill fjölmiðill á Íslandi sem lýgur að fólki um ESB. Sá fjölmiðill heitir Morgunblaðið og er ritstýrt af óreiðu og hrun manninum Davíð Oddssyni sem er fyrir margt síðan kominn úr öllu sem heitir samband við raunveruleikann.

Það er alveg augljóst hvað vakir fyrir öfga-hægri öflunum á Íslandi. Þau ætla sér að loka Íslandi og blóðmjólka síðan almenning á Íslandi með gengisfellingum og vaxtahækkunum í kjölfarið. Enda eru þetta fólk sem ræður meira og minna öllu viðskiptalífi á Íslandi. Á Íslandi eru það bændasamtök sem ráða öllu í málefnum íslenskra bænda. Það eina sem Landbúnaðarráðherra gerir er að taka á móti því sem kemur frá þeim og stimpla það beint inná Alþingi Íslendinga. Í Morgunblaðinu er farið með rangfærslur daglega um ESB og þau málefni sem ESB sinnir á hverjum degi. Slíkt kemur ekki á óvart, þegar þekktur útlendingahatari og hægri öfgamaður starfar þar sem blaðamaður. Undir vitund og vilja annars hægri öfgamanns að nafni Davíð Oddsson.

Málflutningur andstæðinga ESB á Íslandi byggir á því að hræða fólk til fylgis við sig. Staðreyndir skipta litlu máli í þessu tilfelli. Núna heimtar þetta fólk að Ísland fari úr Schengen landamærasamstarfinu vegna hættu á miklum innflutningi glæpamanna og flóttamanna til Íslands. Þó svo að augljóst sé að þetta fólk sé eingöngu að mjólka og dreifa goðsögnum um Schengen landamærasamstarfið til þess að hræða íslendinga til fylgis við sinn málflutning. Slíkur málflutningur á ekki að koma á óvart þegar hann kemur frá fólki sem stundar útlendingahatur og öfga-hægri mönnum. Það er lítil hætta á auknum fjölda glæpamanna eða flóttamanna til Íslands. Gildir þá einu hvað kemur frá þessu fólki og dramatískum fréttum í íslenskum fjölmiðlum sem halda öðru fram.

Það er staðreynd að ESB aðild mun bæta kjör íslendinga til mikilla muna. Enda er mikil hagræðing og mikið að græða á efnahagslegum stöðugleika. Það er eitthvað sem íslendingar hafa ekki í dag, og hafa ekki haft núna í marga áratugi.

Hinsvegar er ljóst að meðan láta hræða sig eins og rollur á leið í réttir þá mun ekkert breytast í þessum efnum á Íslandi. Niðurstaðan verður alltaf sú á meðan þetta er svona að það er almenningur sem tapar. Á meðan sérhagsmunahópanir græða.