Undarlegur málflutningur andstæðinga nýrrar stjórnarskrár Íslands

Í Morgunblaði dagsins í dag má finna eftirtaldar greinar, sem eru í heild sinni birtar á mbl.is af einhverjum ástæðum.

[…]„Það er í ætt við annað að ríkisstjórnin, sem ítrekað neitaði að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave-samningana sem hún gerði við Breta og Hollendinga og sem neitaði að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu, ætli nú að stefna landsmönnum til atkvæðagreiðslu um eigið gælumál, atlöguna að stjórnarskrá lýðveldisins“[…]

Bergþór Ólason, grein í Morgunblaðinu þann 19.10.2012. Frétt undir heitinu Tillaga sem verður að fella.

Það hefði nú verið betra ef engin þjóðaratkvæðagreiðsla hefði verið haldin um Icesave. Aftur á móti er stjórnarskrá Íslands annað mál. Enda er hérna eingöngu um að ræða innanríkismál íslendinga, ekki alþjóðlegt mál eins og Icesave. Þessi málflutningur í heild sinni er ekkert nema kjaftæði, sem styðst ekki við nein haldbær rök. Heldur er hérna verið að spila inn á tilfinningar fólks og ótta.

Þetta er þó ekki að versta sem ég hef séð í dag. Ég geymi það besta hérna fyrir neðan.

Það er staðreynd að Lögmannafélag Íslands er eitt stærsta félag sjálfstæðismanna sem er að finna innan lögmanna á Íslandi. Þetta félag hefur þann eina tilgang að verja hagsmuni sjálfstæðisflokksins þegar svo ber undir.

[…]
Hindri aldursviðmið í lögum

Á meðal þess sem laganefndin lýsir áhyggjum af er sú tillaga í mannréttindakaflanum að ekki megi mismuna vegna „kynferðis, aldurs, arfgerðar, búsetu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórnmálatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti“.

Þannig gæti bann við mismunun vegna tungumáls orðið til þess að ekki mætti láta íslenskukunnáttu eða kunnáttu á öðru tungumáli vera ráðandi þátt við ráðningu í starf. Jafnvel gæti það þýtt að ekki væri hægt að gera kröfur til umsækjenda um gott málfar.

Þá gæti bann við mismunun á grundvelli aldurs takmarkað heimild löggjafans til að festa í lög aldursviðmið, til dæmis hæfnisskilyrði til að hljóta embætti, að mati nefndarinnar. Ákvæði um að ekki megi mismuna eftir búsetu gætu að sama skapi haft áhrif á mikilvæg lög eins og lög um tekjuskatt og gjaldeyrismál, að því er segir í álitinu.
[…]

Frétt Morgunblaðsins, Tillögurnar þurfi að endurskoða, 19.10.2012.

Þessi útskýring hjá Lögmannafélagi Íslands er ekkert annað en haugalygi. Þarna er ekki verið að tala um veitingu embættis eða þannig hluta. Það þarf ekki vera lögfræðingur til þess að sjá þessa staðreynd. Útskýring Lögmannafélags Íslands um tungumálið er alveg jafn fáránleg og á ekki við nein rök að styðjast. Þetta er þó ekki toppurinn á því kjaftæði sem kemur núna frá Lögmannafélagi Íslands.

[…]
Óvissa varðandi dreifingu barnakláms

Nefndin telur að breytingar sem stjórnlagaráð leggur til á tjáningarfrelsisgrein stjórnarskrárinnar breyti því efnislega. Með því að fella út takmörkun á tjáningarfrelsi með vísan til siðgæðis kunni að skapast mikil réttaróvissa um heimildir hins opinbera til þess að banna dreifingu á klámi eins og almenn hegningarlög kveða nú á um. Sérstaklega bendir nefndin á að óvissa gæti skapast um viðurlög gegn dreifingu á barnaklámi.

Þá telur nefndin að breytingar á ákvæðinu um félagafrelsi kunni að fela í sér takmarkanir á möguleikum ríkisins til þess að grípa til ráðstafana til dæmis gegn skipulögðum glæpasamtökum, þjóðernishreyfingum og öðrum félögum með ólöglegan tilgang.
[…]

Frétt Morgunblaðsins, Tillögurnar þurfi að endurskoða, 19.10.2012.

Þessi útskýring Lögmannafélags Íslands er fáránleg. Stjórnarskráin takmarkar ekki nein lög sem banna glæasamtök, barnaklám og aðra glæpi. Það að teygja hlugtakið „tjáningarfrelsi“ til hluta sem hafa ekkert með tjáningarfrelsi að gera er ógeðfelld lygi og útúrsnúningur. Enda er hérna á ferðinni ályktun sem hefur eingöngu þann tilgang að þjóna sem áróður fyrir sjálfstæðisflokkinn sérstaklega. Enda hefur sjálfstæðisflokkurinn verið hvað mest á móti auknu og sterkara lýðræði á Íslandi. Þetta hérna er þó ekki öll vitleysan sem hefur komið frá Lögmannafélagi Íslands í þessu máli. Þeir toppuðu sjálfan sig í kjaftæði með þessu hérna.

[…]
Nýting sólarljóss takmörkuð?

Notkun á hugtakinu „þjóðareign“ í 34. grein tillagna stjórnlagaráðs sætir gagnrýni laganefndarinnar enda sé það ekki skýrt og hafi verið umdeilt. Þá gerir nefndin athugasemd við orðið „náttúrugæði“ í annarri málsgrein ákvæðisins þar sem hluti þess sem telst til auðlinda í þjóðareign sé skilgreindur. Það orðalag gæti gefið til kynna hvers kyns gæði, jafnvel sólarljós eða andrúmsloft. Svo víðtæk skilgreining gæti haft ófyrirséð áhrif, til dæmis að nýting sólarljóss á Íslandi yrði takmörkuð. Ekki sé ljóst hvort tilgangur ákvæðisins sé svo víðtækur en orðalagið verði að teljast varhugavert.
[…]

Frétt Morgunblaðsins, Tillögurnar þurfi að endurskoða, 19.10.2012.

Síðast þegar ég gáði. Þá er sólarljós endalaus uppspretta orku á Íslandi. Þannig að þessi „rök“ Lögmannafélag Íslands halda ekki vatni frekar en fjármálastjórnun Davíðs Oddssonar þegar hann gerði Seðlabanka Íslands gjaldþrota. Þessar fullyrðingar eru svo kjánalegar að það er ekki einu sinni fyndið. Eru virkilega menntaðir lögmenn í Lögmannafélagi Íslands? Það er ótrúlegt að þessu fólki hafi dottið í hug að láta þetta kjaftæði koma frá sér. Sérstaklega þar sem þetta stenst alls ekki neinar rökhugsun af neinu tagi. Síðan dettur þessu fólki í huga að hægt sé að taka það alvarlega. Maður þarf að vera alvarlega heimskur til þess að taka þessa yfirlýsingu Lögmannafélags Íslands alvarlega.

Fall íslensku þjóðarinnar

Ég hef áður nefnt þetta. Það er ekkert lögmál að ríki og þjóðir séu til endalaust. Bara á 18, 19 og 20 öldinni hafa fjölmörg ríki komið og horfið í Evrópu einni saman. Það að Lýðveldið Ísland sé til í dag er ekkert lögmál í heiminum. Sjálfstæði íslendinga er ekkert lögmál. Enda er það svo að það er á ábyrgð íslensku þjóðarinnar, og stjórnmálamanna hennar að viðhalda sjálfstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar.

Hrun lýðveldis byrjar yfirleitt með einhverjum atburði. Efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 er góður atburður til þess að leggja grundvöll að slíku hruni ríkis. Sérstaklega ef ekki tekst að taka til og koma á stöðugleika á hinu pólitíska sviði. Slíkan stöðugleika er ekki að finna á Íslandi núna í dag. Almenningur treystir ekki íslenskum stjórnmálamönnum í dag. Alveg óháð því hvaða stjórnmálaflokka er um að ræða.

Það sem er þó verra er sú staðreynd að gömlu valdaflokkanir á Íslandi eru að grafa undan stoðum lýðræðis, og sjálfu íslenska ríkinu með hegðun sinni og andstöðu við breytingar á íslenska lýðveldinu. Breytingar sem íslenska þjóðin hefur sjálf kallað eftir efnahagshrunið á Íslandi árið 2008. Þá er ég að tala um breytingar á stjórnarskrá sem stjórnlagaþingið samþykkti núna fyrr á þessu ári eftir umræðu.

Baráttan gegn jafnræði og réttlátri gjaldtölu á þeim takmörkuðu auðlyndum sem felast í fiskistofnum sem eru í kringum Ísland er núna í fullum gangi. Af sérhagsmunaaðilum sem hafa í reynd verið að arðræna almenning á Íslandi, og þeir neita að gefa til þjóðarinnar það sem þeim ber. Fyrir þá notkun sem þeir stunda á fiskveiðiauðlynd íslendinga. Sem er í raun mjög takmörkuð, og háð því að náttúran sé góð við íslendinga. Sem er svo sannarlega ekkert alltaf raunin í kringum Ísland. Þetta er minna vandamál þegar það kemur að jarðvarmavirkjunum. Enda ennþá flestar þær virkjanir í eigu opinberra aðila á Íslandi.

Það sem er þó augljóst að er grafa undan lýðræði og fullveldi íslendinga eru þau ónýtu stjórnmál sem eru stunduð á Íslandi. Enda er raunverulega hætta á því að ef sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn komist aftur til valda. Þá er hættan sú að Lýðveldið Ísland muni tilheyra sögubækunum fljótlega eftir það. Enda er ljóst að þessir tveir stjórnmálaflokkar eru ekki, og í raun hafa aldrei verið hæfir til þess að stjórna á Íslandi. Sérstaklega í ljósi þeirra stjórnmála sem þessir tveir stjórnmálaflokkar hafa stundað í gegnum tíðina.

Verði þetta raunin, eins og ég í raun býst við. Þá mun alþjóðasamfélagið færa íslendinga aftur undir Danmörku með tilskipun frá Sameinuðu Þjóðunum. Íslendingar munu ekkert hafa með málið að segja þegar þar að kemur. Enda verða íslendingar endanlega búnir að klúðra sínum eigin málum. Það mun í raun fara fyrir íslendingum eins og Nýfundnalandi.

Fluttur á ný til Danmerkur

Þegar þessi bloggfærsla er birt. Þá sit ég upp í flugvél Icelandair og er á leiðinni til Danmerkur, . Þangað er ég nefnilega að flytja aftur eftir 11 mánaða búsetu á Íslandi. Þessi auka búseta mín á Íslandi kom til útaf stórkostlegum fjárhagsvandræðum sem ég lenti í núna í Mars og Apríl 2011. Það tók mig reyndar minna en 11 mánuði að laga þessi vandræðin með fjármálin hjá mér. Lausin hjá mér var reyndar bara sú að borga niður skuldinar eins hratt og ég komst upp með það, og það tókst hjá mér. Engu að síður þá reikna ég fastlega með fjárhagsvandræðum á næstunni. Þar sem það er langt því frá auðvelt að lifa af örorkubótum. Hvort sem maður er búsettur í Danmörku eða á Íslandi. Enda er það stefna hjá mér að losna af örorkubótum sem fyrst, og losna þar með úr viðjum fátæktar sem öryrkjar á Íslandi sitja fastir í núna í dag, og geta lítið breytt stöðu sinni almennt séð. Ég gafst upp á því, og ákvað að breyta minni stöðu varanlega. Það verður örugglega ekki létt verk, en alveg örugglega þess virði fyrir mig að losna í fjötrum fátæktar og þeirrar eymdar sem fylgir því að vera fátækur.

Þessa 11 mánuði sem ég hef verð á Íslandi hefur ekkert breyst. Allt er við það sama, og lítið hefur breyst. Einhver vandamál hafa verið leyst á Íslandi. Þó svo að fólk sé jafnvel í afneitun varðandi þær lausnir. Það sem hefur versnað á Íslandi er sú staðreynd að íslendingar eru neikvæðir í garð Evrópusambandsins núna í dag. Síðan eru íslendingar orðnir jákvæðir í garð sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins. Sjálfra stjórnmálaflokkana sem eru valdir af stærstu efnahagsbúsifjum á Íslandi síðan landið var sjálfstætt árið 1944.

Síðan toppar vitleysan allt saman með þeirri staðreynd núna á að fara gefa út nýjan 10.000 kr seðil á Íslandi. Vegna þess að verðbólgan heldur stöðugt að vaxa og kaupmáttur fer stöðugt minnkandi. Þannig að það er alltaf þörf á stöðugt stærri peningastærðum í íslenska hagkerfinu. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, og hefur aldrei nokkurntíman verið góðs viti í sögu íslensks hagkerfis.

Ég veit ekki hvort að ég mun flytja aftur til Íslands. Hinsvegar þykir mér það mjög ólíklegt eins og staðan er í dag. Enda hef ég lítið að sækja til Íslands eins og málin standa í dag. Þá bæði félagslega og peningalega séð. Ég get fylgst með eldgosum og jarðskjálftum á Íslandi frá Danmörku án vandræða eins og tæknin er í dag.

Siðleysið í íslensku samfélagi

Það er alveg stórmerkilegt hversu mikið siðleysi þrífst í íslensku samfélagi. Þetta sést best á handahófskenndum þjófnaði sem er stundaður á Íslandi. Hérna á ég auðvitað ekki við skipulagað glæpastarfsemi, sem meðal annars leggur skiplega á ráðin innbrot inn í bíla og hús fólks.

Hérna er ég að tala um glæpi fólks þar sem lausum hlutum er stolið þar sem til þeirra sést. Gott dæmi um þetta er sá þjófnaður sem Ómar Ragnarsson varð fyrir núna og hann lýsir í bloggfærslu á blogginu sínu. Svona þjófnaður er mjög dæmigerður fyrir það siðleysi sem þrífst í íslensku þjóðfélagi. Það segir mikið um íslenskt þjóðfélag og hvernig er litið á annara manna eigur ef að fólk getur ekki látið hluti frá sér í þéttbýli án þess að þeim sé stolið samdægurs.

Það er ekki lögmál að hlutinir eigi að vera svona. Þetta er slæm þróun á Íslensku þjóðfélagi og þetta þarf ekki að vera svona. Þetta hefst auðvitað allt saman hjá börnunum og foreldrum þeirra. Þar er ýtt undir að þessi hegðun sé áltin eðlileg og samþykkt í þjóðfélaginu. Eitthvað sem er rangt og gengur í raun ekki upp. Þar sem þjófnaður á hlutum fólks á ekki að vera samfélagslega samþykkt hegðun. Eins og virðist vera raunin á Íslandi hjá ákveðnum hópum innan þjóðfélagsins. Lagabókstafurinn hefur lítið með þetta að gera.

Það er mín tilfinning að á Íslandi sé ég miklu óöruggari með mig, og mitt dót en á Íslandi heldur en í Danmörku. Þó er Danmörk talsvert stærra (í Danmörku búa 5.5 milljónir en aðeins 320.000 búa á Íslandi) þjóðfélag heldur en hið íslenska. Glæpir eiga sér auðvitað stað í Danmörku eins og á Íslandi. Það er hinsvegar bara mun minna þol gegn slíku í Danmörku og Evrópu almennt en á Íslandi.

Íslenska þjóðin sem fær það sem hún biður um

Íslendingar hafa gjarnan hrósað sér fyrir að vera bestir í hinu og þessu. Alla jafnan alveg óverðskuldað og alla jafna byggt á sögusögnum nútímans sem íslendingar hafa sjálfir skapað í gegnum tíðina. Ein stærsta sjálfsblekking íslendinga síðustu ár er sú blekking að á Íslandi sé grundvöllur fyrir efnahagslífi sem getur staðið fyrir utan hið alþjóðlega kerfi. Ennfremur er það mjög sterk sjálfsblekking að íslendingar geti rekið gjaldmiðil sinn svo vel sé. Þá er ég að tala um íslensku krónuna, sem síðan árið 1918 hefur fallið um 2200 danskar krónur á 94 árum. Enda var það svo að íslenska krónan og hin danska skildu jafnar árið 1918 á genginu 1:1. Á þessum tíma hefur danska krónan sjálf tapað einhverju af verðgildi sínu, enda er hætt að nota 10 og 25 aura í Danmörku.

Íslendingar hafa síðan árið 2008 kvartað mikið yfir því ástandi sem hefur skapast á Íslandi í kjölfarið á efnahagskreppunni, sem kom til vegna banka-sjálfsblekkingarinnar á Íslandi. Þar sem íslendingar trúðu því að hægt væri að stórt bankakerfi á ónýtum grunni sem hin íslenska króna vissulega er, og hefur alltaf verið. Þegar það litla sem hélt hinu íslenska bankakerfi uppi fór að gefa sig árin fyrir efnahagshrunið á Íslandi. Þá var slíkt alla jafna blásið af sem öfundsýki, árásir á íslenskt efnahagslíf og þar fram eftir götunum. Jafnvel var svo langt gengið af ráðherrum, þingmönnum og fleirum að allir þeir sem voguðu sér að benda á ónýtar undirstöður voru kallaðir öllum illum nöfnum, og að þeir jafnvel vissu ekkert hvað þeir væru að tala um. Enda var litið á það sem svo að á Íslandi væri ekkert að efnahagnum og allt í blóma.

Allt þetta hrundi í Október 2008 með látum þegar allt fjármálakerfið á Íslandi varð gjaldþrota. Bankanir og flest allir sparisjóðirnir á Íslandi. Einu sparisjóðirnir sem lifðu efnahagshrunið af voru þeir sparisjóðir þar sem ekki var verið að eltast við stofnbréfin í þeim, og síðan þeir sparisjóðir þar sem hluthafar samþykktu ekki söluna á stofnbréfum í viðkomandi sparisjóði. Áhrifin af þeirri blekkingu að hægt væri að græða á loftinu eru alvarlegar. Þá helst fyrir það fólk sem lét blekkja sig til þessara kaupa. Enda er margt af þessu fólki stórskuldugt í dag og hugsanlega er engin lausn fyrir það í dag.

Sjálfstæðisflokkurinn og framsóknarflokkurinn eru með meirihlutavald með beinum og óbeinum hætti í öllum fjölmiðlum á Íslandi. Hvort sem það er staðarblaðið á Ísarfirði eða Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig mikil óbein völd á fréttablaðinu. Þrátt fyrir áróður um annað. Það sem munar er bara að þetta er annar armur sjálfstæðisflokksins, en sjálfstæðisflokkurinn er þetta engu að síður. Restin er síðan framsóknarflokkurinn með, þar sem því er við komið. Hugsanlega er vikublaðið DV eina blaðið sem er tiltölulega laust við áhrif þessara tveggja stjórnmálaflokka. Þess í stað tel ég hinsvegar að DV sé meira undir áhrif af Vinstri Grænum og tengdum aðilum. Ég álít pólitísk tengsl dagblaða eins og þau koma fram á Íslandi núna í dag vera stórt vandamál, og það fer aðeins versnandi.

Tengsl hagsmunaaðila við stjórnmálaflokka á Íslandi er stórt vandamál, enda bíður það upp á spillingu og valdníðslu. Eins og hefur verið að gerast á undanförnum árum. Þetta er hluti af vandamálinu á Íslandi, og mun halda áfram að grafa undan efnahag Íslands og stjórnkerfinu nema að þessu verði breytt.

Það þýðir lítið að tala um efnahagsmál við íslendinga. Til þess eru þeir of stoltir til þess að hlusta, og láta hagsmunaaðila sem berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu hafa of mikil áhrif á sig. Á meðan svo er munu íslendingar vera með ónýtan gjaldmiðil og síðan sveiflukennt efnahagslíf með tilheyrandi vandamálum. Mér þykir ljóst að íslendingar þurf að fara alveg á botninn áður en það verður breyting hjá Íslensku þjóðinni. Íslendingar munu þurfa að fara svipað á botninn og Grikkir hafa verið gera undanfarið. Það sem mun lærast verður bæði erfitt og dýrt fyrir íslendinga, en alveg þess virði þegar fram líða stundir fyrir íslenska þjóð.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup þá er sjálfstæðisflokkurinn kominn með 33% fylgi, og framsóknarflokkurinn 13% fylgi. Það er því ekki langt að bíða þangað til að nýr botn næst á Íslandi í efnahagsmálum og vandræðum þeim tengdum.

Þegar hlutir ganga ekki upp í fyrstu tilraun

Fyrir ári síðan þá var ég að undirbúa flutning til Danmerkur á fullu. Pakka saman í kassa búslóðinni og allt þetta sem fylgir því að flytja til Danmerkur. Ástæður mínar fyrir því að flytja til Danmerkur eru efnahagslegar og félagslegar. Enda er það mitt mat að ég á mjög lítið sameiginlegt með íslenskri menninu. Hvort sem það er í þröngum eða víðum skilningi þess orðs. Af þeim sökum þá tók ég þá ákvörðun árið 2010 að flytja til Danmerkur. Sú áætlun er reyndar eldri en að ég hafi tekið þessa ákvörðun árið 2010. Ég hafði verið að skipuleggja þetta í rólegheitum frá árinu 2007, þegar ég skrapp í smá ferð til Danmerkur og fann það út að ég kunni bara mjög vel við mig þar. Af margvíslegum ástæðum þá ákvað ég hinsvegar ekki að koma þessari áætlun af stað fyrr en haustið 2010. Þegar ég hafði fengið meira en nóg af íslenskri menningu, íslenskum hugsunarhætti og íslensku þjóðfélagi. Ég gat ekki, og ég get ekki ennþá í dag lifað sáttur á Íslandi. Einnig er það þannig að menntamál verða væntanlega einfaldari fyrir mig í Danmörku en á Íslandi. Enda reikna ég með að klára framhaldsskólan og allt mitt háskólanám í Danmörku á næstu árum. Hversu langan tíma þetta tekur veit ég ekki ennþá. Það mun koma niðurstaða í það þegar ég er kominn til Danmerkur og Sønderborg-ar.

Því miður varð það svo að þetta gekk ekki upp hjá mér í fyrstu tilraun. Þannig að ég þurfti að flytja aftur til Íslands í Júní 2011. Þó hafði ég eingöngu skipulagt þann flutning þannig að ég ætlaði mér eingöngu að lifa eins ódýrt og hægt væri á meðan ég væri á Íslandi. Enda var ástæða þess að ég þurfti að flytja aftur til Íslands skuldir, og ekkert annað. Ég ákvað því við flutningin til Íslands núna í Júní 2011 að borga niður allar mínar skuldir og flytja síðan aftur til Danmerkur. Það tókst hjá mér, og næsta skref er núna í fullum undirbúningi. Það skerf er að flytja aftur til Danmerkur. Ég reikna fastlega með að því skrefi verði endanlega lokið á tímabilinu Maí til Júlí. Það veltur samt á því hvenar ég fæ íbúð í Sønderborg, þar sem ég ætla mér að búa. Í þetta skiptið þá tryggi ég að þetta mun ganga upp hjá mér. Ég reikna hinsvegar alls ekki með að þetta verði einfalt. Reyndar reikna ég með að þetta verði þrælerfitt og vel það. Enda er ég ennþá að mestu leiti eingöngu með örorkubætur sem tekjur, og oft á tíðum ekkert annað og örorkubætur eru ekki miklar tekjur í dag. Sérstaklega í dönskum krónum talið.

Fall íslenska lýðveldisins

Í gegnum söguna hafa lýðveldi, einveldi, kóngsveldi og sambandsríki komið og farið. Þetta hefur jafnvel gerst á tuttugustu öldinni. Þá sérstaklega í Evrópu þar sem að ríki hurfu og hafa ekki komið aftur. Það hefur ekki verið mikið um að ríki hverfi á Norðurlöndunum undanfarnar þrjár aldir. Enda hefur ríkjaskipunun verið mjög stöðug og fastmótuð hjá Norðurlöndum frá og með 19 öldinni. Síðan að efnahagshrunið á Íslandi varð árið 2008 hefur það verið ótti minn að íslenska lýðveldið mundi einfaldlega falla vegna þess að íslendingar vilja ekki breyta neinu, ekki taka rökum, og vilja þess þá síður ekki taka á þeirri spillingu sem ríkir á Íslandi og í íslensku þjóðfélagi. Íslendingar átta sig ekki á því almennt að þjóðfélag þarf ákveðna hluti til þess að getað virkað og unnið sem samfélag. Allir þessir hlutir sem þurfa að vera til staðar í samfélagi eru óðum að hverfa á Íslandi, og að öllum líkindum verða horfnir innan nokkura ára ef ekkert breytist. Hinsvegar er breyting ekki eitthvað sem mun gerast á Íslandi. Ekkert frekar en að það hefur ekki orðið nein breyting á Íslandi eftir hrun. Það er mikið talað um breytingu, en þessi breyting er ekki á borði og hefur aldrei verið það.

Hvernig fall hins íslenska lýðveldis verður háttað á eftir að koma í ljós. Það sem er hinsvegar ljóst að ástæða þess að íslenska lýðveldið mun falla og falla hart og illa verður vegna spillingar í stjórnkerfinu og í samfélaginu. Síðan spilar líka inn í þetta væntanlegt fall íslenska lýðveldisins hvernig atburðarrásin verður á Íslandi næstu mánuði. Hinsvegar eru þeir atburðir sem munu leiða til fall íslenska lýðveldisins farnir af stað, og fóru af stað í dag með yfirlýsingu Forseta Íslands. Þar sem hann ætlar sér að grípa völd sem honum eru ekki heimil samkvæmt stjórnarskrá Íslands að hafa. Aðgerðir sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins gegn almenningi á Íslandi og gegn núverandi stjórnvöldum.

Það er þó einnig ljóst að áður en til fall hins íslenska lýðveldis kemur. Þá mun verða tímabil fasisma, þjóðernishyggju og einangrunarhyggju í gangi á Íslandi. Einnig sem að ég reikna með að skoðanakúgun hversskonar verði almennt viðurkennd sem almennur hlutur. Hversu lengi þetta tímabil mun vara er alls óljóst á þessari stundu. Hinsvegar þetta tímabil hafið, og hófst í mínum huga þann 1. Október, 2011 með ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar. Þar sem markmiðin eru ljós og það hlutverk sem Ólafur ætlar sér líka. Hversu lengi tímabil fasisma og skoðanakúgun á Íslandi mun ríkja veltur á mörgum samverkandi þáttum sem ómögulegt er að segja til um á þessari stundu. Hinsvegar óttast ég að þetta tímabil muni vara í áratugi og valda ómældu efnahagslegu tjóni, og einnig ómældu tjóni á íslensku þjóðinni.

Hvað gerist eftir þetta tímabil verður erfitt að segja til um. Annaðhvort kjósa íslendingar áframhaldandi sjálfstæði með þeirri ábyrgð sem því fylgir, eða þá að íslendingar ganga inn í annað ríki og hætta að blekkja sjálfan sig um það að þeir geti rekið þjóðfélag á ábyrgan og sanngjarnan hátt. Mín spá er hinsvegar sú að íslendingar muni kjósa að ganga aftur inn í Danska konungsríkið þegar þar að kemur (Ég tel víst að Noregur muni ekki samþykkja inngöngu Íslands inn í Noreg af sögulegum ástæðum). Svo slæmt óbragð verða íslendingar með af fasisma og spillingu að ekkert annað mun koma til greina.

Hvað gerist hinsvegar þegar fram líða stundir á eftir að koma í ljós. Ég tel hinsvegar víst að ég hafi meira rétt fyrir mér en rangt hérna. Sjáum þó til. Það er alltaf von.