Lygaþvælan í Heimssýn um kostnað aðildarviðræðna Íslendinga við ESB

Það vantar ekki lygarnar í helsta íhalds-öfgatrúar og harðlínuhópi á Íslandi þessa dagana, félagsskapnum Heimssýn (sem er í eiginlega rangnefni, þar sem viðhorf þeirra er innhverft). Nýjasta í þessum flokki hjá þeim er fullyrðing Heimssýnar varðandi kostnaðarmatið vegna aðildarviðræðna Íslands við ESB, en Heimssýn heldur því fram að kostnaðurinn við aðildarviðræður Íslendinga við ESB muni verða yfir 10 milljarðar (greinin). Þessi tala er ekkert nema uppspuni og lygi. Enda er Heimssýn ekki með neinar heimildir máli sínu til stuðnings. Í staðinn vísar Heimssýn í slúðurgrein á vefnum AMX. Slíkar greinar teljast ekki vera heimildir, og vísun í slíkt er tilraun til þess að blekkja lesendur með því að láta þá halda að fullyrðingar Heimssýnar séu byggðar á staðreyndum.

Í umræddri slúðursgrein á AMX (sem er óstaðfest þvæla) er því haldið fram það muni þurfa að bæta við 70 til 80 manns í Brussel vegna aðildarsamninga við ESB. Þar er því haldið fram að hver manneskja kosti 30 til 40 milljónir á ári. Þessar tölur eru ótrúlegar, og ótrúverðugar. Þar sem Utanríkisráðneytið er búið að gera kostnaðarmat á þessu, og mesti heildarkostnaður sem Utanríkisráðuneytið var 800 milljónir króna, en huganlegt var samkvæmt Utanríkisráðneytinu að sá kostnaður yrði líklega eitthvað minni þegar á reyndi (vegna styrkja frá ESB).

Forsendur Utanríkisráðneytsins byggðar á þeim kostnaði sem ríkið áætlar að þessar viðræður muni kosta. Þar á meðal mannahaldi og öðrum slíkum þáttum. Sú tala sem Utanríkisráðneytið kemur með er raunsærri, jafnvel þó svo að eitthvað gæti vantað uppá þegar á reyndi. Hvort sem er til frádráttar eða aukningar. Sjá nánar frétt Rúv frá 7. Júlí 2009 (nýjasta fréttin sem ég fann um kostnað aðildarviðræðna við ESB).

Vísbending um lengd aðilarviðræna Íslands við ESB

Það eru margir að velta fyrir sér hversu langan tíma aðildarviðræður Íslands við ESB munu taka. Það er auðvitað óþekkt hversu langan tíma aðildarviðræður Íslands við ESB munu taka á þessum tímapunkti. Hinsvegar eru til sögulegar vísbendingar um það hversu langan tíma þessar viðræður munu taka.

Þessar vísbendingar er að finna í aðildarviðræðum Svíþjóðar, Finnlands og Noregs þegar þau sóttu um aðild að ESB árið 1993. Noregur auðvitað gekk ekki í ESB árið 1995, vegna þess að aðildarsamningurinn var felldur í þjóðaratkvæði.

Svíþjóð og Finnland gerðu það hinsvegar. Í tilfelli Svíþjóðar tóku aðildarviðræður rúmlega 2 ár, en umsókn Svíþjóðar var send til ESB þann 1 Júlí 1991. Finnland sendi hinsvegar sína umsókn til ESB þann 18 Mars 1992, og tók allt ferlið þar rúmlega 2 ár. Norðmenn höfðu sent inn sína umsókn þann 25 Nóvember 1992, og samningar kláruðust á sama svipuðum tíma og samningar Svíþjóðar og Finnlands, það ferli var einnig rúmlega 2 ár einnig.

Ef miðað er við þessar sögulegu staðreyndir um ferli Svíþjóðar og Finnlands í aðildarviðræðum við ESB á sínum tíma. Þá má reikna með að aðildarviðræður Íslands við ESB muni taka líklega 2 til 3 ár. Hversu langan tíma samningaviðræður taka ræðst af því hversu vel samningaviðræður munu ganga.

Nánar um þetta hérna.

Enlargement of the European Union (Wikipedia)

Íslendingar búnir að sækja um aðild að ESB

Íslendingar hafa formlega sótt um aðild að ESB. Þetta er gleðileg þróun og ekkert nema gott um að hana segja. Það næsta sem tekur við er að ESB samþykkir þessa umsókn, og Ísland verður opinbert umsóknarríki að ESB.

Síðan taka samningaviðræður við, en þær geta staðið allt að tveim árum. Það er erfitt að spá fyrir um slíkt á þessari stundu.

Hinsvegar óska ég Íslendingum til hamingju með þessa aðildarumsókn að ESB. Þetta er leiðin að stöðugri efnahag, stöðugri gjaldmiðli og betra lífsgæðum almennings á Íslandi.

Nánar um þetta.

ESB umsókn var afhent í dag (Rúv)
Búið að sækja um ESB-aðild (mbl.is)
ESB umsókn komið á framfæri við Svía (Vísir.is)
Ísland er þegar búið að sækja um aðild að Evrópusambandinu (Eyjan)

Spennandi dagur fyrir Íslensku þjóðina

Í dag er spennandi dagur fyrir Íslensku þjóðina. Í dag munu fulltrúar Íslensku þjóðarinnar á Alþingi ákveða hvort að farið verður í aðildarviðræður við ESB, eða ekki.

Þetta verður spennandi, og er það mín von að aðildarviðræður við ESB verði samþykktar. Svo að Íslenska þjóðin geti tekið lýðræðislega ákvörðun um aðild að ESB, á grundvelli aðildarsamnings við ESB.

Ég vona að aðildarviðræður við ESB verði samþykktar. Enda er ekki annað boðlegt fyrir Íslensku þjóðina að mínu mati. Þöggun á málefnum ESB síðustu ár hefur skaðað hagsmuni Íslensku þjóðarinnar, fyrirtækja og heimila yfir heildina.

Oftúlkun á orðum Hollenska Evrópuþingmannsins ?

Þetta hérna er ansi undarleg túlkun í frétt mbl.is á orðum Hollenska Evrópuþingmannsins. Þessi flokkur er stærsti flokkurinn á Hollenska þinginu í dag. Það er hinsvegar ólíklegt að þetta verði til vandræða. Þar sem að viðræður munu hefjast eftir 6 til 7 mánuði ef að umsóknin er lögð inn til ESB í Júlí. Þá verður búið að ganga frá Icesave málinu endanlega, og staðan orðin allt önnur varðandi Ísland.

Hérna er upprunalega fréttin.
Hérna er Google þýðing á fréttinni. Þetta er þýðing, og ekkert voðalega góð.

Christian Democratic Appeal (Wikipedia)
Politics of the Netherlands (Wikipedia)

Heimskulegar fullyrðingar Árna „tæknileg mistök“ Johnens um ESB

Fullyrðingar Árna „tæknileg mistök“ Johnens og „félagar mínir í sjálfstæðisflokknum redduðu mér aftur inn á Alþingi“ um ESB eru ekki bara fáránlegar og heimskulegar. Heldur mjög mikið í þeirri línu sem hræðsluáróður andstæðinga ESB snýst um. Þessi fullyrðing Árni „tæknileg mistök“ Johnsen um að Danmörk, Svíþjóð, Finnland og fleiri Evrópuríki séu einræðisríki, sem virða ekki lýðræðislegan rétt íbúa sinna. Allir sem hafa hálfa hugsun fatta mjög fljótlega að þessi fullyrðing er ekkert nema eintóm steypa og della.

Árni „tæknileg mistök“ Johnsens (í sjálfstæðisflokknum) hefur móðgað 497 milljónir Evrópubúa, og sérstaklega þá sem lifðu í gegnum kúgunartímabil Sovéskrar kúgunar eftir seinni heimsstyrjöldina til ársins 1991, þegar Sovét féll saman.

Tengist frétt.

Eigum ekkert erindi í hið nýja Sovét

Að kunna ekki nafnið á Evrópusambandinu

Það eru margir á móti ESB, aðalega vegna fáránlegra einangrunarhyggju og ástæðna sem eru hreint og beint bull á tímabilum.

Birgitta Jónsdóttir alþingismaður Borgarahreyfingarinnar var að skrá sig í þann hóp núna í dag. Hún er búinn að lýsa því yfir að hún styðji ekki aðildarviðræður við ESB. Ég reikna með að hún sé of hrædd til þess komast að því hvað fæst í aðildarviðræðum við ESB. Reyndar er Birgitta líka á móti NATO og fleiri alþjóðastofnunum, þannig að þetta þröngsýna viðhorf hennar kemur mér ekkert á óvart.

Hinsvegar sýnir, og sannar Birgitta fyrir mér hina gjörsamlegu vanþekkingu sem hún hefur á Evrópusambandinu. Það er svo merkilegt, að þó svo að hún hafi fjallað um Evrópusambandið í utanríkismálanefnd síðustu vikur, þá virðist hún ekkert hafa lært. Það sem verra er, Birgitta er ekki ennþá búinn að læra rétt nafn Evrópusambandsins.

Þessa hérna frétt er að finna á Pressan.is.

„Ég vil alls ekki ganga í Evrópubandalagið,“ segir Birgitta Jónsdóttir.

[…]

„Það sem mér finnst mikilvægast er tímasetningin. Væri ekki nær að nýta þá orku, tíma og peninga í að endurreisa bankakerfið,“ sagði hún og bætti við að henni væri orðið fullljóst að hún vildi alls ekki fara í Evrópubandalagið.

Evrópubandalagið er á ensku nefnt European Community, og er það ein stoða Evrópusambandsins. Það sem Íslendingar vilja sækja um aðild að heitir hinsvegar Evrópusambandið, eða European Union á ensku, ekki Evrópubandalagið.

Það er algert lámark að þingmenn kunni nöfnin á því sem þeir eru að fjalla um. Þannig er minni hætta á því að viðkomandi alþingismenn verði sér til skammar á Alþingi Íslendinga.

Ég ætla líka að benda á þessa staðreynd. Það er líka hægt að sækja um aðild að ESB og endurreisa Íslenska bankakerfið á sama tíma. Íslendingar geta framkvæmt fleiri en einn hlut í einu. Afsökun Birgittu er því fáránleg, ef ekki heimskuleg þegar þessi fullyrðing hennar er skoðuð nánar.

Hræðsluáróður á Alþingi

Þingmaður sjálfstæðisflokksins, Ragnheiður E. Árnadóttir hefur gerst sek um hræðsluáróður. Þessi hræðsluáróður snérist um meintan kostnað vegna aðildarviðræðna. Hún nefnilega blæs tölunar úr öllu samhengi, og snýr útúr því kosntaðarmati sem Utanríkisráðuneytið hefur komið með á hugsanlegum kostnaði við aðildarviðræður við ESB. Tölunar eru einnig teknar úr samhengi, sérstaklega þegar haft er í huga þetta eru tölur sem ná yfir allt að fjögur ár, og það er alls óvíst að aðildarviðræður Íslendinga við ESB muni taka fjögur ár.

Síðan kom hún með frábært dæmi um að hvers vegna kosning um samningaviðræður er slæm hugmynd. Þar er nefnilega hægt að koma með fullyrðingar sem eru tóm þvæla, eins og Ragnheiður E. kom með núna á Alþingi rétt í þessu.

Þessi þingmaður er til skammar fyrir þjóðina og Alþingi.

Undanþágur aðildarríkja ESB

Því er haldið fram að aðildarríki fái ekki undanþágu frá meginregum ESB. Þetta er rangt, eins og augljóst má vera. Bestu dæmin um undanþágur frá meginreglum ESB er undanþága Dana og Breta frá Evrusamstarfinu. Sú undanþága er skrifuð beint inn í sáttmála ESB og fæst ekki felld út, nema með þjóðaratkvæði í viðkomandi ríki. Þetta eru bara þær undanþágur sem er að finna í sáttmálum ESB. Síðan koma þær undanþágur sem er að finna í aðildarsamningum ríkja ESB. Þær eru misjafnar og taka yfir mismunandi þætti ESB samstarfs þessara ríkja. Upplýsingar um þær undanþágur er að finna í aðildarsamningum viðkomandi ríkja, og ég hef ekki kynnt mér það sérstaklega.

Hérna er nánar um undanþágur í ESB.

Opt-outs in the European Union (Wikipedia)