Einokunarsamtök berjast gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að Samtök afurðarstöðva í mjólk og kjöti (SMK) skuli berjast gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Það er staðreynd að mjólkurfyrirtæki eru undanþegin samkeppnislögum á Íslandi og hafa því algera einokunaraðstöðu á Íslandi. Kjötvinnslufyrirtæki eru ekki undanþegin samkeppnislögum á Íslandi, en fara mikið á svig við þau virðist vera.

Þetta eru helstu andstæðingar Evrópusambands aðildar á Íslandi. Sérhagsmunasamtök sem vilja viðhalda einokun sinni á Íslandi um alla framtíð. Enda mundi Evrópusambands aðild á Íslandi þýða endalok einokunar á ýmsum vöruflokkum á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Vilja að fallið verði frá aðildarumsókn (mbl.is)
Segir aðildarumsóknina sundra þjóðinni (Vísir.is)

Tilraun til ritskoðunar af hálfu Landssambands Sauðfjárbænda

Það er óhugnanleg staðreynd að Landsamband Sauðfjárbænda skuli nota eins óheiðarlegar aðferðir og þeir í reynd gera þegar málflutningur þeirra er gagnrýndur. Staðreyndin er sú að Landsamtök Sauðfjárbænda hafa ekki gert neitt til þess að afsanna það sem Þórólfs Mattíassonar prófessors. Þess í stað er lagt upp með að rægja mannin og reyna að þagga niður í frekari svona skrifum með efnahagslegum kúgunaraðferðum.

Þetta segir mikið um þann málefnanlega skort sem Landsamtök Sauðfjárbænda þjást af. Þetta staðfestir ennfremur það sem Þórólfur Mattíasson hefur verið að skrifa um í fjölmiðlum. Þar sem að frekari staðfestingar er ekki þörf að hálfu Landssambans Sauðfjárbænda.

Það er einnig staðreynd að Landsamtök Sauðfjárbænda þurfa að útskýra afhverju sauðfjárbændum á Íslandi er haldið í fátækt árum og áratugum saman, og allar tilraunir til þess að breyta þessu ástandi daga uppi af hálfu meintra hagsmunasamtaka sauðfjárbænda á Íslandi.

Mig grunar sterklega að hérna sé á ferðinni klassískt dæmi um samtök sem eru svo gerspillt og handónýt að nær væri að leggja þau niður og hefja lögreglurannsókn á starfsemi þessara samtaka. Þar sem augljóst má vera að ekki styðja þau við sauðfjárbændur á Íslandi.

Fréttir af þessu.

Ræddi við rektor um skrif Þórólfs (mbl.is)
Bændur afþakka þjónustu HÍ (Rúv.is)