Íslendingar dæma sig til ævarandi fátæktar

Grunnur að hagsæld þjóða í hagkerfi heimsins eru viðskipti við aðrar þjóðir. Á þessu byggja mörg efnahags-bandalög í heiminum í dag. Enda er það svo að heimurinn er hægt og rólega að skiptast upp í efnahags-bandalög þjóða sem stunda viðskipti sín á milli og semja síðan sem ein heild við aðrar þjóðir eða önnur efnahags-bandalög í heiminum. Þessi bandalög eru eins misjöfn og þau eru mörg. Í Evrópu eru tvö slík bandalög til staðar. Það sem íslendingar tilheyra kallast EFTA og það sem 28 þjóðir eru í kallast Evrópusambandið í dag. Á Íslandi hefur alltaf verið barist gegn betri og sterkari tengslum Íslands við Evrópu af hálfu fólks sem er ekkert nema varðmenn kúgunar og verri lífskjara á Íslandi.
Það er ekki í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn stoppar aðild Íslands að Evrópusambandinu (þáverandi Kola og stálbandalag Evrópu) var það á árunum 1950 til 1960 þegar Framsóknarflokkurinn kom beint í veg fyrir aðildar umsókn Íslands að Evrópubandalaginu á þeim tíma. Síðan þá var málið í dvala til ársins 2009. Baráttan gegn EFTA er gott dæmi um slíkt á Íslandi, þá eins og í baráttunni gegn Evrópusambandinu í dag var talað um verra ástand [einnig hérna] við aðild. Jafnvel þó svo að raunveruleikinn hafi orðið allt annar. Slíkar fullyrðingar voru einnig hafðar uppi þegar aðild að Evrópska Efnahagssvæðinu var samþykkt á Alþingi árið 1993. EFTA aðild Íslands með EES samningnum hefur reynst íslendingum afskaplega vel. Enda hefur þetta gengið vel í því umhverfi sem var til staðar fyrir íslendinga að sinna sínum viðskiptum. Heimurinn hefur hinsvegar breyst hratt síðan stofnað var til EES og EFTA. Í dag eru báðir þessir samningar í raun úreltir og þjóna ekki hagsmunum almennings og varla að þeir þjóni hagsmunum fyrirtækja sem starfa innan þeirra.

Nauðsynlegt er fyrir íslendinga að ganga í Evrópusambandið til þess að tryggja áhrif sín og tryggja hagsmuni sína. Með því að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka eru íslendingar eingöngu að tryggja varanlega fátækt íslensks almennings og fyrirtækja. Enda er ljóst að í núverandi stöðu mun EES samningurinn ekki halda. EFTA aðild Íslands mun ennfremur ekki halda vegna svipaðra ákvæða þar er varða fjármagnsflutninga til og frá Íslandi. Það er ekki víst að EFTA verði til staðar mikið lengur vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í Sviss, en EFTA í dag er ákvæði um frjálst flæði fólks sem Sviss hefur nú hafnað í þjóðaratkvæði. Það kæmi mér ekki á óvart að EFTA einfaldlega hyrfi eftir 5 til 10 ár, jafnvel skemmri tíma ef þannig aðstæður skapast. Þeir stjórnmálaflokkar sem standa í dag gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu eru í raun að gera íslenskri þjóð gífurlegan óleik með þessari afstöðu sinni. Sá ó-leikur mun verða íslendingum mjög dýr til lengri tíma litið. Enda er hætta á algerri einangrun Íslands ef EFTA og EES hverfa úr samskiptum Íslands við Evrópu.

Það er ljóst að í núverandi stöðu mun hagvöxtur á Íslandi stoppa, hafi hann verið einhver fyrir utan vöxt í einkaneyslu íslendinga. Ljóst er að núna er að koma að mjög erfiðu tímabili í sögu íslensku þjóðarinnar. Tímabil sem mun einkennast af fátækt og miklu atvinnuleysi á Íslandi. Þetta er það sem íslendingar kusu yfir sig og þetta er það sem koma skal.

Yfirgenglegar lygar Evrópuvaktarinnar um Evrópusambandið

Það er ótrúlegt að sjá hvernig Evrópuvaktin lýgur stöðugt að fólki um Evrópusambandið. Nýjasta dæmið er fullyrðing þess efnis að fjöldi þeirra laga sem eru tekin upp í aðildarríkjum Evrópusambandsins séu í kringum 78%. Þessi fullyrðing er haugalygi og ekkert sannleikanum samkvæm. Samkvæmt könnun sem ég fann frá árinu 2009 á vef hjá Bresku Evrópusamtökum. Þá kemur þar fram að fjöldi þeirra laga sem eru tekin upp í Bretlandi er ekki meiri en 8 til 10% að mestu er fjöldi laga frá Evrópuþinginu/Framkvæmdastjórn ESB/Ráðherraráðinu aldrei meiri 30% af þeim fjölda laga sem er tekinn upp á hverju ári hjá aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Styrmir Gunnarsson kemur með þessa fullyrðingu í dag í færslu sem heitir „Yfirgengilegur hroki ESB„. Þar setur hann fram þessa hérna fullyrðingu.

[…] Hún fagnaði því að 70% af löggjöf Breta kæmi frá Brussel. Hún fullyrti að þjóðaratkvæðagreiðsla í Bretlandi um ESB gæti ekki verið trúverðug. […]

Í þeirri könnun sem ég vitna í hérna að ofan kemur þetta hérna fram um uppruna þessar fullyrðingar.

[…] The 75 per cent figure used by one political party is as misleading as the claim of 84 per cent. It originates from a speech made by the-then President of the European Parliament, Hans-Gert Pottering, when he was emphasising the importance of the role of the Parliament because it had to consider and approve three-quarters of the EU’s legislation. This has been misrepresented as Mr Pottering claiming that 75 per cent of „Europe’s laws“ derive from the EU. […]

Hægt er að lesa greinina hérna í heild sinni.

Þeir einu sem eru hrokafullir á Íslandi eru Evrópuandstæðingar. Það er ekki nóg með að þeir séu hrokafullir. Þeim er einnig alveg sama um hagsmuni almennings, sem hefur hvað mesta hagsmuna að gæta við aðild Íslands að Evrópusambandsins með upptöku Evru [Eurozone] í kjölfarið (mundi einhver í alvörunni sakna stöðugu hruni íslensku krónunnar).

Geðveikin í Heimssýn

Í Heimssýn hefur safnast fólk sem er ekki hægt að kalla annað en illa gefna þjóðernissinna sem eru ekki að vernda neitt en valda hinsvegar nægum skaða á efnahag íslendinga með því að halda í gjaldmiðil sem augljóslega virkar ekki og hefur aldrei virkað. Ásamt tilheyrandi verðbólgu og kjaraskerðingu hjá almenningi sem að þessu leiðir. Það er ljóst að íslenska krónan hentar bara einum aðila á Íslandi og það er sjávarútveginum. Þannig er hægt að halda launum niðri í evrum talið og hækkað krónutöluna í íslenskum krónum talið, þó án þess að hækka kaupmátt á sama tíma.

Ef að raunveruleikinn er ekki eins og Heimssýn vill hafa hann, þá skálda þeir hann bara upp eftir hentugleika. Öll umræða og fullyrðingar þeirra markast af þessari staðreynd. Í fullyrðingum þeirra um Evrópusambandið og þróun Evrópusambandsins þá hafa meðlimir og fylgjur Heimssýnar alltaf haft rangt fyrir sér. Besta dæmið um vitleysuna sem kom frá Evrópuandstæðingum er þær fullyrðingar sem þeir höfðu uppi í kringum Lissabon sáttmálann [Wikipedia] sem tók gildi árið 2009 í Evrópusambandinu. Fullyrðingar sem reyndust vera tómar lygar og þvættingur þegar á reyndi.

Heimssýn er í hagsmunagæslu fyrir lítinn hóp íslendinga. Þá sérstaklega LÍÚ sem elskar evruna vegna þess að þannig geta þeir haldið launum lágum á Íslandi en gróðanum háum á móti talið í evrum. Hagsmunagæslan fyrir Bændasamtök Íslands er með öðrum hætti, sérstaklega þar sem Bændasamtök Íslands standa sjálf í gífurlegri hagsmunagæslu fyrir sláturhúsin og kjötframleiðendur (ekki endilega bændur) á Íslandi. Fullyrðingar og málflutningur Heimssýnar og annara Evrópuandstæðinga á Íslandi er stórfurðulegur og oft á tíðum ekkert annað en geðveik þvæla sem stenst ekki neinn raunveruleika.

Efnahagslegur sannleikur um íslensku krónuna

Hérna er smá efnahagslegur sannleikur um íslensku krónuna.

Þann 1-Október-1981 var gengi íslensku krónurnar þetta hérna á miðgengi. Hérna nota ég USD, DKK og GBP þar sem þeir eru til allt þetta tímabil sem ég skoða. Aðrir gjaldmiðlar í Evrópu hafa hætt og evran hefur verið tekin upp í staðin í flestum tilfellum.

1 USD = 7,775 ISK.
1 GBP = 14,139 ISK.
1 DKK = 1,0658 ISK.

Þann 1-Október-1986 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 40,43 ISK.
1 GBP = 58,4535 ISK.
1 DKK = 5,2798 ISK.

Þann 1-Október-1991 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 59,4 ISK.
1 GBP = 103,7985 ISK.
1 DKK = 9,2286 ISK.

Þann 1-Október-1996 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 67,12 ISK.
1 GBP = 105,07 ISK.
1 DKK = 11,475 ISK.

Þann 1-Október-2001 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 100,56 ISK.
1 GBP = 148,4 ISK.
1 DKK = 12,325 ISK.

Þann 2-Október-2006 var þetta gengi íslensku krónunnar (gengi var ekki skráð þann 1-Október-2006 vegna þess að það var sunnudagur svo að ég tek næsta virka dag á eftir hérna).

1 USD = 70,12 ISK.
1 GBP = 131,39 ISK.
1 DKK = 11,945 ISK.

Þann 3-Október-2011 var þetta gengi íslenskur krónunnar (1 og 2-Október-2011 voru laugardagur og sunnudagur þannig að ég notaði næsta virka dag á eftir hérna).

1 USD = 118,48 ISK.
1 GBP = 184,15 ISK.
1 DKK = 21,286 ISK.

Þann 1-Október-2013 var þetta gengi íslensku krónunnar.

1 USD = 120,39 ISK.
1 GBP = 195,48 ISK.
1 DKK = 21,867 ISK.

Eins og hérna má sjá þá hefur gengi íslensku krónunnar farið stöðugt versnandi með tímanum og verðgildi íslensku krónunnar minnkað á móti. Slæmt gengi íslensku krónunnar er ekki bara hluti af efnahagshruninu sem varð á Íslandi árið 2008. Þetta er hluti af miklu stærra vandamáli sem hefur verið til staðar á Íslandi mjög lengi og er ennþá í gangi. Þetta vandamál mun ennfremur aldrei hverfa á meðan íslendingar nota íslensku krónuna sem gjaldmiðil.

Þegar ég heyri íslenska stjórnmálamenn tala um að þeir vilji halda í íslensku krónuna sem framtíðargjaldmiðil íslensku þjóðarinnar. Þá ofbýður mér vitleysan og ruglið, enda veit ég að fullyrðingar þessara manna eru ekkert nema kjaftæði og hafa alltaf verið það.

Tölurnar eru fegnar af vefsíðu Seðlabanka Íslands.

Kjallari Sigmundar Davíðs forsætisráðherra

Sigmundur Davíð vill ekki eiga sæti við borðið. Hann sættir sig frekar að búa í kjallaranum þar sem ljósaperurnar virka ekki og siðleysinganir vinir hans eiga einfalt með að koma inn til þess að fremja myrkvaverk sín og semja um hina ýmsu ógæfu við Sigmund Davíð. Glæpir þola nefnilega illa dagsins ljós og það veit Sigmundar Davíð fullvel og hans samstarfsmenn og kunna því vel við sig í rökum og dimmum kjallaranum.

Á meðan Sigmundur Davíð vinnur sín myrkvaverk í kjallaranum þá er reikningurinn sendur til almennings á Íslandi í formi niðurskurðar og aukinnar fátækar. Enda er Sigmundur Davíð moldríkur vegna óheiðarlegra viðskipta föður hans við ótínda glæpamenn úr fortíðinni, menn sem jafnvel í dag geta fengið sínu framgengt vegna þeirrar þekkingar sem þeir hafa á viðskiptum föðurs Sigmundar Davíðs og þeirri óværu sem þar var stunduð.

Það kemur því lítið á óvart að Sigmundur Davíð vilji ekki vera í Evrópusambandinu, þar sem sú tegund glæpastarfsemi sem hann stundar er ekki liðin og er brot á sáttmálum og lögum Evrópusambandsins. Sigmundur Davíð og félagar vilja því sitja þar fyrir utan og fremja sín glæpaverk í friði og ró.

Frétt LÍÚ-Morgunblaðsins

Ekki nóg að eiga sæti við borðið (mbl.is)

Utanríkisráðherra klúðrar utanríkismálum íslendinga

Utanríkisráðherra íslendinga, sem er fábjáni úr skagafirði hefur undanfarið lagt hart af sér að klúðra utanríkismálum íslendinga á methraða. Enda er maðurinn hvorki hæfur til þess að gegna þeirri stöðu sem hann er kominn í og þar að auki þá hefur hann engan skilning á stöðu utanríkismála íslendinga.

Það er ennfremur ljóst að Gunnar Bragi hefur enga þekkingu á Evrópusambandinu og málefnum þess, stefnumörkum og framtíðarsýn. Enda hefur maðurinn ekki gert neitt til þess að kynna sér málin og afla sér þekkingar. Eina ástæða þess að þessi maður er utanríkisráðherra í dag er íslenska samtryggingin, spillingin og heimskan. Í öðrum ríkjum Evrópu væri fyrir löngu síðan búið að reka Gunnar Braga úr öllum stjórnmálaflokkum fyrir vanhæfni og almennan þekkingarskort. Íslenska andverðleikasamfélagið tryggir hinsvegar mönnum eins og Gunnar Braga aðgengi og völd sem þeir ættu ekki að hafa. Síðan er almenningi á íslandi sendur reikningurinn í einu eða öðru formi.

Það mun taka íslendinga meira en áratug að laga þau skemmdarverk sem Gunnar Bragi hefur valdið á utanríkismálum íslendinga á undanförnum vikum. Þessi skemmdarverk eru studd af þeirri ríkisstjórn sem nú situr, enda heyrist ekkert innan úr þeirri ríkisstjórn varðandi gerræðisleg vinnubrögð Gunnars Braga og hvernig hann hagar sér. Það má hinsvegar aldrei gleymast að þetta er það sem íslendingar kusu yfir sig. Það sem íslendingar kusu yfir var hópur af svindlurum og þjófum sem hafa engan áhuga á því að gæta hagsmuna almennings eins og nú þegar er orðið ljóst eftir verk þeirra í Júlí. Ef íslendingar vilja ekki borga fyrir þá ógæfu sem kemur með svona fólki þegar það nær völdum. Þá ber almenning á Íslandi að efna strax til mótmæla fyrir utan Alþingi íslendinga til þess að koma þessu fólki frá völdum nú þegar.

Íslenskir ný-nasistar á ferðinni

Hérna eru ummæli sem Halldór Jónsson bloggari og rugludallur lét útúr sér hérna á bloggsíðu sinni á blog.is. Þetta eru ummæli sem eru notuð af tveimur hópum af fólki, ný-nasistum og síðan fólki sem stundar kynþáttahyggju (rasisma) af ýmsu tagi. Þessi orð Halldórs Jónssonar eru ógeðfelld og fordæmi ég þessi orð hans og hann sjálfan fyrir að láta svona útúr sér.

halldorjonsson.blog.is-23-August-2013
Orð Halldórs Jónssonar á blog.is þann 23-Ágúst-2013. Hægt er að lesa bloggfærsluna hans hérna í heild sinni.

Eins mikið ógeð og ég hef á trúarbrögðum (þar á meðal Islam). Þá er svo orð engan vegin réttlætanleg í garð nokkurs fólks. Enda er hérna um að ræða hreina fordóma sem byggja ógeðfelldri þröngsýni og heimsku. Þeir sem stunda svona hegðun eru ekki í lagi og ættu að leita sér sérfræðihjálpar án tafar.

Yfirvofandi hrun kaupfélagsveldisins í Skagafirði

Kaupfélagsveldið í Skagafirði er að hruni komið, þökk sé spillingu og græðgi innan kaupfélagsins sjálft (umfjöllun DV er að finna hérna). Þetta hrun er yfirvofandi, það er ekki hafið og mun væntanlega ekki skella á fyrr en ný efnahagskreppa hefst á Íslandi eftir nokkur ár. Í dag er Kaupfélag Skagfirðinga á toppnum, alveg eins og þegar Ísland var á toppnum árið 2007. Ári síðar var allt saman hrunið og mikil efnahagsvandræði komin af stað á Íslandi, efnahagsvandræði sem ekki sér fyrir endan á ennþá.

Í dag er Kaupfélag Skagfirðinga gífurlega valdamikið, er með Utanríkisráðherra í vasanum. Enda er Gunnar Bragi (sjá hérna) innanbúðarmaður KS á Sauðárkróki og því er stutt fyrir forstjóra KS að hringja og fá sínum hagsmunamálum framgengt. Eitt af þessum málum var stöðuvun aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Enda geta Bændasamtök Íslands, Kaupfélag Skagfirðinga og LÍÚ ekki hugsað sér frjálsa samkeppni á Íslandi með fisk og landbúnaðarvörur. Þetta verður nefnileg allt saman að vera innan þeirrar einokunar sem þessir aðildar halda uppi á Íslandi í þessum vöruflokkum. Enda er Kaupfélag Skagfirðinga síðasta kaupfélagið í einokunarveldi SÍS sem hrundi árið 1992.

Áhrif Kaupfélags Skagfirðinga byggja á spillingu, frændskap og ættartengslum. Slíkt er afskaplega óheilbrigt og er alltaf grunnur af efnahagslegu hruni og spillingu, enda er spillingin nú þegar komin fram hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og það er grunnurinn að hruni þeirra eftir örfá ár. Við þetta hrun þá munu völd KS einnig hrynja og það verður áhugavert að sjá hvernig það valdahrun mun koma fram á Íslandi, bæði til styttri og lengri tíma.

Yfirlýsingar Grunnars Braga um Evrópusambandið einkennast af vanþekkingu og viljanum til þess að blekkja og ljúga að fólki. Gott dæmi um þetta er sú fullyrðing Gunnars Braga að „[…] Spurt var um traust til sambandsins og var niðurstaðan sú að 60% treysta ekki sambandinu. Svo afgerandi lýsing á vantrausti hlýtur að valda stjórnendum ESB áhyggjum.[…]“ Vitnar Gunnar Bragi í frétt Daily Mail máli sínu til stuðnings. Sem er eiginlega vonlaust dæmi, þar sem Daily Mail er þekkt fyrir þá hegðun að skálda upp hlutina ef það hentar þeim.

Vor könnun Eurobarmeter sýnir að traust til Evrópusambandsins er lágt, en á sama tíma er traust til ríkisstjórna og þjóðþinga almennt lágt á sama tíma og þetta tvennt fer saman. Samkvæmt vorkönnun Eurobarmeter þá er 30% íbúa Evrópusambandsins með jákvæða mynd af því, á meðan 29% af fólki er með neikvæða mynd af Evrópusambandinu. Fólk með hlutlausa mynd af Evrópusambandinu er 39% samkvæmt vorkönnun Eurobarmeter. Þannig að fullyrðing Gunnars Braga (og Daily Mail) er því röng og ekki byggð á neinum staðreyndum. Slíkt kemur mér lítið á óvart, enda hafa Evrópuandstæðingar á Íslandi ekki verið þekktir fyrir að fara rétt með staðreyndir ef slíkt hentar þeim ekki.

Þegar þjóðin verður laus við Gunnar Braga, framsóknarflokkin og sjálfstæðisflokkinn. Þá mun íslenska þjóðin ganga í Evrópusambandið, taka upp evruna og hugsa til með hryllingi þegar þjóðin lét menn eins og Gunnar Braga, Sigmund Davíð og Bjarna Ben ljúga að sér og blekkja sig með stöðugum rangfærslum og lygum um Evrópusambandið.

Bloggfærsla uppfærð þann 18-Ágúst-2013 klukkan 23:56.

Að svipta fólk réttindum sínum

Á vefsíðu íslenskra öfga-feminisma má finna lýsingu á vændi [kynlífsþjónustu] í Reykjavík. Þar sem konan er algerlega svipt réttindum sínum sem manneskja með lögum á Íslandi. Þetta er raunsönn lýsing á því sem gerist þegar fólk lendir í mansali og tengdri glæpastarfsemi.

Það sem kemur ekki fram í þessari grein er hverjir sviptu þessa konu réttindum sínum á Íslandi með lagaboði frá Alþingi íslendinga. Það eru íslenskir öfga-feministar, þar á meðal þeir sem reka og skrifa á vefsíðuna Knúz.is. Staðreyndin er nefnilega sú að þessar konur, og þessar öfgar hafa svipt fullt af fólki vernd sem áður var að finna í lögum á Íslandi (þó takmörkuð væri). Þar sem þessar konur og karlar starfa við kynlífsþjónustu þá nýtur þetta fólk ekki lengur neinnar verndar í íslenskum lögum og er í raun réttindalaust. Lögreglan rannsakar skjólstæðinga þessa fólks og þeir eru dæmdir fyrir dómstólum náist til þeirra.

Með því að banna kaup á kynlífsþjónustu á Íslandi, hafa íslenskir öfga-feministar tryggt hagsmuni glæpamanna á Íslandi í kynlífsþjónstu. Þar sem glæpamenn starfa utan ramma lagana og hafa alltaf gert slíkt (þess vegna eru þeir kallaðir glæpamenn). Íslenskir öfga-femininstar hafa því gert glæpamönnum Íslands stóran greiða í þessum málefnum og tryggt þeirra hagnað um ókomin ár, og jafnvel áratugi ef eitthvað má marka söguna á Íslandi af svona bönnum.

Heimssýn þoldi ekki umræðuna og lokaði á allar athugasemdir

Heimssýn eru á Íslandi afturhaldssamtök íslenskra bænda, og annara misgjörðarmanna sem vilja halda íslendingum í fjötrum íslensku krónunar, hárra vaxta, verðtrygginar og verðbólgu. Helst eru samtökin Heimssýn þekkt fyrir það að koma með óheyrilegt magn af rugli, bulli og kjaftæði um Evrópusambandið og Evrópu, helst einhvern uppskáldan fábjánaskap sem hlegið er af í Evrópu og víðar. Einangrunarþörf og kyþáttafordómar þessara samtaka eru einnig vel þekktir innanlands sem og utan, flestir félagsmenn Heimssýnar eru varla málfærir á ensku og íslenska tungu, önnur tungumál er ekki um að ræða nema kannski hjá einstaka félagsmanni sem hefur þvælst erlendis nógu lengi til þess að læra hrafnaspark í erlendu tungumáli, rétt svo að hann sé mellufær í tungumálinu (óháð því hvaða tungumál er um að ræða).

Fyrir nokkru síðan hafði Heimssýn opnað fyrir athugasemdir á gjörheimskandi bloggsíðu sinni hjá LÍÚ-KS Morgunblaðinu á blog.is. Fyrst bönnuðu þeir mig eftir að ég var búinn að rústa málflutningi þeirra nokkrum sinnum, staðreyndir eru nefnilega óvinir þessa fólks og hafa alltaf verið það. Slíkur er þverpokahátturinn og heimskan hjá Heimssýn. Núna hefur Heimssýn gripið til þess ráðs að loka alfarið fyrir athugasemdir á blogginu sínu, svo að þeir þurfi ekki að sitja gagnrýni og því að fólk sé að gera athugasemdir við málflutning þeirra, auk lyga og kjaftæðis sem koma frá Heimssýn daglega á vefsíðu þeirra og bloggi. Óvinir íslendinga eru hinsvegar vel fjármagnaðir af hinni óheilögu þrenningu á Íslandi, en þessi óheilaga þrenning heitir LÍÚ, KS, Bændasamtök Íslands. Þetta fólk hefur hinsvegar komið sér fyrir í samtökum eins og Heimssýn til þess að berjast fyrir sínum hagsmunum og gegn hagsmunum almennings á Íslandi um alla framtíð.

Núna eru óvinir almennings á Íslandi í ríkisstjórn, og næst á dagskrá er óðaverðbólga, kjaraskerðingar, verkföll og gengisfellingar. Það er framtíð íslendinga næsta áratuginn hið minnsta og ekki er þetta glæsileg framtíð sem bíður íslendinga.