Aukinn kraftur í baráttuna hjá mér gegn Heimssýn, Ísafold, Herjan og fleiri öfgasamtökum sem berjast gegn Evrópusambandsaðild Íslands

Þá er komið að því hjá mér. Ég ætla að hefja þá áætlun mína að auka baráttuna gegn öfgafólkinu sem berst gegn Evrópusambands aðild Íslands. Þetta fólk er nefnilega að berjast gegn betra samfélagi á Íslandi. Auknu viðskiptafrelsi og frelsi almennings á Íslandi. Staðreyndin er nefnilega sú að hugmyndafræði og sjónarhorn þessa fólks um Evrópu er alvarlega rangt og byggir á hugmyndum og hugmyndafræði sem hvorki stenst raunveruleikann eða staðreyndir málsins. Þetta veit ég fullvel. Þar sem ég er búsettur í Danmörku sem hefur verið aðildarríki að Evrópusambandinu síðan árið 1973. Þegar það gekk í Evrópusambandið (þá EEC) með Bretlandi og Írlandi.

Ég ætla að fjalla um rangfærslur og lygar blaðs Heimssýnar á næstu dögum. Ber þá helst að nefna ungt fólk sem trúir þessari þvælu um Evrópu og berst gegn Evrópusambands aðild Íslands. Endalausri dýrkun á íslensku krónunni og fleira í þeim dúr. Þar er nógu að taka af vitleysu og heimsku í þessu blaði. Enda ætla ég mér að nota nokkra daga í að fara yfir allar þær rangfærslur sem er þarna að finna.

Heimskulegar takmarkanir í e-bókar búðum

eBækur eru ekki einar um að sýna af sér svona heimsku. Þetta er þekkt hjá Amazon (UK allavegana) og er mjög illa liðið af notendum þeirrar síðu. Enda fara margir og kaupa sínar ebækur annarstaðar en á Amazon. Mér finnast svona takmarkanir mjög heimskulegar. Þar sem þær koma í veg fyrir sölu á ebókum og takmarka því útbreiðslu rithöfundana. Þeta er ekki höfundarréttarvandamál. Nema útaf því að höfundarréttarhafanir (í þessu tilfelli útgáfufyrirtækin) gera þetta að vandamáli hjá sjálfum sér. Ég er búsettur í Danmörku, og get ekki keypt ebækur frá Íslandi þó svo að ég gjarnan vildi.


Af ebækur.is. Skjáskot sem ég tók sjálfur. Smellið á myndina fyrir fulla stærð.

Það er því ljóst hvar ég mun ekki gefa út mínar ebækur. Hjá eBækur.is. Enda vil ég hafa sem fæstar takmarkanir á því hvar og hvenar fólk mun geta keypt mín ritverk í framtíðinni. Innan Evrópu er ennfremur orðið ljóst að svona takmarkanir á ebókum eru heimskulegar og þjóna nákvæmlega engum tilgangi og eru eingöngu til þess fallnar að auka sjóræningjastarfsemi og minnka tekjur höfunda.

Frétt frá því í sumar af þessu

Ebooks shouldn’t be restricted by European borders (The Guardian)