Aukinn kraftur í baráttuna hjá mér gegn Heimssýn, Ísafold, Herjan og fleiri öfgasamtökum sem berjast gegn Evrópusambandsaðild Íslands

Þá er komið að því hjá mér. Ég ætla að hefja þá áætlun mína að auka baráttuna gegn öfgafólkinu sem berst gegn Evrópusambands aðild Íslands. Þetta fólk er nefnilega að berjast gegn betra samfélagi á Íslandi. Auknu viðskiptafrelsi og frelsi almennings á Íslandi. Staðreyndin er nefnilega sú að hugmyndafræði og sjónarhorn þessa fólks um Evrópu er alvarlega rangt og byggir á hugmyndum og hugmyndafræði sem hvorki stenst raunveruleikann eða staðreyndir málsins. Þetta veit ég fullvel. Þar sem ég er búsettur í Danmörku sem hefur verið aðildarríki að Evrópusambandinu síðan árið 1973. Þegar það gekk í Evrópusambandið (þá EEC) með Bretlandi og Írlandi.

Ég ætla að fjalla um rangfærslur og lygar blaðs Heimssýnar á næstu dögum. Ber þá helst að nefna ungt fólk sem trúir þessari þvælu um Evrópu og berst gegn Evrópusambands aðild Íslands. Endalausri dýrkun á íslensku krónunni og fleira í þeim dúr. Þar er nógu að taka af vitleysu og heimsku í þessu blaði. Enda ætla ég mér að nota nokkra daga í að fara yfir allar þær rangfærslur sem er þarna að finna.

Má bjóða þér innflutningshöft?

Ef andstæðingar Evrópusambandsins hafa sitt fram. Þá er ljóst að íslendingar munu þurfa að taka upp innflutningshöft að nýju í kjölfarið á ennþá hertari gjaldeyrishöftum. Enda er það ljóst að ef þeir hörðustu ESB andstæðingar ná sínu fram. Enda vilja sumir andstæðingar ESB á Íslandi segja upp EES samningum og það er full ástæða til þess að óttast það þjóðrembingslega viðhorf sem þarna er á ferðinni.

Það sem íslendingar geta hlakkað til, ef allt fer á versta veg er að standa í röð fyrir utan búð með skömmtunarmiða. Það verður gamall stíll yfir því fyrir marga sem muna eftir síðasta skömmtunartímabili á Íslandi. Sem var á árinum 1948 til ársins 1960 rúmlega.

Áframhaldandi hótanir um ofbeldi á Vinstri vaktin gegn ESB bloggsíðunni

Bloggsíðan Vinstri vaktin gegn ESB er orðin þekkt fyrir það að leyfa hótanir um ofbeldi í athugasemdum hjá sér. Það þýðir lítið að tala við rekstraraðila blog.is. Þar sem Ragnar Arnalds, sem er ábyrgðarmaður fyrir þessu bloggi er sérstaklegur vinur Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins virðist vera. Því er ekkert gert í þessu. Staðreyndin er hinsvegar sú að heilu bloggunum hefur verið lokað á blog.is fyrir minni sakir en það sem fer á bloggi Ragnar Arnalds.


Maður sem kallar sig palli að hóta manni að nafni Ásmundur ofbeldi í athugasemd. Hægt er að lesa þetta í heild sinni hérna. Ásamt fleiri soralegum athugasemdum frá palla og öðrum ESB andstæðingum.

Ég er hættur að setja inn athugasemdir á þetta blogg. Enda finnst mér ekkert áhugavert að vera hótað ofbeldi fyrir það að hafa rétt fyrir mér. Staðreyndin er að málflutningur ESB andstæðinga er til skammar og hefur alltaf verið til skammar. Ein að þeim aðferðum sem ESB andstæðingar fá fólk til fylgis við sinn málstað er með hótunum, jafnvel atvinnumissi ef svo ber undir. Slíkt er nefnilega alltof algengt á Íslandi. Jafnvel þó svo að almenningi sé talin trú um annað í fjölmiðlum og af stjórnmálaflokkum sem stunda slíka hegðun þegar sérhagsmunum þeirra er ógnað.

Uppfærsla 1: Ennþá heldur umræddur palli áfram. Núna segir hann Ásmundi að hann eigi að skera sig á háls. Sjá skjáskot hérna fyrir neðan.


Athugasemd þar sem palli segir Ásmundi að hann eigi að skera sig á háls. Allar athugasemdinar er hægt að finna hérna í heild sinni.

Bloggfærsla uppfærð klukkan 14:50 UTC þann 14.10.2012.

ESB andstæðingar hrynja

Það er áhugavert að skoða samband ESB andstöðuna á Íslandi og tengsl þeirra við útrásina fram til ársins 2008. Segja má að ESB andstaðan í dag eins og hún leggur sig er öll fjármögnuð með peningum sem komið hefur verið undan (undantekningin er Bændasamtök Íslands, sem íslenska ríkið fjármagnar upp í topp. Auk einstakra styrkja sem ríkið úthlutar).

Staða Heimssýnar er nokkuð sérstök. Innan Heimssýnar er aðallega að finna sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og Vinstri Græna. Þarna halda Vinstri Grænir í höndina á sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum í afskaplega vafasömu bandalagi gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því. Bókhald Heimssýnar er lokað öllum. Aftur á móti þarf maður ekki að skoða þá lengi sem standa að Heimssýn til þess að sjá hvernig málum er háttað í þessu félagi. Það er síðan þekkt staðreynd að LÍÚ styrkir Heimssýn með beinum fjárframlögum.

Á vinstri kantinum er síðan að finna öfgafólk eins og Ragnar Arnalds, Ögmund Jónason og fleiri einstaklinga. Þetta fólk á það sameiginlegt að aðhyllast stefnu sem mundi einangra Ísland algerlega frá alþjóðlegum viðskiptum og samskiptum við aðrar þjóðir. Þar á meðal önnur norðurlönd og önnur lönd í Evrópu. Ragnar Arnalds sem dæmi hefur verið á móti öllum alþjóðlegum viðskiptasamningum (og öllu erlendu reyndar) íslendinga síðan hann hóf afskipti af stjórnmálum. Sérstaklega hefur Ragnar Arnalds þó verið á móti aðild Íslands að EFTA, EES og núna ESB. Enda er það staðreynd að Ragnar Arnalds, eins og Ögmundur Jónasson er ekkert nema kommúnistar af gömlu gerðinni.

Þetta er fólkið sem hefur alltaf verið á móti samskiptum Íslands við umheiminn. Enda fylgir það hugmyndafræðinni um sjálfsþurftarbúskap. Í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum er það ný-frjálshyggjan og græðgin sem ræður ferðinni gegn Evrópusambandinu og hugsanlegri aðild Íslands. Þetta er í reynd stefna sem hafa á fyrri tíð átt sinn þátt í erfiðri efnahagslegri stöðu Íslands. Ný-frjálshyggjan á Íslandi lagði síðan allt í rúst árið 2008, og neitar síðan að bera ábyrgð á því núna. Stendur síðan í vegi fyrir breytingum sem geta vel komið í veg fyrir annað svona efnahagshrun eins og það varð á Íslandi árið 2008.