Botninn dottin úr málflutningi andstæðinga ESB á Íslandi

Núna er botninn endanlega dottin úr málflutningi andstæðinga ESB á Íslandi. Enda virðist það sem svo að forsætisráðherra Rússlands vilji stofna til sameiginlegs myntbandalags á milli Rússlands og ESB ríkjanna. Þetta eru þó auðvitað ekkert annað en hugmyndir hjá Pútin sem eru kannski óraunhæfar eins og staðan er í dag. Hinsvegar er ljóst að þessi orð Pútíns gætu markað upphafið að stefnubreytingu Rússlands gagnvart ESB til lengri tíma litið. Hvernig sú stefnubreyting mun koma fram í framkvæmd verður bara að koma í ljós seinna. Enda er erfitt að ráða í stjórnmálaástandið innan Rússlands á tímum vegna þeirra vandamála sem þar eru til staðar í dag.

Tilvitnanir úr erlendum fréttum af þessu.

BERLIN, Nov. 26 (Xinhua) — Russian Prime Minister Vladimir Putin said on Friday he was confident for the euro and Russia and Europe may join single currency someday in the future during his visit to Germany.

[…]

Putin emphasized the importance of strengthening the cooperation between Russia and the European Union (EU), saying „a rapprochement between Russia and Europe is inevitable, if we want to be successful and competitive.“

„Can we assume that Russia together with Europe will one day be in a single currency zone? I can assume that,“ he said.

Tekið héðan.

Ráðamenn í Þýskalandi og væntanlega innan ESB taka auðvitað varlega í þessa hugmynd eins og von er á. Það kemur til vegna sögunar og samskipta þessara landa við Rússland á undanförnum áratugum. Það er ennfremur ljóst að það er mjög langt þangað til að þetta breytist frá hugmyndum yfir í raunveruleika. Það munu að minnsta kosti líða margir áratugir þangað til að eitthvað gerist á þeim nótum sem Putin er að tala um.

BERLIN — Russian Prime Minister Vladimir Putin toned down Friday his enthusiasm for a vast EU-Russia free trade zone after German Chancellor Angela Merkel gave his proposals a cool reception in Berlin.

„A free trade zone is a complex, very complicated issue requiring thorough consideration,“ Putin said after a visit to Germany that saw him meet Merkel as well as German business leaders.

[…]

Tekið héðan.

Það er þó alveg augljóst að ráðamenn í Rússlandi eru búnir að átta sig á þeirri staðreynd að ESB er ekki að fara neitt og er með öflugt hagkerfi sem þeir gætu notið góðs af með hagstæðum samningum. Ég sé þó ekki fyrir mér að Rússland verði aðildarríki að ESB á næstu áratugum vegna stöðu mála innan Rússlands. Það þarf nefnilega mikið að breytast innan Rússlands og ESB áður en slíkt yrði raunveruleiki.

Þetta er hinsvegar augljóst merki þess andstæðingar ESB á Íslandi eru gjörsamlega sambandslausir í sínum málflutningi og fullyrðingum þegar það kemur að ESB, Evrunni og starfsemi þess í Evrópu. Þetta er ennfremur merki þess að það er orðið nauðsynlegt fyrir íslendinga að ganga í ESB sem fyrst og eftir eðlilegar samningaviðræður á milli Íslands og ESB.

Erlendar fréttir af þessu.

Putin backtracks on EU-Russia free trade zone (Google AFP)

Putin signals Russia may adopt single currency with Europe in future (Xinhua)

Putin Chides E.U. Over Energy Policies (The New York Times)

Hræðsluáróður í gangi gagnvart ESB og evrunni

Það er mikill hræðsluáróður gegn ESB og evrunni í fjölmiðlum á Íslandi og erlendis. Þessi hræðsluáróður á uppruna sinn í mis-gáfulegum ummælum ráðamann ýmissa aðildarríkja ESB og á evrusvæðinu. Þetta hefur gerst áður, síðasta upphlaup af þessu tagi varð í kringum skuldavandræði Grikklands. Þá sannaðist að þeir sem stóðu að upphlaupinu gegn ESB og evrunni þá höfðu rangt fyrir sér og evrusvæðið stóð af sér skuldakreppuna sem margir fullyrtu að myndi fella evruna og ESB. Ekkert slíkt gerðist þá, og ekkert slíkt mun gerast núna. Enda jafngildir það úrsögn úr ESB að hálfu Portúgals að yfirgefa evruna.

Olli Rehn hefur í dag varað við þessum hræðsláróðri sem núna er í gangi gagnvart evrunni og ESB.

Frétt BBC News.

Eurozone must ‘resist alarmism’, Olli Rehn says

Heimildarnotkun andstæðinga ESB á Íslandi

Þegar það kemur að heimildum er heill fjörður á milli stuðningsmanna ESB aðildar á Íslandi og andstæðinga ESB aðildar Íslands. Sérstaklega í ljósi þess að andstæðingar ESB á Íslandi hafa aldrei vísað í traustar heimildir máli sínu til stuðnings. Oft vísa þeir í raunverulegar heimildir. Hinsvegar er sá galli að viðkomandi heimild er ekki nýleg og oft á tíðum hreinlega bara útrunninn og gerð úrelt af nýrri gögnum og rannsóknum.

Á vefsíðu Heimssýnar er að finna þessa hérna grein sem ber umræddan titil „Þýskur prófessor: evran dauð eftir 4-6 ár„. Þegar þessi grein þeirra er skoðuð þá virðist hún hafa grundvöll. Það er þó eingöngu bara á yfirborðinu. Vegna þess að þegar dýpra er kafað þá kemur í ljós að þessi grein er byggð á túlkun Gunnars Rögnvaldssonar sem er ekki þekktur fyrir það að segja sannleikann varðandi ESB og málefnin.

Þegar heimildir Gunnar Rögnvaldssonar eru skoðaðar þá kemur í ljós að hann er að búa til þess túlkun sína á skoðun eins manns að nafni Max Otte sem hann lætur í ljós á RT sem er áróðurfréttastöð[sjá einnig hérna) frá Rússlandi. Þessi maður starfar sem hedge fund stjóri og hann virðist græða á ýmsum fjárfestingum tengdum því. Hvaða fjárfestingar það eru veit ég ekki og eru ekki til umræðu hérna. Það sem er þó ljóst að þetta viðtal hefði ekki birst á RT ef það hefði ekki verið rússneskum yfirvöldum þóknanlegt.

Þegar heimildir Gunnar Rögnvaldssonar eru enn frekar þá kemur í ljós að hann er einfaldlega oft að vitna í sjálfan sig, sem er mjög algengt meðal andstæðinga ESB á Íslandi. Síðan eru þær heimildir tilvitnanir í fleiri greinar eftir sama mann. Oft á tíðum er ekki að finna neinar eða fáar utanaðkomandi heimildir um fullyrðingar viðkomandi. Í þeim tilfellum sem maður finnur að heimildir virka, þá kemur hreinlega í ljós að skoðun viðkomandi er hreinlega bara útúrsnúningur og jafnvel hreinlega blekking og lygi á því sem stendur í erlendri greininni sem vísað er í.

Hérna er gott dæmi um slíkt. Í grein sem heitir „Veit Axel Weber að myntbandalagið mun leysast upp á næstunni?“ (18. Október 2010) er vitnað í grein á vefsíðu Wall Street Journal. Það sem er áhugavert er að Gunnar gefur ekki upp nafnið á greininni, heldur vísar bara í hana með vel földum tengli á sinni vefsíðu. Þegar greinin sem Gunnar vísar í, þá kemur í ljós að fullyrðing Gunnar sem er sett í titil blogg-færslunnar er hreinlega röng og hefur ekkert með grein Wall Street Journal að gera. Heldur er hérna um að ræða tilraun til þess að halda einhverju fram jafnvel þó svo að það sé ekki einu sinni til staðar. Enda hefur grein WSJ þennan hérna titil „Weber’s Tough Talk Could Damage his ECB bid„.

Hvað varðar fullyrðingar Gunnars Röngvaldssonar þess eðlis að evran verði ekki til eftir 4 til 6 ár. Þá hef ég heyrt þær fullyrðingar áður frá andstæðingum ESB á Íslandi. Margoft og ég get vitnað í langan lista af greinum frá undanförnum árum og mánuðum þess efnis evran sé alveg að fara að hrynja.

Hérna eru nokkrar greinar um „yfirvofandi“ hrun evrunar.

Enn hrynur evran – Gunnar Röngvaldsson. Skrifað 22. Október 2008.
Óttast að evran hrynji – Morgunblaðið. 24. Janúar 2010.
Evran hrynur í haust – eFréttir. 24. Júní 2009.
Evran skelfur – Ágúst Þórhallsson. AMX. 17. Febrúar 2009.

Eins og sjá má þá er enginn skortur á þessum fullyrðingum andstæðinga ESB á Íslandi um „yfirvofandi“ endalok evrunar. Staðreyndin er hinsvegar mjög einföld. Afstaða þessa manna byggir ekki á neinu nema tómum blekkingum og rugli. Enda hefur engin af þessum fullyrðingum þeirra um ESB og evruna ræst hingað til og munu ekkert rætast á næstunni. Þannig að fólk á ekki að taka þessa menn alvarlega. Enda tala þeir bara tóma þvælu og hafa gert það frá upphafi.

Það er því ljóst á þessu stutta yfirliti um heimildarnotkun andstæðinga ESB á Íslandi að þeir eru gjörsamlega ómarktækir í umræðunni og að fullyrðingar þeirra hafa lítið með raunveruleikann að gera. Hvað evruna varðar. Þá er augljóst að evran er komin til þess að vera í Evrópu og vonandi hafa íslendingar gæfu til þess að taka hana upp sem gjaldmiðil sem fyrst.