Jarðskjálfti með stærðina 3,8 í Bárðarbungu

Í dag (4-október-2019) klukkan 16:31 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er annar jarðskjálftinn í Bárðarbungu á innan við sólarhring. Eins og með fyrri jarðskjálftann þá hafa ekki orðið neinir eftirskjálftar.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur komið fram minniháttar jarðskjálftavirkni á öðrum stöðum í Bárðarbungu. Ég veit ekki hvort að sú jarðskjálftavirkni er tengd þessum jarðskjálftum sem hafa orðið síðasta sólarhringinn.

Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Bárðarbungu

Í dag (3-Október-2019) klukkan 20:33 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu eftir eldgosinu lauk í Febrúar 2015. Engin frekari jarðskjálftavirkni hefur komið fram eftir þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálfti með stærðina 8,0 í Perú

Í dag (26-Maí-2019) klukkan 07:41 (02:41 staðartíma) jarðskjálfti með stærðina 8,0 varð í Perú. Dýpi jarðskjálftans var frá 110 km til 130 km. Þessi jarðskjálfti fannst í rúmlega 1700 km fjarlægð frá upptökunum. Stærð jarðskjálftans og dýpi getur breyst á næstu dögum og mánuðum eftir því sem gögn í kringum þennan jarðskjálfta eru rannsökuð nánar. Upplýsingar USGS um jarðskjálftann er að finna hérna. Upplýsingar um EMSC er að finna hérna.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Dellukoti. Ég hef ekki aðgang að þessum jarðskjálftamæli vegna tæknilegra vandamála.

Jarðskjálftinn olli tjóni í Perú jafnvel þó svo að hann væri á 109 km til 130 km dýpi. Almenna reglan er að eftirskjálfti sem er einni stærðargráðu minni komi í kjölfarið á þessum svona jarðskjálfta á næstu dögum til vikum. Þetta þýðir að jarðskjálfti með stærðina 6,5 til 7,5 getur orðið á þessu svæði næstu dögum til vikum í norðurhluta Perú.

Aukin jarðskjálftavirkni í Öskju

Eftir meira en mánuð af lítilli jarðskjálftavirkni á Íslandi þá er loksins eitthvað til þess skrifa um. Það er ennþá rólegt á Íslandi og flestir jarðskjálftar sem verða eru með stærðina 0,0 til 2,8.

Þessi grein er eingöngu mín skoðun og er ekki endilega sama skoðun og sérfræðingar á sviði jarðfræði hafa á núverandi stöðu mála.

Eldstöðin Askja er farin að sýna aukin merki þess að eldgos verði líklega í næstu framtíð. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um en miðað við söguna þá er hugsanlegur tímarammi frá 18 mánuðum og til 48 mánuðum mögulegur. Það er einnig möguleiki á að þetta muni taka mun lengri tíma. Núverandi atburðarrás hófst í Öskju árið 2011 þannig að þessi atburðarrás hefur verið talsvert langan tíma í gangi nú þegar.


Jarðskjálftavirknin í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Á undanförnum mánuðum hefur Askja verið að sýna aukna jarðskjálftavirkni. Þetta eru að mestu leiti litlir jarðskjálftar með stærðina 0,0 til 3,0 og koma fram í litlum jarðskjálftahrinum á handahófskenndum stöðum í eldstöðinni. Það koma einnig fram tímabil með lítilli jarðskjálftavirkni og það er eðlilegt.

Eldgos í Öskju er ekki hættulegt flugi til og frá Íslandi eða heldur millilandaflugi í Evrópu. Ef að eldgos verður þá yrði það líklega kvikueldgos á svipaðan hátt og eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015. Það eldgos hugsanlega jók einnig hraðann á þessu ferli innan Öskju þegar kvikuinnskotið frá Bárðarbungu olli næstum því eldgosi í Öskju og var aðeins tvo til þrjá daga frá því að valda eldgosi í Öskju en stoppaði rétt áður en það gerðist. Það getur hinsvegar hafa komið af stað ferli sem veldur auknum óstöðugleika í Öskju til lengri tíma og er núna farið að sýna sig með aukinni jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum

Aðfaranótt 23-Nóvember-2018 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Grímsvötnum. Aðeins einn eftirskjálfti kom fram og var sá skjálfti með stærðina 0,9.


Jarðskjálftavirkni í Grímsvötnum. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engin breyting varð á óróaplottum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta. Síðasta eldgos í Grímsvötnum varð árið 2011.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (16-Ágúst-2018) varð jarðskjálfti með stærðina 3,5 í Bárðarbungu. Þetta var bara einn jarðskjálfti og engir eftirskjálftar hafa komið fram.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að þetta sé öll jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu næstu klukkutíma og jafnvel daga.

Frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (8-Ágúst-2018) varð frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu en klukkan 21:39 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 en annar stærsti jarðskjálfti var með stærðina 2,4. Þessi jarðskjálftahrina virðist ennþá vera í gangi og því geta stærðir og fjöldi jarðskjálfta breyst með skömmum fyrirvara.


Jarðskjálftahrina í Kötlu. Græna stjarnan er jarðskjálfti með stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það mælist enginn órói í kjölfarið á þessum jarðskjálftavirkni og það þýðir engin kvika er hérna á ferðinni. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist jökulflóðum sem hafa verið að koma frá Mýrdalsjökli undanfarna daga.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (20-Júlí-2018) klukkan 06:28 varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu í suð-austur hluta öskjunnar. Það komu fram nokkrir litlir jarðskjálftar í kjölfarið yfir daginn. Jarðskjálftavirkni er algeng í Bárðarbungu núna en það hefur dregið úr jarðskjálftavirkninni undanfarna mánuði (3 til 6 mánaða fresti). Á móti þegar það verða jarðskjálftar þá eru þeir stærri.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Græna stjarnan er jarðskjálftinn með stærðina 3,4. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálfta frá Bárðarbungu á næstu klukkutímum til 48 klukkustundum. Ef ekkert gerist eftir 48 klukkustundir þá er ólíklegt að að komi fram stór jarðskjálfti á næstunni. Stærðin sem hægt er að reikna með er yfir 4,0.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 3-Júlí-2018)

Síðustu klukkutíma hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni í suðurhlíðum Öræfajökuls. Þessi jarðskjálftahrina hófst í kringum 29-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Á þessari stundu virðist sem að jarðskjálftavirknin sé nærri þjóðvegi eitt eða alveg undir honum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli þann 3-Júlí-2018. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi breyting á jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð að mínu áliti og bendir til þess að vandræði séu á leiðinni í Öræfajökli. Það eru ekki neinir eldgígar svo ég viti til í hlíðum Öræfajökuls en hugsanlegt er að slíkir gígar hafi verið þurrkaðir út af jökulhreyfingum síðustu alda. Það er góð ástæða að mínu mati að fylgjast með þróun þessar jarðskjálftavirkni.

Stutt jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg

Í dag (29-Júní-2018) og í gær (28-Júní-2018) varð jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftavirkni var með stærðina 3,2 eða 4,1 (ég er ekki viss um stærðina). Ég veit ekki hvaða stærð er rétt þar sem útslagið á mælinum mínum í Dellukoti var stærra en það sem ég býst við að sjá við jarðskjálfta sem er 3,2 í þessari fjarlægð frá Dellukoti. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum er ennþá niðri vegna bilunar í tölvu (sem ég get ekki lagað).


Grænu stjörnurnar sýna jarðskjálftana á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki ljóst á þessari stundu hvort að jarðskjálftavirkni þarna mun halda áfram eða hvernig þetta mun þróast. Þessa stundina virðist engin jarðskjálftavirkni vera í gangi á þessu svæði. Vegna fjarlægðar frá landi mælast ekki minni jarðskjálftar á þessu svæði.