Barroso talks to euronews on his second term

The euronews Brussels correspondent, Sergio Cantone, asked President of the European Commission Jose Manuel Barroso about his priorities for his second term in office.

Sergio Cantone, euronews: „What’s the first measure the new Commission is going to adopt?“

www.euronews.net

Fréttinar af meintum Evrópuher ESB ríkjanna

Í nýlegri frétt á Morgunblaðinu (Dabbanum) eru þjóðverjar að tala um stofnun Evrópuhers. Morgunblaðið setur fréttina upp eins og að þýski utanríkisráðherran tali um að ESB stofni slíkan her á grundvelli (með Þýskaland og nokkur önnur ríki í fararbroddi fyrir slíkum her) Lisbon sáttmálans, en Lisbon sáttmálinn leyfir ekki stofnun Evrópuhers. Það sem að þýski utanríkisráðherran virðist gleyma er sú staðreynd að það er nákvæmlega engin samstaða um að stofna slíkan her innan ESB, og slíkt yrði ekki samþykkt að öllum aðildarríkjum ESB í dag, eða í næstu framtíð.

Þar fyrir utan er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að Evrópuher yrði mun frekar stofnaður á grundvelli NATO frekar en ESB. Íslendingar eru nú þegar aðildar að NATO og hafa verið það í lengri tíma. Það yrði ennfremur fljótlegra að stofna evrópuher í gegnum NATO en ESB, þar sem aðildaríki ESB mundu beita sér gegn stofnun slíks hers. Það má þó ekki gleymast að ESB gegnir öryggishlutverki innan Evrópu, eins og NATO gerir nú þegar.

Þessar staðreyndir stoppa þó andstæðinga ESB ekki með sinn hræðsluáróður um ESB og hlutverk þess innan Evrópu. Það væri kannski ráð að einhver segði þessum bjánum að Ísland er nú þegar aðili að hernarðarbandalagi, en ekki friðarbandalagi eins og ESB byggir sína tilveru á.

Erlendar fréttir af þessu máli.

Germany supports European army: foreign minister
Germany sets sights on european army

Slóðin á undirskriftarlistann ekki gefinn upp

Það er alveg merkilegt með fjölmiðla á Íslandi. Síðastliðinn mánuð hafa þeir verið að fjalla um undirskriftarsöfnun InDefence hópsins og í öllum tilvikum þegar það er fjallað um þá undirskriftarsöfnun sem þarf er stunduð er vísað beint í vefsíðu InDefence hópsins (þó óheiðarlegur sé). Þegar það loksins kemur frétt um undirskriftarsöfnun þeirra sem styðja það að Forseti Íslands samþykki breytingar á Icesave lögunum, þá er einfaldlega enginn tengill gefinn upp og maður er engu nær um það hvar er hægt að skrá sig á þennan lista. Það er því ekki furða að fá nöfn komi inná þennan undirskriftalista hjá manninum, þar sem enginn veit hvar hann er staðsettur á internetinu.

Ef einhver er með slóðina fyrir þennan undirskriftarlista. Þá má láta mig vita í athugasemdum ekki seinna en strax.

Frétt Vísir.is.

Forsetinn líka hvattur til þess að staðfesta lögin

Fullyrðingin um háa vexti reyndist kjaftæði

Það var fullyrt í fréttum Rúv að vextir á Icesave væru háir. Samkvæmt bloggsíðunni Flokksgæðingar þá er þetta alrangt. Þar kemur þetta fram.

Ekkert meira er um vexti á öllum þessum 86 síðum og hvergi neinar forsendur að finna um hvað teljast háir vextir eða viðmiðanir frá öðrum ríkjum né þeirra annarra lána sem ríkið þarf að taka vegna hrunsins. Hér er bara um að ræða skoðun lögmanns á vöxtum sem er jafn áhugaverð fyrir nútímalæknsifræði og skoðun grasalæknis á fósturvísarannsóknum. Enda er örugglega besta skýringin á vaxtaumfjöllun þessari að verið sé að rugla saman föstum og breytilegum vöxtum, sem væri ekki í fyrsta skiptið.

Staðreyndin er sú að um mjög lága fasta vexti til 15 ára er að ræða eins og meðal annars má sjá í minnisblaði sem er á meðal gagna Icesave-málsins á island.is. Eins og margoft hefur komið fram er álagið á Icesavelánunum minna en þau sem fátækustu þjóðum heims býðst hjá Parísarklúbbnum. Þess ber líka að geta að þeir vextir yrðu svo sannarlega ekki í boði ef að Hollendingar og Bretar myndu sækja rétt sinn og fá dóm sem staðfesti ábyrgð Íslands.

Hægt er að lesa alla bloggfærsluna hérna fyrir neðan.

Steinar yfir steini

4G tilraunanet opnar í Noregi og Svíþjóð

Fjarskiptafyrirtækið TeliaSonera hefur opnað fyrir tilrauna 4G fjarskiptanet í Olsó og Stokkhólmi. Þessi 4G fjarskiptanet eru fær um að ná allt að 80Mb/sec hraða til notenda þessa kerfis. Það sem er áhugavert við 4G er að kerfið er bæði fært um að flytja mikið af gögnum og er einnig fært um að flytja símtöl eins og í venjulegum 2G (GSM) og 3G farsímum.

Sem stendur hafa hinsvegar ekki verið framleidd nein símtæki fyrir 4G, þar sem þarna er verið að prufa er eingöngu gagnaflutningur til notenda, og hafa þessir sem nota kerfið fengið sérstaka 4G lykla til notkunar.

Nánari fréttir af þessu.

4G mobile phone network comes to Scandinavia
4G network goes live for lucky few

Ísland verður líklega umsóknarríki ESB í Mars 2010

Samkvæmt fréttum, þá er í dag líklegt að Ísland verði umsóknarríki hjá ESB í Mars 2010. Þetta er samkvæmt fréttur Rúv og Reauters í dag.

Þessi ákvörðun ESB kemur ekki mikið á óvart. Jafnvel þó svo að ríkisstjórn Íslands hafi ætlað sér að ná Desember markmiðinu, þá var alveg augljóst að slíkt hefði verið mjög undarlegt ef það hefði verið raunin. Enda ætlar Framkvæmdastjórn ESB að taka sér þann tíma sem þeir þurfa til þess að skrifa skýrslu um Ísland og koma með helstu hagtölur um landið áður en aðildarviðræður hefjast.

Fréttir af þessu máli

Ákvörðunar að vænta í mars
EU to defer Macedonia talks decision to 2010

Utanríkismálanefnd Evrópuþings ESB um aðildarumsókn Íslands að ESB

Utanríkismálanefnd Evrópuþingsins hefur fjallað um aðildarumsókn Íslands að ESB. Þetta þýðir að næstu skref umsóknar Íslands fyrir aðild Íslands að ESB eru núna fær. Hinsvegar verður ekki ályktað um stöðu umsóknarinnar fyrr en á morgun (26. Nóvember 2009).

Það sem var samþykkt var þetta hérna.

EU membership candidates: Parliament outlines its criteria

Current and potential candidate countries must continue reforming to stay on track for eventual EU membership. Key issues such as rule of law, freedom of expression, treatment of ethnic minorities and the fight against corruption and organised crime must still be addressed, says a resolution approved by the Foreign Affairs Committee on Monday and scheduled for a plenary vote on 26 November.

Parliament’s resolution on the European Commission’s 2009 enlargement strategy for the Western Balkan countries, Iceland and Turkey, drafted by Gabriele Albertini (EPP, IT) will be debated in plenary on Wednesday afternoon and put to a plenary vote on Thursday 26 November at noon.

[…]

Um Ísland hafði utanríkismálanefnd Evrópuþingsins þetta að segja.

Iceland

Finally, MEPs welcome Iceland’s July 2009 decision to join the EU. The country’s extensive alignment with EU legislation should entitle it to receive candidate status in the near future, they say.

Öll fréttatilkynning Evrópuþingsins.

EU membership candidates: Parliament outlines its criteria
Sjá einnig á esb.is

Hluti aðildarviðræðna Íslands við ESB munu fara fram á Íslandi

Hluti af aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið (ESB) munu fara fram á Íslandi einhverntíman á næsta ári samkvæmt Össuri Utanríkisráðherra. Þessar viðræður munu snúast um þá lagakafla ESB sem íslendingar hafa nú þegar tekið upp í gegnum EES samninginn við ESB.

Þetta kemur fram í fréttum Rúv núna og í morgun. Þetta er einnig mjög áhugavert, þar sem ESB hefur ekki gert svona áður eftir því sem kemur fram í fréttinni. Umræddir kaflar eru ennfremur ekki mjög flóknir, þar sem þeir hafa að öllu leiti, eða mestu leiti verið teknir upp í lög á Íslandi nú þegar.

Frétt Rúv.

Aðildaviðræður fari fram á Íslandi