Restin af heiminum er í viðskiptabandalögum

Heimssýn talar mikið um það að sé heimur fyrir utan Evrópusambandið. Það er í sjálfu sér ekkert rangt við þessa fullyrðingu. Það sem er hinsvegar rangt í þessari fullyrðingu hjá Heimssýn er sú hugmyndafræði að íslendingar komist að hjá restinni af heiminum. Staðreyndin er nefnilega sú að restin af heiminum er að gera nákvæmlega það sama og Evrópa hefur verið að gera síðust 60+ ár núna. Restin af heiminum er að sameinast í efnahagsbandalög, tollabandalög og jafnvel myntbandalög til þess að auka samkeppnishæfni sýna til lengri tíma litið.

Þetta er augljóst þegar þessi hérna mynd af skoðuð af heiminum.


Mynd Wikipedia, gefið út undir Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 License. Efnahagsbandalög í heiminum núna í dag.

Staða mála er auðvitað misjöfn eins og gengur og gerist. Hinsvegar er þróunin öll í sömu átt. Heimurinn er að sameinast efnahagslega, þá í efnahagsbandalög sem hugsanlega renna síðar saman til þess að mynda ný bandalög og ný viðskiptasambönd.

Það sem Heimssýn boðar og aðrir sem skrifa á móti þessari þróun er mjög einfalt. Þessi samtök og þetta fólk sem þar talar vill að íslendingar standi fyrir utan allt þetta og alla þessa samvinnu. Allt vegna þess að þetta fólk er að vernda einhverja sérhagsmuni á kostnað almennings á Íslandi. Enda er það almenningur sem borgar fyrir einangrunarstefnuna sem þetta fólk boðar með verri lífskjörum og hærra vöruverði á Íslandi. Einnig sem að efnahagslegur stöðugleiki er ekki sjáanlegur í hugmyndafræði þessa fólks sem stendur á bak við Heimssýn eða aðra ESB andstöðu á Íslandi.

Þegar nánar er skoðað. Þá kemur nefnilega í ljóst að það stenst ekki neitt hjá andstæðingum ESB á Íslandi. Enda hefur þetta fólk aldrei haft nein rök fyrir þeim fullyrðingum sem það setur fram í umræðuna. Þegar það er gengið á það. Þá forðast það að svara spurningum og fer á flótta undan því að svara það sem það er spurt að.

Heimild: List of free trade agreements – Wikipedia

Meira af bannfíkn íslenskra stjórnmálamanna

Það hafa margir verið að bölva ESB fyrir að banna sölu á heimabakstri undanfarna daga eftir fréttaflutning þess efnis. Því miður hafði enginn gefið sér tíma til þess að skoða staðreyndir málsins, hvað þá umrædda reglugerð sem um ræðir frá ESB. Vegna þess að í þessari reglugerð frá ESB sem gildir á Íslandi vegna EES samningsins stendur þetta skýrt og greinilega um þá hluti sem umrædd reglugerð nær ekki yfir.

2. Þessi reglugerð gildir ekki um:

[…]

c) beina afhendingu framleiðanda á litlu magni frumframleiðsluvara til neytanda eða smásölufyrirtækis á staðnum sem afhendir vöru beint til neytenda,

[…]

3. Aðildarríkin skulu setja reglur, samkvæmt landslögum, um þá starfsemi sem um getur í c-lið 2. mgr. Landsbundnar reglur af þessu tagi skulu tryggja að markmiðum þessarar reglugerðar verði náð.

[…]

Því er augljóst að þær fullyrðingar um að hérna sé um að ræða bann frá ESB rangar og byggja á viljandi rangfærslum stjórnmálamanna (í sumum tilfellum hugsanlega óviljandi) til þess að koma höggi á ESB umræðuna á Íslandi vegna aðildarumsóknar Íslands að ESB.

Það sem er þó áhugaverðast í þessu öllu saman er sú staðreynd að enginn fjölmiðill (þeir vilja kalla sig það) á Íslandi hafði fyrir því að fletta umræddri reglugerð upp og athuga málið og hvort að viðkomandi þingmenn sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins væru að fara með rétt mál til að byrja með.

Reglugerðina er hægt að lesa á vefsíðu Matvælastofnunar hérna fyrir neðan (linkur) og einnig í pdf skjalinu sem er viðhent þessari bloggfærslu.

Reglugerð nr. 852/2004/EB um hollustuhætti sem varða matvæli (matis.is)

Reglugerð ESB/2004

Íslendingar staðráðnir í að endurtaka söguna

Íslendingar eru ótrúlegir. Núna segja þeir í skoðanakönnunum að ekki eigi að fara í dómsmál við Geir Haarde, mannin sem ber höfuðábyrgð á því hvernig kreppan þróast á Íslandi í upphafi. Enda segir það sig sjálft að öðrvísi viðbörgð hefðu haft öðrvísi afleiðingar. Þetta vita íslendingar fullvel, en vilja ekki að neinn beri ábyrgð. Þar sem þá er hættan sú að þá þurfi þeir einnig að taka á sig.

Sú ábyrgð er auðvitað að kjósa gjörspillta fábjána á Alþingi íslendinga (mér er nokk sama í hvaða stjórnmálaflokki þetta fólk stendur, ef það hagar sér eins og fábjánar. Þá eru allar líkur á því að það sé fábjánar.) ár eftir ár. Síðan þegar efnahagshrunið kemur. Þá væla íslendingar eins og frek smábörn sem ekki fengu ís-inn sinn og velta því síðan fyrir sér hvernig best sé að kenna útlendingum um þeirra eigin skít og klúður.

Til að toppa vitleysuna. Þá er sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn vinsæll hjá íslendingum. Það breytir ekki neinu hjá hinum venjulega íslendinga að sjálfstæðisflokkurinn setur allt í gjaldþrot sem hann kemur nálægt. Gildir þá einu hvort að það eru fyrirtæki, sveitarfélög eða sjálft íslenska ríkið. Alltaf skal sjálfstæðisflokkurinn vera við völd. Alveg óháð því hversu oft hann er búinn að sanna það og sýna að þetta er í raun óstjórntækur stjórnmálaflokkur með öllu. Þá sérstaklega síðustu árin. Þar sem spillingin hefur fengið að blómstra og þrífast í friði fyrir eftirliti og rannsóknum lögreglunar.

Ef íslendingar fara ekki að breyta háttum sínum. Þá munu íslendingar tapa sjálfstæðinu á mjög skömmum tíma, og það hefur ekkert með ESB aðild Íslands að gera. Enda eru íslendingar vísir til þess að hafna ESB aðild í hroka sínum þegar þar að kemur. Annað eins og hefur nú gerst á Íslandi rétt fyrir kosningar.

Íslendingar hafa tíma til þess að breytast og sá tími er núna. Þessi tími til þess að breytast kemur ekki aftur næst 50 til 80 árin, eða þegar meirihluti af núverandi kynslóð íslendinga er farinn undir græna torfu í kirkjugörðum landsins.

Breytist íslendingar ekki. Þá mun sagan endurtaka sig, og ég er ansi hræddur um að þetta verði raunin þegar á reynir. Það sem íslendingar eru staðráðnir í að endurtaka söguna nokkrum sinnum og læra nákvæmlega ekkert af sögunni í leiðinni.

Ég ætla mér ekki að taka þátt í þessari vitleysu. Kemur ekki til greina af minni hálfu.

Það hlakkar í andstæðingum ESB á Íslandi

Það er mjög lýsandi fyrir þann sjúkleika sem hrjáir marga andstæðinga ESB á Íslandi að það skuli hlakka í þeim við þær fréttir að ríkisskuldavandi sé hugsanlega að fara breiðast út í Evrópu. Þó ekki bara í löndum sem eru með evruna sem gjaldmiðil, þessi skuldavandi ríkja mun væntanlega einnig ná til Bretlands og fleiri ríkja í Evrópu á endanum.

Þessi skuldavandi sem er núna í gangi hjá nokkrum ríkjum í Evrópu er mjög lýsandi fyrir þá slæmu efnahagsstefnu sem hefur verið rekin í Evrópu á grundvelli ný-frjálshyggjunar og annara skyldra efnahagsstefna undanfarin ár. Það var augljóst að þetta mundi ekki enda vel, og hefði mátt vera það frá upphafi.

Það sem er þó alvarlegast í þessu er sú staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi gera sér nákvæmlega enga grein fyrir því hvað mun gerast við efnahag Íslands ef að evran og ESB hrynur eins og þeir svo gjarnan óska sér þessa dagana. Það er hætt við að andstæðingar ESB sjái eftir ósk sinni ef hún rætist. Svona um það leiti sem þeir drepast úr hungri vegna þess að efnahagur Íslands hrundi gjörsamlega við það að efnahagur Evrópu taki mjög alvarlega dýfu og jafnvel hrynji alveg. Enda er það staðreynd að andstæðingar ESB á Íslandi óska sér ekkert annars en að efnahagur Evrópu hrynji alveg til grunna og taki evruna með sér í fallinu.

Sem betur fer er þessi draumur andstæðingar ESB á Íslandi ekkert að fara rætast. Þeir sem stjórna í Evrópu eru snjallari en svo að leyfa slíku að eiga sér stað. Enda hafa evrópubúar nú þegar mjög slæma reynslu að algerum efnahagshrunum frá fyrri og seinni heimsstyrjöldinni.

Íslendingar hafa einnig mjög slæma reynslu af efnahagshrunum. Hinsvegar lærðu íslendingar ekki neitt á þeim efnahagshrunum og því hefur ekkert breyst hjá íslendingum.

Dæmi um spillingu almennings á Íslandi

Hérna er ekki nema smá dæmi um spillingu almennings á Íslandi. Almenning sem telur sig hafa rétt til að gera hvað sem er og hvenar sem er. Þá skiptir það ekki neinu máli fyrir þessu fólki að afleiðinganar af þessu sem þetta fólk gerir kunna jafnvel að vera mjög alvarlegar fyrir náttúruna eða jafnvel samfélagið á Íslandi. Þar sem þessu fólki er nákvæmlega sama um allt slíkt.

[…]

Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður í Vík, viðurkenndi í samtali við fréttastofu að hafa tekið hliðið niður, og jafnframt að hann myndi taka niður öll hlið sem sett yrðu upp til að loka fyrir umferð inn á svæðið í framtíðinni.

[…]

Það eru ekki bara stjórnmálaflokkar á Íslandi sem eru spilltir. Almenningur á Íslandi er það líka, og það er í sjálfu sér einnig mikið vandamál í Íslensku þjóðfélagi.

Frétt Rúv um þetta mál.

Dyrhólaeyjarmálið kært til lögreglu

Páll Vilhjálmsson og staðreyndinar um ESB

Þegar menn eru ofurseldir græðgi og lygum þá verður niðurstaðan aldrei góð fyrir viðkomandi. Einn smápeðum Davíðs Oddssonar er maðurinn Páll Vilhjálmsson, en sá maður er framkvæmdastjóra Heimssýnar sem er hópur fólks sem stefnir að því að einangra Ísland frá öðrum ríkjum heimsins og gera Ísland efnahagslega einangrað frá heiminum. Þetta fólk, eins og Páll Vilhjálmsson hikar ekki við að ljúga og blekkja almenning ef svo ber undir.

Páll Vilhjámsson hatar allt sem Evrópskt er. Jafnvel þó svo að hann sé sjálfur búsettur og fæddur í Evrópuríkinu Ísland. Þess í stað elskar Páll Vilhjálmsson aftur á móti allt það sem bandarískt er. Þá sérstaklega ef það kemur frá hinum bandaríska republicana flokki þar í landi.

Það er rangt sem Páll Vilhjálmsson heldur fram að ekki sé hægt að uppræta þetta smit sem hefur komið upp í Evrópu. Það er verið að vinna að því núna að rekja og greina þetta smit og hvaðan það kemur. Því miður þá tekur slíkt tíma og það vinnur alltaf gegn fólki þegar svona fjölda skýkingar koma upp.

Rússar hafa sínar ástæður fyrir því að banna innflutning á fersku grænmeti frá ríkjum ESB. Hvort að þær raunverulega hafa eitthvað með þessa sýkingu að gera er hinsvegar erfitt að segja til. Þar sem að Rússland rekur þannig utanríkisstefnu að varasamt er að taka þá alltaf trúanlega.

Sóttvarnarmiðstöð ESB er hinsvegar að vakta og reyna leysa þetta smitvandamál sem komið er upp í dag. Þannig vinna öll aðildarríki ESB saman af því að koma í veg fyrir svona smit eins vel og þau geta. Þó svo að það takist ekki alltaf eins og dæmin hafa sannað.

Menn eins og Páll Vilhjálmsson eru hinsvegar óværa í umræðunni sem ber ekki að taka mark á. Enda er hann ófær um að skilja einföldustu hluti um ESB og hin 27 aðildarríki ESB.

Fábjáni Vol. 3

Hérna er dæmi um hóp fábjána sem trúa því í alvörunni að evran sé að fara enda vegna skuldavandræða Grikklands, Spánar, Portúgals og Ítalíu. Það er einfaldlega ekki að fara gerast. Enda mundi það þýða alvöru efnahagsvandræði í Evrópu ef það gerðist.

Það er ennfremur ljóst að ef slíkt mundi gerast. Þá geta íslendingar sagt bless við allt sem heitir efnahagsbati á Íslandi næstu áratugina. Enda veltur efnahagur Íslands mikið á því sem er að gerast í Evrópu og þar á meðal þeim löndum sem eru með evruna sem gjaldmiðil.

Það er ennfremur staðreynd að hagvöxtur á sér núna stað innan evrusvæðisins. Þessi hagvöxtur er auðvitað mikilvægur fyrir ríkin. Þar sem það þýðir að efnahagskreppunni hjá þeim er að verða búin. Þó svo að þetta ferli sé auðvitað mislangt komið eins og reikna má með.

Það er ennfremur ljóst að enginn gjaldmiðill bjargar þjóð ef hún hagar fjármálum sínum illa. Þannig að fara úr evrunni væri tilgangslaus aðgerð og mundi ekki breyta neinu til lengri tíma.


Yfirlýsingastríð í Evrópusambandinu, Heimssýn 20. Maí 2011.

Nei, ég ætla ekki að tengja við þessa bullgrein Heimssýnar. Ég læt duga að vísa í nafn hennar og hvenar þetta er skrifað. Það er ennfremur staðreynd að Heimssýn og aðrir einstaklingar á Íslandi sem eru á móti ESB hafa verið að spá dauða þess síðan árið 2008, þegar efnahagskreppan hófst fyrir alvöru í heiminum. Þetta eru því ekkert nema dómsdagsspámenn. Eins og aðrir dómsdagsspámenn þá er ekkert að marka þetta fólk.

Fábjánar Vol. 2

Það verður ekki sagt um suma fábjána að þeir hafa bæði peninga og völd. Það er einstaklega slæm blanda. Þar sem að fábjánar í slíkri stöðu leggja allt í rúst sem þeir koma nálægt, og síðan ljúga þeir einfaldlega bara til það afhverju allt er í rúst hjá þeim og ekkert virkar.

Einnig slíkur fábjáni er Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins (flokksblað sjálfstæðisflokksins og LÍÚ). Í dag er Styrmir ritstjóri á vef sem heitir Evrópuvaktin, ásamt Birni Bjarnarsyni fyrrverandi dómsmálaráðherra (sem sá um að fela spillinguna fyrir almenningi á Íslandi). Hlutverk Evrópuvaktarinnar er annað en nafn vefjarins gefur til kynna. Hlutverk Evrópuvaktarinnar er að dreifa rangfærslum og lygum um Evrópusambandið, aðildarríki Evrópusambandsins, evruna og almennt um evrópubúa ef svo ber undir. Enda láta siðlausir sérhagsmunahópar staðreyndir litlu skipta á Íslandi.

Fábjáninn Styrmir Gunnarsson.


Hægt er að lesa alla þessa grein hérna.

Hérna er ein af lygagreinum Styrmis. Þegar þessi grein er lesin þá hljómar hún eins og eitthvað sem gæti átt sér stað. Staðreyndin er hinsvegar sú að þetta er ekki að eiga sér stað. Það eru vissulega mótmæli á Spáni, en þessi mótmæli eru bara á Spáni og ekki í neinu öðru aðildarríki ESB sem er með evruna. Slíkt hefði auðvitað komið fram í fréttum alþjóðlegra fréttamiðla ef það væri raunin. Ástæða þess að ekkert slíkt er í fréttum er mjög einfalt. Engin slík mótmæli eiga sér stað. Það er hinsvegar staðreynd að það eru alltaf fólk að mótmæla í Evrópu, enda er lýðræði mjög virkt þar.

Ástæða þess að verið er að banna mótmælin á Spáni er sú staðreynd að á morgun verða sveitarstjórnarkosningar á Spáni. Samkvæmt kosningalögum á Spáni eru fjöldasamkomur bannaðar daginn fyrir kosningar á Spáni. Gildir þá einu hvort að kosið er til sveitarstjórnarkosninga eða alþingiskosninga. Mótmælin beinast ennfremur gegn ríkisstjórn Spánar og ráðaleysi þeirra við að draga úr atvinnuleysi meðal ungs fólks á Spáni. Þessum mótmælum er ekki beint gegn evrunni eða ESB. Enda dettur Spánverjum ekki einu sinni að hætta í ESB eða hætta með evruna.

Ólíkt því sem var á Íslandi. Þar sem sjálfstæðismenn kölluðu mótmælendur skríl þegar þeir mótmæltu gegn sjálfstæðisflokknum árið 2008 fljótlega eftir efnahagshrunið á Íslandi. Það segir sig auðvitað sjálft að sjálfstæðisflokknum finnast mótmæli í góðu lagi þegar þau eru gegn þeim aðilum sem sjálfstæðisflokkurinn er á móti. Hvort sem það er á Alþingi eða annarstaðar.

Hérna eru síðan erlendar fréttir af mótmælunum á Spáni.

Inspired by Arab Protests, Spain’s Unemployed Rally for Change (VOA News)
Spain bans young protesters ahead of elections (The Guardian)
Youths defiant at ‘Spanish revolution’ camp in Madrid (BBC News)
Call for protest ban in Spain for elections (BBC News, Myndband)

Fábjánar Vol. 1

Hérna eru tvær athugasemdir sem tveir fábjánar gerðu núna í dag. Takið eftir því að þessar athugasemdir halda fram einhverju sem mun ekki gerast og er ósatt þar að auki. Þessir menn þykjast þekkja fasisma, sem er eiginlega talsvert mikið rangt hjá þeim. Þar sem að þeir mundu ekki þekkja fasisma ef að hann tæki í hendina á þeim, sem er reyndar það sem hefur gerst. Þessir menn dýrka og dá þann fasisma og einangrunarhyggju sem er stunduð á Íslandi af fólki eins og þeim. Enda er það ekkert nema ákveðin fasismi sem byggir á þeirri trú að íslendingum sé best borgið efnahagslega einangruðum og fátækum. Enda boðar leið þessara manna ekkert annað á Íslandi.


Svona er málflutningur andstæðinga ESB aðildar á Íslandi. Þetta er tekið héðan.

Það er ennfremur ljóst að hvorki Spánn eða Portúgal eru á leiðinni úr ESB. Slíkt er bara fullyrðingar andstæðinga ESB sem dreyma um hrun ESB í Evrópu. Slíkur er sjúkleikinn hjá þessu fólki.