Eldgos í Eþjópíu

Eldfjallið Erta Ale byrjaði líklega að gjósa þann 24. September eftir hrinu jarðskjálfta sem náðu allt að 5,5 á ricther og hófust þann 18. September síðastliðinn. Talsverðar skemmdir urðu á svæðinu samkvæmt erlendum fréttum, en hús og vegir fóru illa útúr jarðskjálftum sem urðu á svæðinu. Samkvæmt fréttum er búið að flytja 50.000 manns í burtu frá svæðinu í kjölfarið á þessum hamförum, en þetta svæði er mjög strjábílt og íbúanir fátækir.

Byggt á frétt frá News 24 og tilkynningum frá Global Volcanism Program

Námsefni MIT á netinu

Ég rakst á síðu þar sem þú getur lesið og lært sjálfur úr þeim áföngum sem MIT í Bandaríkjunum kennir. Þetta er allt frá rafeindafræði yfir í líffræði, og allt þar á milli. Þetta er sniðugt hvort sem fólk er í skóla eða er einfaldlega að læra fyrir sjálfan sig.

Námsefna síða MIT

Er lýðræði forn frægð á Íslandi í dag ?

Maður er farin að halda að lýðræði sé bara til í orði á Íslandi í dag, en ekki á borði. Allavega eru fréttir síðustu mánaða farnar að að bera þess merki að ekki sé allt með felldu hérna á landi.

Þessi frétt hérna kom með staðfestingu á því að núverandi þróunin er hættuleg lýðræðinu hérna á landi.

Hótar sameiningu með lögum?

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Árna Magnússon félagsmálaráðherra hafa hótað þeim, sem ekki samþykktu sameiningu sveitarfélaga í kosningunum nú, að sveitarfélögin verði sameinuð með lögum. Hann segir Árna nær að skoða réttlátari og sanngjarnari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.

Árni var gestur á kynningarfundi um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirði í gær og í ræðu sinni vék hann að komandi sameiningarkosningum á sextán stöðum á landinu næstkomandi laugardag. Sagði Árni að ef ekki tækist að sameina sveitarfélög með kosningunum nú þyrftu næstu skref að vera þau að sameina sveitarfélög með lögum frá Alþingi. Með öðrum orðum þá gæfist íbúum viðkomandi sveitarfélaga ekki tækifæri til að kjósa sjálfir um sameiningu heldur yrði farin sama leið og til dæmis Danir hafa notað, að sameina sveitarfélög með lagasetningu.

Björgvin G. Sigurðsson er ósáttur við þessi orð Árna. Björgvin segir í pistli á heimasíðu sinni í morgun að þær tillögur sem kosið verði um nú séu upprunar á kontórnum í félagsmálaráðuneytinu og viðkomandi sveitarstjórnar hafi jafnvel hafnað því fyrir hönd sinna íbúa að kjósa núna. Samt hafi ráðuneytið haldið uppteknum hætti og látið kjósa. Steininn hafi svo tekið úr þegar í ljós kom að fé sem eyrnamerkt var kynningum á sameiningunum hafi verið skorið niður. Fyrir vikið telur Björgvin að ekkert verði af sameiningum á að minnsta kosti tveimur stöðum á landinu.

Björgvin segir ennfremur að ráðherra væri nær að hleypa grasrótinni, íbúum og sveitarstjórnum að sameiningarmálunum og ekki síst að stuðla að réttlátari tekjuskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga.

Fréttin er fegin af Vísir.is

Hugsanlegt eldgos í Eþjópíu

Samkvæmt óstaðfestum fréttum, þá er talið að eldfjallið Erta Ale í Eþjópíu hafi farið að gjósa þann 24. September í kjölfarið á stórri jarðskjálftahrinu, en jarðskjálftanir náðu allt að 5,5 á ricther að stærð. En vikuna á undan var stór jarðskjálftahrina á svæðinu. Samkvæmt fréttum frá Reuters þá ætlar neyðarráð Eþjópíu að flytja allt að 50,000 manns í burtu frá þeim svæðum sem urðu verst útí þessum jarðskjálftum, einnig sem að þeim stafar hætta af hugsanlegu eldgosi á svæðinu en húsdýr hafa verið að tapast í kviksand sem hefur myndast vegna jarðskjálftanna. Hérna er frétt Reuters.

Eldgos í El Salvador

Eldstöðin Ilamatepec hóf að gjósa í síðustu viku. Eldstöðin sendi öskuský 1.5 km uppí loftið í fyrstu atrennu eftir það þá fór að draga úr krafti gossins. Í kjölfarið á þessu eldgosi þá komu aurflóð niður hlíðar fjallsins, þessar aurskriður drógu tvo til dauða, svo vitað sé. Grjót á stærð við bíla hefur sést koma frá fjallinu í fyrstu hrinu eldgossins. Allt að 2,250 manns hafa verið flutt á brott vegna þessa eldgoss. Hérna er frétt BBC News um þetta eldgos.

Jarðskjálfti hjá Kópaskeri

Í morgun klukkan 06:14 varð jarðskjálfti uppá 3,0 á ricther 17 km vsv af Kópasskeri, örfáir smærri eftirskjálftar komu í kjölfarið. Ekki hafa komið fréttir af því að þessi jarðskjálfti hafi fundist í nágrenni við upptökin.

Górillur sjást nota verkfæri

Vísindamenn hafa séð górillur nota frumstæð tól útí náttúrunni í fyrsta skipi. Górillunar nota þessi tæki meðal annars til að athuga hversu gljúpar og djúpar mýrar eru sem þær eru að fara yfir, en þær gera þetta einnig þegar þær fara yfir vatn og læki. Hérna er frétt BBC News.

Górilla

Kónguló sem er 20 milljón ára gömul

Vísindamenn fundu fyrir tveim árum eintak af kónguló sem var inní harnaðri trjákvöðu. Þessi kónguló hefur varðveist alveg ótrúlega vel miðað við tímann sem er liðin frá því að hún dó, en hún dó fyrir um tuttugu milljón árum síðan. Vísindamaðurinn sem hefur rannsakað þessa kóngurló náði að taka blóð útúr kóngurlónni sem er inní trjákvoðunni. Og með því vonast vísindamaðurinn til þess að finna út hvernig þessi kóngurló dó, og hversu gömul hún var þegar hún dó og hvert hún var að ferðast. Einnig sem vísindamaðurinn vonast til þess ná út erfðaefni (DNA) úr blóði þessar kongulóar. Hérna er frétt BBC News um þetta.

Kóngulóin

Ritskoðun frétta

Það er augljóst að það er komin opinber stefna varðandi fjölmiðla á íslandi. En þessi stefna er einfaldlega sú að ritskoða þá fjölmiðla sem eru að birta óþægilegar fréttir af samsærum stjórnmálamann og annara fjölmiðla gagnvart fyrirtækjum útí bæ. Og þá á ég við samsæri Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokkins gagnvart Baugi, enda fer það ekki á milli mála að þarna var á ferðinni alvarleg aðför að réttarfari á íslandi, jafnframt sem að lýðræðið á íslandi var svívirt. Það er grafalvarlegt mál að það sé hægt að leggja fram lögbann á birtinu frétta sem hafa þann tilgang að kom upp um spillingu og samsæri. Svona spillingarmál og samsærismál eru aldrei létt og þau eru svo sannarlega aldrei einföld. En það má hinsvegar ekki láta ráðamenn og samherja þeirra komast upp með svona spillingu.

Enn um sóun íslendinga

Íslendingar virðast sóa miklum verðmætum á hverju ári. Þó svo að hluturinn sé gamall, er hann ekkert endilega ónýtur.

Heilu hent

Það færist í vöxt að Íslendingar hendi ökufærum bílum. Hringrás við Sundahöfn eyðileggur í hverjum mánuði fjölda bíla sem fólk kemur akandi á. Það kemur kannski á óvart að margir bílanna eru alls ekki bara brotajárn og mjög oft ökufærir. Að sögn Björns Ágústssonar, verkstjóra hjá Hringrás, er talsvert um að fólk komi akandi á bílum sínum á athafnasvæði fyrirtæksins, gagngert til að koma þeim í lóg. Hitt sé þó ennþá algengara að bílarnir séu dregnir á svæðið til eyðingar.

Og bílarnir eru ekki það eina sem rekur á fjörur hringrásar. Björn segir að til hringrásar komi heilu farmarnir af alls kyns heimilistækjum sem oft eru nýleg og mörgum þættu hreint ekki til þess fallin að henda. Hann segir að fjöldinn allur af heillegum heimilistækjum til vitnis um að oft sé annað en notagildi hluta látið ráða þegar þeim er hent, oftar en ekki sé ástæðan einungis sú að fólki finnist gamli ísskápurinn ekki passa inn í nýju innréttinguna.

Fréttin er af Vísir.is