Ennþá snjóar

Ég er kominn úr sveitinni. Svo að það sé á hreinu. Hinsvegar er það nú svo að núna er gífurlega snjókoma í gangi þar sem ég bý. Og það hafði kyngt niður snjó í gær, þannig að náði uppí ökkla. Einnig sem það var farið að skafa og færð farin að spillast, og fæstir komnir á vetrardekk og hálkan orðin mikil. Það er spurning hvort að það sé skollin á vetur, eða þá að hvort að þetta sé svona hressilegt hausthret. Enda er maður ekki vanur því að sjá snjókomu í September. En einu sinni er allt fyrst.

Í sveitinni….

Ég er ennþá í sveitinni. En maður hefur aðeins lent í mynd hjá japönum að ég held. En það kemur bara allt saman í ljós þegar maður kemst í þáttin, en mér var sagt að hann yrði sýndur í Japan þann 6. Nóvember, 2005. Það á eftir að verða áhugavert. Annars hefur snjóað hérna í dag og tréin hjá mömmu orðin mjög þung af snjófargi, enda fá tré búin að fella laufin og að auki þá var þetta mjög þungur snjór og blautur.

Meira seinna….

Útí sveit

Jæja, þá er maður kominn útí sveit. Allavega í nokkra klukkutíma í dag. Það varð víst eitthvað lítið úr stóðréttum hérna í Vesturhópinu vegna snjókomu, en einhverjum hrossum var smalað saman í réttina að mér skilst. En því miður gleymdist að sækja mig fyrir það, en ég er nefnilega bílaus og þarf því alltaf að fá far ef að ég ætla fara eitthvað útí sveit og lengra en Hvammstangi.

Það hefur aukið í snjóin heima hjá mér síðan í gær, enda kemur snjókoman með svona hléum. En þetta minnir meira á hríð á tímabili en rólegheita snjókomu.

Meira úr sveitinni seinna…

Samráð gegn Baugi ?

Ég rakst á þessa frétt á vísir.is

Höfðu samráð um kæru gegn Baugi

Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Jón Steinar Gunnlaugsson, nú hæstaréttardómari, funduðu um mál Jóns Geralds Sullenberger gegn Baugi í júní 2002, tveimur mánuðum áður en Jón Steinar lagði fram kæru fyrir hönd Jóns Geralds gegn forsvarsmönnum Baugs.

Fréttablaðið hefur undir höndum margs konar gögn sem sýna að Styrmir Gunnarsson, Jónína Benediktsdóttir og Jón Gerald Sullenberger höfðu unnið að undirbúningi málaferlanna gegn forsvarsmönnum Baugs að minnsta kosti frá því í maí þetta sama ár.

Styrmir staðfestir í samtali við Fréttablaðið að hafa haft milligöngu um að koma á sambandi á milli Jóns Geralds og Jóns Steinars. Jón Steinar Gunnlaugsson sagðist í gær ekki vilja tjá sig um málið og þegar gengið var á hann kaus hann að slíta samtalinu. Jónína Benediktsdóttir greip til sömu ráða og Jón Steinar og sleit símtalinu án þess að svara nokkru efnislega.

Í tölvupósti sem Styrmir sendir Jónínu að kvöldi 1. júlí 2002 segir: “Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu með Jón Steinar. Hann er algjörlega pottþéttur maður. Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokkur hlutur getur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars og Tryggva og mun kanna það. En það er alveg sama hvaða menn Jón Steinar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur.”

Styrmir staðfestir að hann eigi við Kjartan Gunnarsson en neitar að gefa upp hver ónefndi maðurinn er.

Vísir.is

Sjúkdómur í WoW

BBC segir frá því að það hefur komið upp sjúkdómsfaraldur í fjöldaspilaleiknum World of Warcraft. Þessi sjúkdómur kemur til vegna galla í leiknum, fjöldi karaktera hefur fallið fyrir þessum sjúkdóm. Þeir leikjakarakterar sem eru með minnsta styrkinn deyja strax samkvæmt fréttinni, en þeir sem eru sterkari komast af lengur en láta samt í minni pokan fyrir þessari sýkingu. Hægt er að lesa meira hérna

Höfundalögga frá Bandaríkjunum

Bandaríkjastjórn ætlar að koma á fót alþjóðlegri höfundaréttar deild til að berjast við “priacy” á alþjóðlegum vettfangi. Og er þetta samkvæmt fréttum frá ZDnet í Bretlandi. En aðal planið hjá þeim virðist vera að reyna að mennta erlenda dómara í þeirra höfundarréttarlögum og reyna einnig að koma sínum lögum uppá aðar þjóðir í gegnum alþjóðasamninga. Einnig sem sérfræðingar verða sendir til þeirra landa sem standa verst að höfundarréttarlögum, að þeirra mati. Enda er þetta gert í nafni stórra fyrirtækja. Hægt er að lesa fréttina hérna

Jarðskjálftahrina hjá Herðubreiðarlindum

Það virðist vera farin af stað smá jarðskjálftahrina hjá Herðurbreiðarlindum. Sem stendur þá er hrinan mjög róleg of fáir jarðskjálftar hafa komið fram. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hafa komið hafa náð 3 á Ricther. Stærstu skjálftanir sem hafa komið eru rétt yfir tveir á Ricther.

Auglýsingar

Ég ætla að hafa google adsense auglýsingar efst á síðunni. Þannig að ég hef kannski örlitla möguleika á því að ná inn fyrir kostnaði við að vera með bloggið.