Stöðugur áróður Bændablaðsins gegn Evrópusambandinu

Hin gjörspilltu og ríkisstyrktu Bændasamtök Íslands reka í dag stöðugan og linnulausan áróður gegn Evrópusambandinu í gegnum Bændablaðið og vefsíðu Bændablaðsins sem kallast bbl.is. Allur þeirra áróður er eins og annar hver áróður, blanda af lygum og sannleika.

Núna nýjast er grein frá þeim sem kallast „Hið heilaga ESB„. Þar sem einhver fáfróður, illa menntaður og illra innrættur maður sem er titlaður ritstjóri Bændablaðsins kemur með lengstu þvælu um Evrópusambandið sem fæst fyrir allan þann pening sem dælt er í hítina sem Bændasamtökin og Bændablaðið er. Enda er bæði gjörspillt, handónýtt og rotið inn að kjarna og hefur valdið íslenskum bændum gífurlegu efnahagslegu tjóni með því að standa gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu og almennri framþróun á Íslandi síðustu áratugina. Það eru ekki nein merki þess láta eigi af þeirri hegðun og því tjóni sem þetta veldur íslenskum bændum. Tap íslenskra bænda telur í milljöðrum á ári hverju og lítið mun breytast þar á næstunni.

Í umræddri grein er fullyrt að íslendingar muni láta af stjórn orkumála með því að samþykkja þriðja orkupakkann. Það er fyrir löngu búið að afsanna þessa fullyrðingu. Þetta er ekkert nema lygi sem sögð er í Bændablaðinu. Í fullyrðingum um tollasamning Íslands og Evrópusambandsins er þess ekki sagt frá því íslendingar geta núna flutt út meira til Evrópusambandsins en áður. Til að toppa rökleysuna, þá nefnir Bændablaðið Hitler og þar sem þetta er ekki umfjöllun um nasista og aðra slíka. Þá gildir Godwin’s law.

There are many corollaries to Godwin’s law, some considered more canonical (by being adopted by Godwin himself)[3] than others.[1] For example, there is a tradition in many newsgroups and other Internet discussion forums that, when a Hitler comparison is made, the thread is finished and whoever made the comparison loses whatever debate is in progress.[8] This principle is itself frequently referred to as Godwin’s law.[9]

Godwin’s law (Wikipedia)

Bændablaðið og Bændsamtök Íslands eru búin að tapa rökræðunni og þeim væri best að leggja sjálfa sig niður.

Skjáskot af umræddri grein.

Staðreyndin er að Bændasamtök Íslands eru gjörspillt peningahít sem almenningur á Íslandi borgar fyrir dýrum dómi. Þessi samtök viðhalda einokun og háu landbúnaðarverði á Íslandi á kostnað neytenda og íslenskra bænda (framleiðanda). Íslenska ríkið var dæmt í órétti fyrir dómstólum EFTA varðandi bann á ferskum kjötvörum til Íslands. Það er alveg ljóst í því máli að málflutningur Bændasamtaka Íslands er haugur af þvælu. Ástæða þess að Bændasamtök Íslands eru svona á móti Evrópusambandinu snýst um peninga. Ef Ísland gengur í Evrópusambandið þá fá Bændasamtök Íslands ekki ótakmarkaðan aðgang að ríkissjóði Íslands eins og er núna í dag. Innan Evrópusambandsins er sérstök greiðslustofnun sem sér um greiðslur til bænda. Á Íslandi eru það Bændasamtök Íslands og eru á sama tíma hagsmunaaðili fyrir íslenska bændur. Þetta eru glórulausir hagsmunaárekstrar enda sitja Bændasamtök Íslands beggja vegna borðsins í þessu og það er ekki eðlilegt. Þegar Ísland var í aðildarferli að Evrópusambandinu þá mótmæltu Bændasamtök Íslands því að taka ætti fjárveitingarvaldið af þeim (greiðslur til bænda) og færa til sérstakarar greiðslustofnunar sem yrði stofnuð áður en Ísland mundi ganga inn í Evrópusambandið.

Bændasamtök Íslands og Bændablaðið eru einnig búinn að tapa rökræðunni með nýjustu ritstjórnargreininni.

Dýr er Sigmundur Davíð

Það er að sjá að Sigmundur Davíð og tengdir glæpamenn í Miðflokknum hafi kostað íslensku þjóðina rétt í þessu um 30 milljarða íslenskr króna með því málþófi sem þeir voru með í nótt á Alþingi. Þetta er gjörsamlega óþolandi að gráðugir fávitar skuli fá að stofna lífsafkomu allra íslendinga í hættu með þessum hætti. Miðflokkurinn eins og hann leggur sig á að segja af sér án tafar af Alþingi og sæta ítarlegri lögreglurannsókn í kjölfarið.

Síðan á að draga Sigmund Davíð og samverkarmenn hans fyrir dómstóla.

Þar sem Miðflokkurinn rekur

Eftir frekar ósögulegt ósætti í framsóknarflokknum eitt árið, þar sem Sigmundur Davíð tapaði formannssætinu í kosningu. Sigmundur Davíð fór í fússi, tók með sér nokkra stuðningsmenn af lægra greindarstiginu úr framsóknarflokknum og stofnaði stjórnmálaflokk um sjálfan sig og kallaði hann miðflokkinn. Þar sem Sigmundur Davíð er í miðjunni og allir aðrir eru á sporbraut um hann.

Þessum stjórnmálaflokki hefur ekki gengið vel. Tókst að vísu að ljúga sig inná Alþingi íslendinga með því að beita gömlum brögðum, tala illa um útlenskan mat, Evrópusambandið. Auk þess að tala ekki um skattaskjól Sigmundar Davíðs eða Wintris spillinguna sem hann er ennþá flæktur í, þrátt fyrir að Sigmundur Davíð segi annað í fjölmiðlum. Auk annara spillingarmála sem voru framkvæmdar þegar Sigmundur Davíð náði að verða forsætisráðherra Íslands í nokkra mánuði (eins og að senda SMS um styrki, frétt Rúv). Það sem vandamálið hérna er hugarfarið og þessu hugarfari verður ekki breytt, vegna þess að hugarfarið er hluti af persónunni.

Sagt er að áfengi lýsi innri manni. Það á svo sannarlega við um Sigmund Davíð, Gunnar Braga og alla hina lúserana sem voru á Klausturbar fyrir áramót að úthúða samstarfsfólki, fátækum, fötluðum og öðrum sem voru þessu fólki ekki að skapi. Í þessum samræðum þeirra á milli var allt látið flakka, skipti þar engu að þetta fór fram á bar sem telst vera opinbert rými og allir sem þar voru heyrðu þessar samræður þeirra á milli. Enda eftir að áfengi var haft um hönd var hávaðinn víst mikill samkvæmt vitnum og hátt var talað, svo hátt að hægt var að taka upp allt sem fór þeirra á milli með síma af ódýrari gerðinni (þeir eru ekki eins góðir í upptöku dýrari símar með betri hljóðnema). Eins og reika mátti fór þetta í fjölmiðla og síðan fyrir dómstóla vegna þess að Sigmundur Davíð er heigull sem þorir ekki að standa fyrir sínum eigin gjörðum og svo eru samverkamenn hans. Fyrir dómstólum töpuðu þeir allir málinu svo harkalega að þeir þurftu að borga málskostnað (300.000 kr) vegna málsins. Hinsvegar neita þessir einstaklingar að gefast upp, sérstaklega Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi fjölga stöðugt lygunum og afsökunum til þess að reyna komast hjá því að bera ábyrgð á orðum sínum og gjörðum.

Allir þeir sem eru í þessu klaustursmáli eiga að segja af sér þingmennsku án tafar. Enda eru þetta ofbeldismenn og það er staðfest af þeirra eigin orðum. Enda er andlegt ofbeldi bara önnur tegund af ofbeldi og ofbeldi á ekki að umbera. Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og allir hinir voru að beita andlegu ofbeldi með þessum orðum sínum. Það eru engar afsakanir fyrir slíkri hegðun. Ef þetta fólk neitar af segja af sér þingmennsku. Þá eiga aðrir alþingismenn á Alþingi einfaldlega að neita af starfa með þessu fólki restina af kjörtímabilinu eða þangað til að mótmæli reka þá til að segja af sér þingmennsku.

Lygaþvælan í Heimssýn varðandi Orkurstofnun Evrópusambandsins (ACER)

Heimssýn og Nej til EU í Noregi eiga það sameiginlegt að báðir hópar eru samfélag fólks sem eru raðlygarar, einangrunarsinnar og fólk með fasískar tilhneigingar og vilja gjarnan koma þessum fasískum tilhneigingum í verk frekar en bara að tala um þær. Það er langur listi sem þetta fólk er á móti en það er ekki til umfjöllunar í þessari grein. Það verður að bíða síðari tíma. Ég er að skrifa gegn þessari hérna grein sem var birt á vefsíðu Heimssýnar þann 23. Apríl síðastliðinn.

Ísland er nú þegar hluti af raforkumarkaði Evrópusambandsins. Það sést best á öllum þeim orkufyrirtækjum sem eru núna starfandi á Íslandi, þar sem íslendingar tóku upp fyrsta pakka raforkulaga Evrópusambandsins fyrir nokkrum árum síðan í gegnum EES samninginn.

Hlutverk Orkustofnunar Evrópusambandsins (ACER) er að tryggja að raforkumarkaðurinn virki rétt, samkeppni sé virk. Auk þess þá hjálpar Orkustofnun Evrópusambandsins (ACER) aðildarríki Evrópusambandsins og EES að standa að stefnumótun á orkumarkaði í viðkomandi ríki. Heilstæð stefnumótun er eitthvað sem stórkostlega vantar á Íslandi. Ástæða þess að Ísland hefur ekki atkvæðisrétt hjá Orkurstofnun Evrópusambandsins er sú staðreynd að Ísland er ekki aðildarríki að Evrópusambandinu. Ef íslendingar vilja atkvæðarétt innan Orkustofnunar Evrópusambandsins þá verða íslendingar að ganga í Evrópusambandið og gerst fullgildir aðilar að því.

Það er síðan lygi frá upphafi til enda að Evrópusambandið ætli að krefjast þess að íslendingar fari í það að leggja rafmagnsstreng frá Íslandi til Skotland. Heimskan hjá Heimssýn virðast valda því að fólkið þar áttar sig ekki á því að Bretland er á leiðinni úr Evrópusambandinu. Það er ennfremur ekki efnahagslega hagbært að leggja sæstreng frá Íslandi til Evrópusambandsins. Slíkur strengur yrði gífurlega dýr í rekstri og viðnámið eitt og sér í strengnum mundi tryggja það að lítið yrði um raforku 2200 km sunnar við strendur Holland eða Danmerkur (sem yrði næsti hagstæði tengipunktur við Evrópusambandið). Í grein Heimssýnar er talað um 1200W rafstreng til Skotlands (skýrsla Orkustofnunar talar um 1000MW streng sem er örlítið meira en mjög lítið engu að síður). Það er svo lítil raforka á raforkumarkað Evrópusambandsins að það tekur því ekki einu sinni að tala um það. Samkvæmt CIA Factbook þá framleiddu öll aðildarríki Evrópusambandsins 3.166 trillion kWh (2015 est.) í raforku árið 2015. Öll raforkuframleiðsla íslendinga er ennfremur lítil í þessu samhengi og það borgar sig ekki fyrir íslendinga eða aðra að leggja út í kostnað að tengja Ísland við Evrópska raforkunetið, þó svo að marga dreymi um slíkt (vegna græðgi).

Það borgar sig ekki fyrir Portúgal að tengja Azores eyjar (íbúafjöldi svipaður og Ísland) við Evrópska raforkunetið (fjarlægðin er svipuð ef miðað er við Skotland). Það er því ljóst að fullyrðingar Heimssýnar um Ísland verði tengt Evrópska raforkunetinu eru ekkert nema lygaþvæla sem ekki er mark á takandi. Skýrsla Orkustofnunar frá árinu 2016 nefnir mjög skýrt að mjög erfitt sé að standa undir þessu efnahagslega, jafnvel bara milli Íslands og Færeyja þar sem hægt yrði að leggja streng á milli án mikilla vandræða. Skýrsluna er hægt að lesa hérna (pdf). Það er síðan alltaf ríkjanna sjálfra að ákveða hvernig þessum málum er stjórnað og hvaða ákvarðanir eru teknar. Þetta tilheyrir ekki undir stjórnunarsvið Evrópusambandsins og hefur aldrei gert það. Það verkefni sem Heimssýn talar um þarna og kallast Ice Link er ákvörðun sem ríkisstjórn Íslands hefur tekið á einhverjum tímapunkti og látið fara í efnahagslegt mat og rannsóknir og skýrslugerð.

Það er alveg ljóst að lítið mark er takandi á Heimssýn og samtökum sem styðja þá. Enda er það sem kemur frá þeim ekkert annað en rangfærslur og lygar.

Vefsíður Evrópusambandsins

Agency for the Cooperation of Energy Regulators (ACER)
Orkustofnun Evrópusambandsins (Agency for the Cooperation of Energy Regulators (ACER))
A fully-integrated internal energy market

Lögbrot Útlendingastofnunar og úrskurðarnefndar útlendingamála í nýlegum úrskurði gegn ríkisfangslausum manni

Útlendingastofnun og úrskurðanefnd Útlendingamála hafa framið lögbrot eins og hverjir aðrir glæpamenn á Íslandi. Lögbrotið hérna er falið í þeirri lögleysu að vísa í Dyflinarreglugerðina þegar augljóst er að umrædd reglugerð á ekki við í þessu máli.

Í umfjöllun Evrópuvefarins stendur þetta hérna um Dyflinarreglugerðina.

Dyflinnarreglugerðin, með síðari breytingum, felur í sér viðmiðanir og fyrirkomulag við að ákvarða hvaða Schengen-ríki beri ábyrgð á meðferð hælisumsóknar sem einstaklingur leggur fram í einu aðildarríkja Schengen-svæðisins. Þannig er stjórnvöldum heimilað að senda viðkomandi hælisleitanda aftur til þess Schengen-ríkis sem hann kom fyrst til. Í nýjustu Dyflinnarreglugerðinni er þó kveðið á um að ekki megi senda hælisleitanda aftur til ríkis þar sem hætta er á að hann sæti ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð og bann hefur verið lagt við flutningum hælisleitenda til Grikklands næstkomandi tvö ár. Hægt er að áfrýja öllum ákvörðunum um flutning og á meðan beðið er eftir niðurstöðu í slíkum áfrýjunarmálum hefur hælisleitandi rétt á að vera áfram í því ríki sem hann er staddur þá stundina.

Íslenska ríkinu er ekki heimilt að vísa Mahad Mahamud aftur til Noregs á þessum grundvelli. Þar sem Ísland er fyrsta ríkið sem Mahad Mahamud sótti um hæli eftir að Noregur braut mannréttindi á honum með því að svipta hann ríkisborgararéttindum á grundvelli nafnlausra tilkynningar sem er ekkert annað en lygaþvæla samkvæmt fréttum af þessu máli. Íslensk stjórnvöld eru því gróflega að bróta mannréttindi á Mahad Mahamud með því að vísa honum aftur til Noregs, þar sem hann verður sendur aftur til Sómalíu sem er þessa stundina óstöðugt ríki þar sem ofbeldi ríkir [heimild 1, heimild 2].

Þessi frávísun er einnig bönnuð samkvæmt íslenskum lögum. Þar stendur skýrt að bannað sé að senda fólk til baka til annars ríkis ef því er síðan vísað áfram til ríkis þar sem það er í hættu eins og er tilfellið hérna. Eins og stendur í Lög um útlendinga. Það nær til eftirtaldra lagagreina.

IV. kafli. Flóttamenn og vernd gegn ofsóknum.
39. gr. Ríkisfangslausir einstaklingar.

Þetta varðar þó að mestu þessa hérna lagagrein í lögum um útlendinga.

42. gr. Grundvallarreglan um bann við því að vísa fólki brott eða endursenda þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu.
Ekki er heimilt samkvæmt lögum þessum að senda útlending eða ríkisfangslausan einstakling til svæðis þar sem hann hefur ástæðu til að óttast ofsóknir, sbr. 37. og 38. gr., eða vegna svipaðra aðstæðna og greinir í flóttamannahugtakinu er í yfirvofandi hættu á að láta lífið eða verða fyrir ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Sama gildir um þá einstaklinga sem eru útilokaðir frá réttarstöðu flóttafólks skv. 40. gr.
1. mgr. á einnig við um sendingu útlendings til svæðis þar sem ekki er tryggt að hann verði ekki sendur áfram til slíks svæðis sem greinir í 1. mgr.
Vernd skv. 1. og 2. mgr. á við um hvers konar ákvarðanir samkvæmt lögum þessum.
Séu aðstæður eins og í 1. mgr. greinir en viðkomandi er undanskilinn alþjóðlegri vernd skv. 40. eða 41. gr. er heimilt að veita útlendingi bráðabirgðadvalarleyfi skv. 77. gr. með sérstökum skilyrðum sem koma fram í því ákvæði.

Ákvörðun í máli Mahad Mahamud á því skilyrðislaust að afturkalla.

Frétt Fréttablaðsins

Íslendingar senda Mahad aftur til Noregs (frettabladid.is)

Mygluð íbúð í boði fyrir öryrkja og fátæka í Garðabæ

Þetta hérna er það sem fólki sem þarf að búa í félagslegum íbúðum í Garðabæ er boðið uppá. Þessi íbúð er ekkert annað en ónýt. Hversu ónýt veit ég ekki en þetta er ekki íbúðarhæft.


Skjáskot af Facebook pósti.

Mér bárust einnig þær upplýsingar (nafnlaust) kjölfarið á þessari deilingu (á facebook) að sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ vilji helst ekki hafa fólk sem þarf að búa í félagslegum íbúðum (öryrkja, fátækt fólk) innan síns sveitarfélags. Þannig að þeir hafa tekið upp á því að borga fátæku fólki og öryrkjum eingreiðslu eða nokkura greiðslna til þess að flytja úr Garðabæ yfir í nærliggjandi sveitarfélög (hvernig þetta dreifst veit ég ekki) svo að viðkomandi geti leigt sér þar íbúð (eingreiðslan nærð þá til trygginga á leiguíbúð annarstaðar). Hvar þetta er að finna í ársreikningi Garðabæjar veit ég ekki. Þetta virðist einnig vera afskaplega mikið leyndarmál þar sem ekkert er um þetta að finna á vefsíðu Garðabæjar.

Nágrannasveitarfélög Garðabæjar ættu að senda fyrirspurnir um þessar eingreiðslur sem fá fólk til að flytja frá Garðabæ. Enda er Garðabær að svíkjast undan lagalegum skyldum sínum með þessari hegðun gagnvart þeim sem búa í Garðabæ. Alveg óháð því hvort að viðkomandi er fátækur, öryrki eða bara venjulegur íbúi. Það er ljóst að félagslegt öryggi er ekkert í Garðabæ.

Frétt Rúv um svipaðan svepp á öðrum stað

Sveppurinn er stór viðvörunarbjalla

Grein uppfærð klukkan 21:23. Fréttatengli bætt við.

Þingmenn Vinstri Grænna bætast við hálfvitahópinn á Alþingi

Það er alveg ljóst að hvorki Vinstri Grænir, Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn (ég er viljandi að hunsa rugludallana í Flokki fólksins og Miðflokknum) skilja ekki hvað orkumálastefna Evrópusambandsins gengur útá. Meðal annars er það stefna orkumálastefnu Evrópusambandsins að gera orkuframleiðslu eins umhverfisvæna og hægt er. Það sem um er að ræða í fréttinni er eftirlitstofnun með orkumarkaðinu, ekki hvernig orkan er framleidd. Heldur hvernig orkan er seld og að þau fyrirtæki sem starfa á þessum markaði séu að fara eftir reglum um sölu á orku til almennings og fyrirtækja. Eins og ég hef nefnt í fyrri greinum um þetta mál.

Það er hinsvegar skömm íslenskra fjölmiðla að taka ekki á þeim fullyrðingum sem Vinstri Grænir setja hérna fram. Enda eru þessar fullyrðingar um Evrópusambandið og orkumálastefnu þess að lágmarki þekkingarleysi og í versta tilfelli lygar viðkomandi þingmanns. Þingmaður Vinstri Grænna er ekki nefndur í frétt Rúv en hætti að segja af sér þingmennsku án tafar, það er alveg ljóst að hann er ekki hæfur til þess að sitja á Alþingi vegna heimsku og skorts á færni til þess að afla sér upplýsinga.

Frétt Rúv

Efast um þátttöku í samevrópska orkukerfinu

Græn Orkustefna Evrópusambandsins

Renewable energy (Vefsíða Evrópusambandsins)

Efnahagur Íslands á leið til helvítis á ný

Efnahagur Íslands er á leið til helvíti á ný. Misræmið í ákveðnum þáttum efnahagsins á Íslandi er orðið of mikið og pressan er orðin of mikil á ákveðna hluta efnahagsins á Íslandi. Verðbólgan mun á ný verða stjórnlaus á Íslandi þegar húsnæðisbólan springur með látum á Íslandi. Ég reikna með að á svipuðum tíma þá hverfi ferðmannabólan á Íslandi. Það er nú þegar byrjað að fjara undan ferðamannabólunni á Íslandi þó þessi atburðarrás sé mjög hægfara eins og stendur. Það sem efnahagshrunið á Íslandi verður ekki er svipað hrun og varð árið 2008. Seðlabanki Íslands mun bregðast við á mjög augljósan hátt og hætta vexti sem mun eingöngu gera stöðuna verri þar sem það mun auka vaxtamun milli Íslands og Evrópu. Staðan í Bandaríkjunum skiptir íslendinga engu máli í stóra samhengingu, staðan í Evrópu gerir það hinsvegar vegna efnahagstengsla.

Það er enga hjálp að fá frá núverandi ríkisstjórn sem er of upptekin við að klappa sjálfri sér á bakið fyrir ekki neitt. Núverandi ríkisstjórn Íslands (Mars 2018) er einnig eins og þær ríkisstjórnir sem hafa setið undanfarið einstaklega löt ríkisstjórn af afkastar ekki neinu og lætur allt vera í handraðanum og býst augljóslega við því að efnahagsmálin á Íslandi gangi bara upp eins og þau hafa verið að gera undanfarin ár. Það er ekki raunveruleikinn og staðreyndin er sú að ef efnahag Íslands er ekki stjórnað í gegnum fjárlög ríkisstjórnar Íslands þá getur þetta bara endað illa og það er nákvæmlega það sem mun gerast. Fjármálaráðherra Íslands (Bjarni Benediktsson) er of upptekin við að sinna persónulegri spillingu til þess að skipta sér af því sem þarf að skipta sér af á Íslandi. Grotnandi innviðir Íslands eru gott merki um þetta áhugaleysi. Einhver ætti að skutla 10 tonnum af drullu upp í fjármálaráðuneytið við tækifæri til þess að minna Bjarna á ástand vega á Íslandi.

Katrín Jakobsdóttir er of upptekin við að vera forsætisráðherra Íslands til þess að taka eftir því hvað er að gerast í hennar ríkisstjórn. Eins og dæmin sanna nú þegar. Verkleysið er einnig algert hjá henni og hennar undirmönnum. Summa lítilla hluta getur endað í stóru efnahagshruni og það mun gerast á Íslandi á endanum. Það er með efnahagsmál byggð á svindli eins og með svo margt annað. Það er engin leið til þess að vita hvenær svindlið hættir að ganga upp. Ég veit ekki hvenær svindlið á Íslandi hættir að ganga upp en einn daginn þá mun allt fara til helvítis innan íslensk efnahags og þetta getur eingöngu endað illa.

Á Íslandi ráða Bændastök Íslands miklu um stöðu mála. Staðreyndin er hinsvegar sú að Bændasamtök Íslands eru gjörspillt og uppfull af vanhæfum einstaklingum sem ættu ekki að koma nálægt búskap eða stjórnunarstöðum nokkurntímann á sinni lífsleið. Ákvarðanir og áherslur Bændasamtaka Íslands hafa valdið því núna að sauðfjárbændur eru núna að síðasta strengnum með því að halda sér á floti fjárhagslega. Mörg þúsund tonn af sauðfjárkjöti sitja núna inná frysti hjá Sláturhúsum Íslendinga og eru þar óseld og það eru engar líkur á því að þetta kjöt seljist á næstunni. Þetta er vegna þröngsýni og skammsýni í Bændasamtökum Íslands sem hafa ímyndað sér óvin í Evrópusambandinu sem er þó það eina sem gæti bjargað fjárhag íslenskra sauðfjárbænda og tæmt fyrsta íslenskra sláturhúsa. Hinsvegar er það ákvörðun innan Bændasamtaka Íslands að það skuli vera setið við sinn keip og íslenskir bændur skuli vera fyrir utan Evrópusambandið, jafnvel þó svo að slíkt muni gera þá gjaldþrota einn daginn. Kannski ekki alla íslenska bændur á sama tíma en marga íslenska bændur. Þessi ákvörðun kemur einnig kerfisbundið í veg fyrir endurnýjun íslenskra bænda. Margir íslenskir bændur eru orðnir svo gamlir að þeir ættu frekar að fara á elliheimili og hætta að vinna heldur en að sinna búskap. Enda er það stórt erfiði að sinna búskap í dag eins og áður fyrr.

Það er einnig skaðlegt íslenskum efnahag að ríkisvarin einokun skuli vera til staðar í formi MS (Mjólkursamsölunnar). Þetta er skaðlegt þar sem það skilar verra verði til mjólkurbænda og verri vöru til neytenda. MS þarf ekki að vanda sig þegar engin er samkeppnin á Íslenskum markaði og hægt er að hafa vöruþróun í skötulíki á sama tíma. Það er enginn hvati fyrir MS að þróa nýjar vörur þegar allar vörur á markaðinum eru frá MS.

Íslendingar endurtaka efnahagskreppur á rúmlega 10 ára fresti (það er rúmlega þessi árafjöldi) og núna er komið að nýrri efnahagskreppu með öllu tilheyrandi á Íslandi. Þetta er allt saman í boði vanhæfra stjórnmálamanna á Íslandi sem eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Spillingarblinda hjá flokksmanni Sjálfstæðisflokksins

Það er innihaldslaus lofgrein í Stundinni frá siðblindum flokksmanni Sjálfstæðisflokksins um landsfund Sjálfstæðisflokksins um síðustu helgi í Reykjavík (Laugardagshöllinni). Þar sem innihaldið er ekkert þá hef ég afskaplega lítið að segja um það. Nema að þessi grein sýnir hvernig fólk verður samdauna spillingu og siðleysi upp að því marki að það sé ekkert að slíkri hegðun. Þessi grein er afskaplega gott dæmi um slíkt.

Sjálfstæðisflokkurinn er siðblindur flokkur, leiðtogar Sjálfstæðisflokksins eru siðblindir einstaklingar og formaður Sjálfstæðisflokksins stundar skattundanskot í stórum stíl ásamt því að eiga sér langa sögu vafasamra viðskipta erlendis og á Íslandi. Ekkert af þessu fólki ætti með réttu að vera á Alþingi íslendinga þar sem þessir einstaklingar hafa ekki siðfræðilegan þröskuld til þess að taka þátt í lagasetningum á Íslandi.

Umrædd grein á Stundin.is

Landsfundur hrútskýrður (stundin.is)

Frétt Morgunblaðsins frá 2013 um Jórunni Pálu og framboð hennar til Heimdalls innan Sjálfstæðisflokksins

Jór­unn Pála í for­manns­fram­boð (mbl.is, 2013)

Páll Magnússon alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á að segja af sér þingmennsku án tafar

Það er ekki í lagi að alþingismaðurinn Páll Magnússon ráðist gegn frjálsum fjölmiðlum á Íslandi eins og hann hefur verið að gera. Slíkt er brottrekstrarsök af Alþingi íslendinga og því á Páll Magnússon að segja af sér þingmennsku án tafar. Krafan um afsökunarbeiðni er hlægilegt bull sem á ekki að taka mark á.

Yfirgangur sjálfstæðismanna gegn frjálsum fjölmiðlum á Íslandi er eitthvað sem á ekki að líðast og íslendingar ættu að sleppa því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn enda eru báðir flokkanir þjakaðir af draumum um einræði og þöggun frjálsrar fjölmiðla á Íslandi. Slíkt á ekki að lýða enda eru frjálsir fjölmiðlar eina leiðin til þess að stoppa þessa þjófa frá því að ræna íslensku þjóðina inn að beini.

Fréttir af þessu máli

„Hættið að verja þennan ósóma“ – Vísir.is