Vefsíða þeirra sem styðja aðild Íslands að ESB

Hérna er vefsíða þeirra sem styðja aðild Íslands að ESB.

Við erum sammála

um að sækja eigi um aðild að ESB

Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.
Um þetta erum við sammála þrátt fyrir að vera hópur fólks með margar og ólíkar skoðanir um flest annað. Við erum sammála hvert á eigin forsendum og höfum fyrir því okkar eigin ástæður og rök.
Við erum sammála um að aðildarsamning á að bera undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá munum við, eins og aðrir Íslendingar, gera endanlega upp hug okkar um hvort við erum enn sömu skoðunar og fyrr og greiða atkvæði í samræmi við það.
Við erum sammála um að ríkisstjórnin sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB.

[…]

Ég styð þetta framtak af fullum krafti. Enda er kominn tími til þess að fjalla um ESB út frá staðreyndum, ekki grýlusögum andstæðinga ESB.

Rúv.is er mjög hægur vefur

Eins og flestir vita, þá er ruv.is mjög hægur vefur í dag og næstum því vonlaust að nota hann almennilega. Maður þarf kannski margoft að smella á eina frétt til þess að hún komi upp.

Ég tel mig hafa fundið ástæðuna fyrir þessum hæg-gangi á vef rúv. Ástæðunar eru tvær.
1. Of lítil bandvídd, líklega 10 mb út eða 100 mb út.
2. Vitlaus net uppsetning, eins og sjá má hérna fyrir neðan.

Ef að ruv.is er pingað, þá kemur þetta upp.

ping -c 3 ruv.is
PING ruv.is (217.28.180.62) 56(84) bytes of data.
64 bytes from nat-62.180.28.217.skyggnir.is (217.28.180.62): icmp_seq=1 ttl=122 time=18.7 ms
64 bytes from nat-62.180.28.217.skyggnir.is (217.28.180.62): icmp_seq=2 ttl=122 time=30.4 ms
64 bytes from nat-62.180.28.217.skyggnir.is (217.28.180.62): icmp_seq=3 ttl=122 time=38.3 ms

— ruv.is ping statistics —
3 packets transmitted, 3 received, 0% packet loss, time 2000ms
rtt min/avg/max/mdev = 18.763/29.180/38.365/8.051 ms

Það lítur út fyrir að vefur Rúv sé á bak við nat. Eitthvað sem að vefur á stærð við Rúv ætti ekki að vera. Ekki einu sinni ég, með mína smá vefsíður eru með þær á bak við nat, enda myndi slíkt hægja óendanlega á þeim vefsíðum sem ég væri með. Þó svo að umferðin um þær væri lítil.

Spjallborð Fjarskiptahandbókarinnar undir spam árásum

Ef maður skoðar spjallborð Fjarskiptahandbókarinnar þá kemur í ljós að það spjallborð er undirlagt af klám og viagra spami hverskonar. En þetta spam kemur til vegna lélegra öryggisstillinga á umræddu spjallborði. Þetta auðvitað kemur í veg fyrir alla umræðu á umræddu spjallborði.

Spjallborð Fjarskiptahandbókarinnar er ekki fyrsta spjallborðið til þess að lenda í svona spamárás, en spjallborð Morfís var undirlagt af samskonar spami ekki fyrir löngu síðan, en þeir virðast vera búnir að taka til hjá sér og hreinsa óhroðan út.

Var löggan að handtaka fólk vegna niðurhals ?

Ég hef heyrt orðróm um það að löggan hafi verið að handtaka fólk vegna niðurhals (P2P Net, dc, torrent, etc). En því miður hef ég ekki getað fengið það staðfest, en það hefur ekkert komið um þetta í fjölmiðlum landsins og internet traffíkin hefur ekkert minnkað samkvæmt upplýsingum á heimasíðu rix.

Ég óska eftir upplýsingum ef einhver er með eitthvað handbært og sem er hægt að staðfesta.